Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2014/100 155 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Námið í deildinni einkenndist áfram af miklum utanbókar- lærdómi og lestri stórra fræðibóka sem víðast annars staðar voru notaðar sem uppflettirit. Frægust þessara bóka er Anatómía Grays (1500 bls.) sem menn lásu og lærðu utanbókar undir leiðsögn Jóns Steffensens. Ólafur Ólafsson læknir segir: „Augljóst var að draga mátti úr kennslu í líffærafræði. Meðal ríkja sem héldu áfram meira og minna gagnlausri þriggja ára ítroðslu í líffærafræði voru aust- antjaldsþjóðirnar.“ Sama máli gegndi um aðrar stórar fræðibækur sem ætlast var til að stúdentar kynnu utanað. Þegar Læknaneminn er lesinn og þá helst viðtöl við kennara og læknanema um málefni deildarinnar kemur fram mikil gagnrýni á klínísku kennsluna. Mönnum finnst hún sitja á hakanum en áhersla sé lögð á lesinn texta. Margir kvarta undan skorti á vís- indalegum rannsókum sem standi undir nafni. Þorkell Jóhannesson (f. 1929) prófessor: „Ég dreg hins vegar ekki dul á að mér finnst þessi skóli bera verulegan keim af mennta- skóla þar sem vísindi eiga allt að því undarlega erfitt uppdráttar.“ Jóhann Sæmundsson (f. 1905): „Námsskilyrði hér heima eru um margt miklu ófullkomnari en erlendi. Í fyrsta lagi meira kennara- val. Erlendir háskólar eiga ýmis hjálpargögn sem okkur vanhagar mjög um, svo sem kvikmyndir og myndasöfn. Íslenskir kandídatar eru mjög misjafnir og það eru hinir er- lendu engu að síður. Ég fæ ekki betur séð en ísl. Læknakandídatar standi erlendum kollegum nokkurn veginn jafnfætis upp og ofan að bóklegri þekkingu. En okkar kandidatar hafa séð minna vegna fólksfæðar og smæðar sjúkrahúsanna.“ Haukur Kristjánsson (f. 1913) dósent: „Það þætti ærið fjar- stæðukennt að læra til bílprófs án ökutækis. En kennsla í sumum greinum læknisfræði við Háskóla Íslands hefur allt fram á síðustu ár verið hliðstæð því.“ Páll Gíslason segir: „Það má vissulega margt að finna kennsl- unni í læknisfræði og sérstaklega voru vísindalegar rannsóknir í litlum hávegum hafðar og það þótti viðburður á þessum árum ef íslenskur læknir vann doktorsverkefni.“ Grunnskipulag námsins er með svipuðum hætti fram eftir öldinni. Stúdentar læra utanbókar þykka doðranta og eru þess á milli á ærið misjöfnum klínískum kúrsusum á spítölunum og úti í héraði. Menn kvarta stöðugt undan þessu skipulagi og krefjast meiri og betri klínískrar kennslu en verða aldrei ánægðir með þær umbætur sem gerðar eru. Félag Læknanema Félag læknanema er stofnað 6. mars 1933. Stofnendur voru 25 tals- ins, fyrsti formaður var Ólafur Geirsson (f. 1909). Mesta áhuga- mál stúdenta var alltaf verkleg kennsla í deildinni. Snemma bar á óánægju með fyrirkomulag kúrsusa og ljúka allir upp einum munni að það sé og hafi verið í alla staði fráleitt. Stúdentar stungu uppá ýmsum leiðréttingum en en oftast var þessari umbótavið- leitni ekki svarað eða hún athuguð niður í kjölinn þar til allir sofnuðu yfirkomnir af leiðindum. Margir helstu forystumenn ís- lenskra lækna voru formenn félagsins á námsárum sínum. Félagið Læknanemar að kryfja, mynd úr Æviminningum Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, (1982) eftir Gylfa Gröndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.