Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 46

Læknablaðið - 01.03.2014, Page 46
174 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R fyrir þeim breytingum sem orðið hafa í samfélaginu á undanförnum árum og við gætum gert betur í að bregðast markvisst við þeim.” Talið berst nú að þeirri kröfu margra kvenna sem vilja fæða börn sín við sem náttúrulegastar aðstæður, ef hægt er að nota það orð; kannski er einfaldast að segja að þær vilji eiga börn sín utan há- tæknilegrar fæðingadeildar. Þóra segist svo sannarlega vera hlynnt því að konur fæði börn sín á eðlilegan hátt og notar tækifærið til að nefna að eflaust sé verið að rannsaka og grípa inn í óþarflega oft, einfaldlega af því að tæknin og kunnáttan er fyrir hendi. Þarna er fín lína sem erfitt getur verið að feta, hvenær er nóg að gert og hvenær eru inngripin nauðsynleg? „Þetta er hin hliðin á þessum peningi góðs árangurs okkar. Oft segjum við að tvenns konar sjónarmið séu uppi um fæðingar og dæmigert að annað sé eignað ljósmæðrum en hitt fæðingalæknum. Ljósmæður líti á fæðingu sem eðlilega þar til annað kemur í ljós en læknarnir segi fæðingu fyrst eðlilega þegar ekkert annað hefur komið í ljós. Þetta er þó auðvitað ekki svona klippt og skorið, en ég held reyndar að þessi mis- munandi nálgun sé skynsamlegur grunn- ur fyrir góða teymisvinnu þessara tveggja mjög svo nánu samstarfsstétta. Fækkun fæðingastaða úti á landsbyggðinni hefur í sjálfu sér lítið með þetta að gera. Þar snýst málið miklu fremur um gjörbreyttar sam- göngur og ekki síður auknar kröfur um gæði þjónustunnar. Það þarf einfaldlega ákveðinn fjölda fæðinga til að halda við færni og kunnáttu í að taka á móti börnum og veita þá þjónustu sem því fylgir.“ Keisaraskurður hefur af einhverjum ástæðum í hugum margra orðið að val- kosti við eðlilega fæðingu, án læknisfræði- legra ábendinga. Þetta segir Þóra fráleita hugsun enda sé áhættan við keisaraskurð meiri en við eðlilega fæðingu í flestu tilliti. „Keisaraskurður ætti ekki að vera val- kostur heilbrigðrar móður sem getur fætt sitt barn á eðlilegan hátt. Hins vegar má lengi deila um hvað eru læknisfræðilegar ábendingar fyrir þessari læknisaðgerð og hvað ekki. Er þessi skurðaðgerð rétt meðferð við kvíða og fæðingarhræðslu? Hún getur verið það, stöku sinnum, en þá þarf skilyrðislaust að vega kosti og galla á vogarskálum og hafa allt uppi á borðinu.“ Kennsla og sérnám Læknanemar fá 7 vikur á 5. ári í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum í námi sínu, sem er að sögn Þóru ásættanlegt. Hún kveðst taka við mjög góðu búi hvað varðar kennslu í fæðinga- og kvensjúkdóma- fræðum í læknanámi HÍ. „Kennslan er í mjög góðum skorðum og kennararnir vinna mjög gott starf, bæði læknar deildar- innar og ljósmæðurnar, sem koma tals- vert að kennslu læknanemanna, sem eru líka úrvalsnemendur. Það er ekki neinna róttækra breytinga þörf en þó má hyggja að hinu hefðbundna fyrirlestraformi og tileinka sér meiri gagnvirkni í kennslunni. Nemarnir eru svo eldfljótir að finna upp- lýsingarnar og tileinka sér staðreyndir að hlutverk kennaranna er að fylgjast með því hvað þau eru að lesa og hjálpa þeim að setja það í klínískt samhengi. Það er að verða liðin tíð að lagðar séu til grundvallar í kennslunni tilteknar bækur eða bók; að- gengi að hafsjó upplýsinga er algjört í dag og mikilvægt að greina hismið frá kjarn- anum. Þetta kallar jafnframt á að auka möguleika læknanna er sinna kennslunni til að bæta við sig þekkingu og tileinka sér bestu aðferðir.“ Undanfarin ár hefur unglæknum staðið til boða að taka fyrstu tvö ár sér- náms í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum á kvennadeild Landspítalans en til að ljúka sérnáminu þurfa þeir að fara utan og bæta við sig tveimur til fjórum árum. Þóra segist hafa hug á því að bæta þriðja árinu við sérnámið hér heima en tekur þó fram að sérnám erlendis sé mjög af hinu góða. „Sérnám erlendis er mikilvægt fyrir einstaklinginn en ekki síst fyrir okkur öll í landinu. Við búum að þeirri löngu hefð, og nauðsyn, íslenskra lækna að sækja menntun sína til annarra landa og að tekið er á móti okkur hjá mörgum málsmetandi þjóðum heims. Við komum heim með bestu bitana úr hverju landi, þeir eru stöð- ugt slípaðir til og útkoman verður góð. Það er ánægjulegt að segja frá því að núna í desember fékk sérnámið okkar viðurkenn- ingu samevrópskrar kennslunefndar í sérgreininni og við höfum fullan hug á að bæta okkur enn frekar og gera námið enn betra,“ segir Þóra Steingrímsdóttir nýskipaður prófessor í fæðinga- og kven- sjúkdómafræðum að lokum. Heimildir: 1. 2. ,Nýr verkunarháttur¹ ² ,Áhrif á öll aðaleinkenni ofvirkrar þvagblöðru¹ ² ,Munnþurrkur �a�b�rilegur og við notkun l��e��u¹ ² NÝ MEÐFERÐ VIÐ EINKENNUM OFVIRKRAR ÞVAGBLÖÐRU EFTIR 25 ÁR MEÐ ANDKÓLÍNVIRKUM LYFJUM Fyrsti ß -örvinn vi ð ofvirkri þvagblö ðru 3 IS/B E T-1 3 0 1 8 6 Helgelandssykehuset HF er et helseforetak som består av sykehusenheter i Mo i Rana, Mosjøen og Sandnessjøen med hovedkontor i Mo i Rana. Gjennom pasientfokus og samhandling skal helseforetaket sikre et trygt og framtidsrettet tjenestetilbud basert på kvalitet, trygghet og respekt. fra nt z.n o Fullstendige annonsetekster, samt lenke til elektronisk søknadsskjema finnes på helgelandssykehuset.no/jobb Vi ønsker ikke kontakt med annonseselgere! Helgelandssykehuset Mo i Rana, Norge Gastrokirurg/overlege i kirurgi med erfaring innen gastroenterologisk kirurgi Generellkirurgisk seksjon har for tiden fire fast ansatte overleger og to leger i spesialisering. Inngrep som utføres er colektomier (laparotomi/laparoskopisk) ved cancer/benigne lidelser, laparoskopisk cholecystektomi, hernier (åpne/laparoskopisk), pilonidalcyste. Proktologi: hemoroider (HAL-metoden), perianalabscess, anal fissur, analprolaps, sterilisering av menn, fimose, hydrocele. Det utføres gastroskopi og colonoskopi i samarbeid med medisinsk poliklinikk. Nærmere opplysninger om stillingen fås hos avdelingsoverlege Ranveig Aspevik, tlf. + 47 75 12 51 00 / +47 970 19 769. Søknadsfrist 16. mars 2014

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.