Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Síða 34

Læknablaðið - 01.02.2015, Síða 34
102 LÆKNAblaðið 2015/101 Á skrifstofu Læknafélags Íslands var unnið mikið starf samhliða samninga- viðræðum og ekki síst mæddi verulega á starfsfólki skrifstofunnar þegar verkfall blasti við og meðan á því stóð. Fram- kvæmdastjórinn, Sólveig Jóhannsdóttir, segir að hlutverk félagsins hafi verið að halda utanum þetta viðamikla verkefni sem verkfall lækna á öllum ríkisspítölum og heilsugæslustöðvum landsins hafi verið. „Læknafélagið hefur aldrei farið í verk- fall áður og við vissum í rauninni ekki hvernig til myndi takast. Við vissum þó að læknar væru tilbúnir til að ganga svo langt sem raunin var en það var alls ekki sjálfsagt. Það kom til dæmis alls ekki til greina við kjarasamningagerðina 2011 af hálfu lækna að fara í verkfall. Í þessu felst algjör stefnubreyting og sýnir að þolin- mæði lækna var á þrotum.“ Í aðdraganda verkfallsins var stofnaður aðgerðahópur innan Læknafélagsins sem átti að gera tillögur og áætlun um hvernig „Ekkert fordæmi fyrir verkfalli íslenskra lækna“ – segir Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands „Þetta er fyrsta skrefið í því verkefni að bæta kjör íslenskra lækna til lengri tíma,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður LÍ um kjarasamninginn sem nú liggur fyrir milli Læknafélags Íslands og ríkisins. „Kjör lækna voru orðin með þeim hætti að ekki var raunhæft að reikna með að þau yrðu lagfærð í einu skrefi. En þessi samn- ingur er stórt og mikilvægt skref.“ Stóra spurningin sem liggur í loftinu að loknum þessum samningi er hvort hann verður til þess annars vegar að halda læknum við störf á Íslandi og hins vegar hvort hann muni laða íslenska lækna erlendis til starfa hér heima? „Mér finnst líklegt að hann verði til þess að halda læknum í vinnu hér á landi en hitt er erfiðara að spá í og tíminn verður hreinlega að skera úr um það. Ég hef þó trú á því að þessi bættu kjör muni toga einhverja lækna heim fljótlega.“ Meturðu það þannig að ekki hafi verið hægt að ná lengra í þessari lotu? „Já, við mátum það svo að ekki yrði komist mikið lengra að svo stöddu. Við vorum komin að þeim punkti að þurfa að meta hvort væri skynsamlegra að halda áfram aðgerðum með þeim afleðingum sem það hefði óhjákvæmilega haft í för með sér eða ganga frá samningi.“ Árangurinn af kjaradeilu lækna við ríkið má meta á ýmsa vegu. Þorbjörn segir samstöðu læknastéttarinnar hafa komið sér nokkuð á óvart. „Þarna sýndu læknar ótvírætt að þeir geta staðið saman óháð því hvar þeir standa innan stéttarinnar því læknar skiptast í ólíka hópa eftir aldri, sérgreinum og tekjum. Hagsmunir þeirra fara alls ekki alltaf saman. Læknar eru einnig upp til hópa í eðli sínu einstaklingshyggjumenn og því ekki á vísan að róa þegar kalla á eftir samstöðu. Að sumu leyti getur þetta þvælst fyrir í félagsmálunum þegar allir halda fast við sína skoðun og eru sann- færðir um réttmæti hennar. Það kom því þægilega á óvart hversu algjör og órofin samstaðan var og þetta er líklega eins- dæmi í sögu Læknafélagsins. Samstaðan skilaði okkur þessum árangri og ætti því að vera gott vegarnesti til framtíðarinnar því við munum þurfa að sækja frekari kjarabætur á næstu árum til að rétta hlut íslenskra lækna að fullu.“ Almenningur var einnig á bandi lækna í þessari baráttu sem kom kannski líka á óvart þar sem læknar hafa verið taldir há- tekjuhópur í þjóðfélaginu og því takmörk- uð samúð með kaupkröfum þeirra. „Eflaust kom þar margt til en við gerð- um okkur far um að vera hófstillt í allri framgöngu og lýstum ekki yfir verkfalli fyrr en í lok október eftir að hafa staðið í árangurslausum samningaviðræðum í 9 mánuði. Ég held að fólk hafi skilið sann- girni kröfu okkar að þessar samninga- viðræður yrðu kláraðar. Almenningur skynjaði einnig að við gættum þess að verkfallsaðgerðir ógnuðu ekki öryggi sjúk- linga og að við gengjum þar líka fram af hófsemi og ábyrgð. Verkfallsloturnar voru með hléum á milli og það gekk greiðlega að sækja um og fá undanþágur. En það stefndi vissulega í harðari aðgerðir núna eftir áramótin.“ Í umræðunni um kjaramál lækna og ástand íslenska heilbrigðiskerfisins í að- draganda verkfallsins var gert talsvert mikið úr þeim kostum sem íslenskum læknum bjóðast erlendis. Gagnvart al- menningi var dæminu nánast stillt þannig „Stórt skref til bættra kjara íslenskra lækna“ – segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Verkfall verður auðvitað að hafa áhrif, það verður að bíta, en það má ekki valda skaða eða draga úr öryggi sjúklinga,“ segir Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri LÍ.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.