Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 48
176 LÆKNAblaðið 2014/100 M i n n i n G a R G R E i n Ég kynntist Þorkeli Jóhannessyni fyrst árið 1975. Hrafnkell Helgason vinur okkar kynnti okkur, en hann hafði um skeið verið prófdómari í lyfjafræði við Há- skólann. Nú var hann vanhæfur vegna tengsla við föður eins stúdentsins og ég var fenginn til að hlaupa í skarðið. Fljót- lega varð að samkomulagi okkar þriggja að ég tæki alfarið við prófdómarastarfinu. Ég minnist margra fagurra vorkvölda á hlýlegu heimili Þorkels og Esterar konu hans við Oddagötu, þar sem við sátum við yfirferð prófa fram á nótt. Þetta gat verið snúið, sumir stúdentar illa skrifandi og málfar ekki gott! Það fór í taugarnar á Þorkeli sem var mikill íslenskumaður. Einnig líkuðu honum illa skammstafanir, sem sumir stúdentar notuðu óspart. Ég man að margir notuðu skammstöfunina „BBB“ og augljóst af samhenginu að átti að tákna „blood brain barrier“. Þorkell taldi hins vegar að þetta stæði fyrir „Brigitte Bardot ber“ og lagði til að einkunnin tæki mið af því. Ekki varð þó af því, og ég verð að segja að hann var jákvæður í garð stúd- enta og okkur samdi vel við þessa iðju. Við þurftum stundum að taka hvíld, og þá var margt spjallað. Barst talið meðal annars að hestamennsku sem var hans hjartans mál. Leiddi hvað af öðru, ég fór að fara í út- reiðartúra með honum, naut aðstoðar hans þegar ég keypti sjálfur hross og við deild- um síðar hesthúsi í áratugi. Þetta leiddi til góðrar vináttu sem aldrei bar skugga á og ég tel Þorkel í hópi merkustu manna sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Sagt var um Gissur biskup Ísleifsson að úr honum mætti gera þrjá menn: Biskup, víkingahöfðingja eða konung. Ekkert þessara starfa tel ég þó að hefði hentað Þorkeli. En hann var í reynd margir menn: Háskólakennari, vísindamaður, íslensku- fræðingur, orðasmiður, rithöfundur, alþýðufræðari, hestamaður, áhugamaður um sögu landsins, landafræði og örnefni, þjóðlegan fróðleik, viðtöl við lífsreynt fólk, og er þó vafalaust ekki allt talið. Ég naut þess heiðurs að fá að lesa yfir mörg verka hans í handriti. Skipti engu að á mörgum þeirra hafði ég ekkert vit. Hann vildi aðeins reyna hvort sæmilega skýr maður skildi hvað hann væri að fara. Þor- kell var með ritfærustu mönnum sem ég hef kynnst. Það var dálítið kúnstugt að í viðræðu var hann ekki orðfár, en ritaði hins vegar mjög knappan stíl. Það var sama hvort hann skrifaði vísindaritgerð um flókið efni eða grein ætlaða almenn- ingi. Allt var hárnákvæmt og skýrt. Mér er minnistæð grein sem hann ritaði ásamt vini sínum Óttari Kjartanssyni og nefnd- ist: Fjórar leiðir í Gjáarrétt. Var það leið- sögn ætluð hestamönnum hvernig hægt væri að komast í Gjáarrétt á mismunandi hátt. Grein þessi er svo laglega skrifuð að Þorkell Jóhannesson fæddur 30. september 1929, dáinn 15. desember 2013 Þorkell Jóhannesson (1929-2013) var velunnari Læknablaðsins og birti margar greinar um lyfjafræði og sögu hennar. Blaðið sendir ættingjum og afkomendum Þorkels samúðarkveðjur. Mynd Þorkell Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.