Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 43

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 43
LÆKNAblaðið 2014/100 171 V I Ð T A L stæður einstaklingsins sem þær eiga við. Þær eru í þessum skilningi „lausar undan persónulegum aðstæðum“ og þess vegna hættulegar. Þessi tegund alræðis læknis- fræði sem meðhöndlar alla einstaklinga á sama hátt, getur auðveldlega rýrt stöðu og sjálfstæði sjúklinga. Okkar menning við- urkennir sjálfræði og val einstaklingsins eingöngu að því marki að hann velji þann kost sem ríkið hefur samþykkt. Gengið er útfrá því að allir muni velja hinn „heil- brigða kost“ þegar á hann hefur verið bent og ekkert tillit er tekið til ólíkra aðstæðna fólks eða væntinga sem það kann að hafa um líf sitt.“ „Danski heimspekingurinn Søren Kier- kegaard sagði að við yrðum að skilja lífið afturábak. En samt má ekki gleyma því að við lifum lífinu framávið. Við þurfum því að framkvæma hlutina áður en við skiljum þá til fullnustu. Okkur væri því hollt að hafa í huga orð skáldsins Amitav Ghosh er sagði: „Læknisfræðin er stór kirkjugarður hugmynda sem hefur verið hafnað.“ Það er svo miklu auðveldara að sjá mistök fyrri kynslóða heldur en eigin mistök. Við meðhöndlum áhættuþætti í dag sem sjúkdóma í sjálfu sér og við verðum að læra að standa á móti tilhneigingu til ofgreiningar. Svo virðist sem endalaust megi græða fé á sölu lyfjafræðilegra lausna gegn sjúkdómum og jafnvel enn meira megi græða á lausnum er draga eiga úr áhættuþáttum sjúkdóma. Áhersla á meðhöndlun sjúkdóma dregur úr póli- tískri ábyrgð á samfélagslegum orsökum þeirra,” segir Iona Heath sem þrátt fyrir mikinn alvöruþunga í málflutningi sín- um, kinkaði kolli brosandi við slagveðurs- rigningunni er barði utan alla glugga Hörpunnar á lokadegi Læknadaga. Hún kvaðst hlakka til að eiga tvo frídaga fram- undan á Íslandi. Heimildir Heath I. Overdiagnosis; when good intentions meet vested interest. BMJ 2013; 347: f6361. Heath I. Preventing overdiagnosis: Winding back the harms of too much medicine. Dartmouth College. youtube.com/ watch?v=oFh1kJ7GCGQ Heath I. Combating disease mongering: daunting but nonetheless essential. 2006. DOI: 10.1371/journal. pmed.0030146 Starfield B, Leiyu S, Grover A, Macinko J. The Effects Of Specialist Supply On Populations’ Health: Assessing The Evidence. Health A f fa i r s ~ We b Ex c l u s i v e W 5 - 9 7. DOI 10.1377/hlthaff.W5.97 Watts G. Barbara Starfield. Lancet 2011; 378: 564. doi:10.1016/ S0140-6736(11)61281-6 Heimilislæknir Heilsugæslan í Salahverfi auglýsir eftir lækni með sérfræðimenntun í heimilislækningum. Æskilegt er að viðkomandi geti verið í fullu starfi, en hlutastarf kemur einnig til greina. Staðan er laus frá 1. ágúst n.k. eða síðar eftir samkomulagi. Einnig kemur til greina að ráða lækni án sérfræðimenntunar í afleysingar til skemmri tíma. Heilsugæslustöðin er rekin af Salus ehf. samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið. Stöðin þjónar fyrst og fremst íbúum austustu hverfa Kópavogs, Linda-, Sala-, Kóra-, og Vatnsendahverfum. Átta heimilislæknar starfa á stöðinni og sinna hefðbundnum heimilislækn- ingum, mæðra- og ungbarnavernd, en einnig skólaheilsugæslu. Læknar stöðvarinnar geta starfað á Læknavaktinni utan dagvinnutíma. Umsóknarfrestur til 24. mars n.k. Upplýsingar um starfið veita læknarnir Böðvar örn Sigurjónsson og Haukur Valdimarsson í síma 590-3900 eða á netfangið salus@salus.is Umsóknir sendist Böðvari Erni Sigurjónssyni, yfirlækni Heilsugæslunni Salahverfi, Salavegi 2, 201 Kópavogi Samninganefnd Læknafélags Íslands fundar stíft þessa dagana og rekur smiðs- höggið á kröfugerð til að leggja fram við samninganefnd ríkisins. Sigurveig Péturs- dóttir formaður samninganefndar LÍ segir að óskað hafi verið eftir fundi með samninganefnd ríkisins en ekki hafi enn verið brugðist við því. „Við vorum boðuð á fund nefndarinnar og gert tilboð um hækkun uppá 2,8% sem við höfum þegar hafnað. Við vitum að það er tilgangslaust að leggja slíkt tilboð fyrir félagsmenn okkar. Þetta var fjölmennur fundur þar sem við vorum boðuð ásamt fulltrúum ýmissa annarra stéttarfélaga. Ekki var boðið upp á umræður í kjölfarið heldur var þetta eins og að hlýða á messu. Boltinn er nú í höndum samninganefndar ríkisins að svara ósk okkar um fund þar sem við getum lagt fram og kynnt okkar kröfugerð. Framhaldið ræðst síðan í kjöl- farið,“ segir Sigurveig Pétursdóttir. Engin viðbrögð samninganefndar ríkisins Samninganefndin á fundi í húsakynnum læknafélagsins í Hlíðasmára. Frá vinstri: Björn Gunnarsson, Oddur Ingimarsson, Ólöf Birna Margrétardóttir, María Gunnbjörnsdóttir, Sigurveig Pétursdóttir, Björn Gunnlaugsson og Eyjólfur Þorkelsson. Í nefndinni sitja einnig Bryndís Sigurðardóttir, Dóra Lúðvíksdóttir og Sigurjón Vilbergsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.