Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 57

Læknablaðið - 01.03.2014, Síða 57
LÆKNAblaðið 2014/100 185 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R leghálskrabbameini vegna þess að aldrei hefur verið sýnt fram á gagn- semi hennar hjá einkennalausum konum. Formenn allra norrænu kvensjúkdómafélaganna eru sömu skoðunnar. Bandaríska kvensjúkdóma- félagið (American College of Obstetricians and Gynecologists) er einnig á sömu skoðun. 14. HPV-mælingar hafa verið aðgengilegar á Landspítala að minnsta kosti frá árinu 2008 og stefnt er að tilraunamæl- ingum í samvinnu Krabbameinsfélags- ins og Landspítala á næstu vikum. 15. Að tillögu Krabbameinsfélags Íslands hefur velferðarráðuneytið óskað eftir því við Embætti landlæknis að til- nefndur verði hópur sérfræðinga til að gera heildarendurskoðun á brjósta- krabbameinsleit og leghálskrabba- meinsleit. Breytingarnar sem gerðar voru á leg- hálskrabbameinsleitinni 1. janúar 2014 eru í samræmi við bestu læknisfræðilega þekkingu og eru studdar af öllum sérfræð- ingum í illkynja kvensjúkdómum á Land- spítala. Röksemdir fyrir breytingunum standast því faglega. Ekki hefur verið sýnt fram á fagleg rök fyrir samhæfingu brjósta- og leg- hálskrabbameinsleitar og leit er hvergi skipulögð þannig. Helsta áskorunin nú er að fræða kon- ur þannig að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um að leghálskrabbameinsleit er sjálfsögð heilsuvernd. Einnig ættu ungar konur að íhuga bólusetningu gegn HPV. Regluleg mæting í leghálskrabbameinsleit getur nánast í öllum tilvikum komið í veg fyrir leghálskrabbamein. Um síðustu áramót varð sú breyting á þjónustu Leitarstöðvar Krabbameins- félags Íslands að nú býðst öllum konum á aldrinum frá 23 ára til 65 ára að koma í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti, en áður var leitað á tveggja ára fresti hjá konum á aldursbilinu frá 20 ára til 40 ára og fjögurra ára fresti frá 41-69 ára. Breytingar þessar byggja á miklum rann- sóknum sem gerðar hafa verið á hópleit vegna leghálskrabbameins þar sem áhersla er lögð á að ná jafnvægi milli þess að finna sem flestar forstigsbreytingar og minnka jafnframt óþarfa inngrip. Hér fylgir Ísland í fótspor Norðurlandanna og annarra vestrænna þjóða. Við undirrituð styðjum þessar breyt- ingar á skipulagi leghálskrabbameinsleitar. Við viljum hvetja konur til að mæta í hóp- leitina en flest leghálskrabbamein greinast hjá konum sem hafa mætt stopult í leitina. Einnig viljum við hvetja til bólusetningar gegn HPV, en bólusetningin minnkar verulega líkur á leghálskrabbameini. Katrín Kristjánsdóttir Karl Ólafsson Elísabet A. Helgadóttir Ásgeir Thoroddsen Anna Þ. Salvarsdóttir Höfundar eru sérfræðingar í krabbameinslækningum kvenna. Við styðjum breytt skipulag leghálskrabbameinsleitar Jass Læknabandið Gleðisveit Guðlaugar ætlar að spila norrænan þjóðlagajass á Café Rosenberg laugardaginn 29. mars. Flytjum m.a. lög Moniku Zetterlund og Cornelis Vreeswijk. Byrjum að spila kl.: 22.00. Enginn aðgangseyrir. Leiðrétting Undir mynd af kandídötum frá árinu 1964 sem birt var í febrúarblaðinu leyndist villa í gamalli áletrun. Rétt nafn læknisins er: Örn S. Arnaldsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.