Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2014/100 165 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S kallað á neina sérstaka uppstokkun. Þar fléttast saman fyrirlestrar og kennsla í litlum hópum og samstarf nemenda og kennara hef- ur fyrir vikið verið mjög náið. Á haustmisseri 6. árs hefur verið komið fyrir kennslu í heilsugæslu og svæfingum, auk þess sem Leifur Bárðarson hefur byggt upp sérstakt námskeið, „Læknis- list“, þar sem meðal annars er lögð hersla á hvernig það er að vera læknir, gæðamál, fagmennsku, stjórnun og teymisvinna er rædd í tengslum við nútímalæknisstörf. Árangur klínísku kennslunnar bendir til þess að þær aðferðir sem beitt hefur verið og þær breytingar sem átt hafa sér stað, eink- um á síðasta áratug, hafi heppnast og séu til eftirbreytni. Hér verður ekki fjallað um framhaldsmenntun eða framhalds- menntunarráð, en tillögur um stofnun þess komu fram sem hluti af endurskoðunartillögum 1987 (rammi 3). Það er kunnara en frá þurfi að segja að undanfarin ár hafa verið heilbrigðiskerfinu erfið. Svokölluð ráðningarviðtöl við 6. árs læknanema nú í haust, við væntanlega kandídata, benda þó sem betur fer til þess að þeir séu þess fullbúnir að takast á við næsta verkefni, kandídatsárið, fullir tilhlökkunar, faglega tilbúnir og staðráðnir í því að láta gott af sér leiða. Að lokum Þessi umfjöllun um læknanám við HÍ er, þrátt fyrir lengdina, of stutt og fjöldamörgu er óhjákvæmilega sleppt sem hefur þróast til betri vegar á síðustu árum. Það segir talsvert um umfang lækna- nemakennslu á Íslandi að skrifstofa læknadeildar raðar niður um 2300 fyrirlestrum við gerð stundaskrár á hverju ári, auk verklegra æfinga og námskeiða á heilbrigðisstofnunum. Þótt ég hafi ekki getað skilgreint í upphafi hvað þarf til að mennta læknanema þannig að hann verði góður læknir, virðast þau alþjóðlegu viðmið sem liggja fyrir styðja að framúrskarandi nemendur, kennarar sem numið hafa við bestu háskólasjúkrahús vestanhafs og austan og heilbrigðiskerfi sem þrátt fyrir allt stenst enn alþjóðlegan samanburð, sé sú deigla sem dugar vel verðandi læknum stórhuga smáþjóðar. Fastur kjarni í læknanámi, tvö valtímabil, rannsóknatímabil, áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og mikil nánd við samfélagið; allt eflir þetta hópinn og einstaklingar hans verða fyrir vikið færari í að fóta sig á svelli vísinda og læknis- listar en ella. Og að lokum þetta: Það er ekkert sem vekur áhuga læknanema eins og það að þeim sé sinnt! Þakkir Þakkir til samstarfsfólks á skrifstofu læknadeildar, einkum Þur- íðar Pálsdóttur og Ingunnar Baldursdóttur, sem og þeirra kennara læknadeilar sem lásu yfir valda kafla til að draga úr villum. Þær villur sem eftir eru, eru mínar. Heimildir Kennsluskrá læknadeildar Háskóla Íslands, Skjalasafn læknadeildar Háskóla Íslands Fundargerðir kennsluráðs/kennslunefndar, deildarráðs og deildarfunda læknadeildar Ljósmyndir með greininni eru úr Læknanemanum og eru birtar með góðfúslegu leyfi blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.