Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 9

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 9
LÆKNAblaðið 2015/101 9 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Sígarettureykingar breiddust út um heims- byggðina í heimsstyrjöldinni síðari. Þá var lítið vitað um skaðsemi þeirra, en tækni- vædd framleiðsla og markaðssetning sam- fara herflutningunum tryggðu þessum banvæna fylginaut vestrænnar menningar stöðu sem kostað hefur margfaldar mann- fórnir styrjaldarinnar. Nú er rafrettan komin fram á sjón- arsviðið. Ný tækni, ný markaðssetning; sama nikótínið. Nýr bölvaldur eða traustur bandamaður í baráttunni? Hvoru tveggja er haldið fram, svo hverju á að trúa? Allir eru þó sammála um að rannsóknir skorti enn. Orðið rafretta hefur verið notað yfir tæk- ið sem á ensku heitir „electronic cigarette“ eða „e-cigarette“. Þjált orð, en tengir notk- unina augljóslega reykingum. Enskumæl- andi notendur reykja ekki rafrettur heldur nota sögnina „to vape“ dregið af vapour. Heyrst hefur nýyrðið vepja, bæði yfir tækið og athöfnina. Á sama hátt mætti nota orðið eima eða nikótíneima. Rafrettan er rétt rúmlega 10 ára gömul uppfinning og breiddist út um heiminn frá Kína. Þetta er stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi. Vökvinn er annaðhvort própýlen glýkól eða glýseról, með eða án nikótíns. Það kviknar á hitar- anum þegar sogið er í munnstykkið og skammtur af gufu berst ofan í notandann. Rafrettur eru bæði til einnota og marg- nota og hægt að blanda sjálfur bragðefnin í vökvann. Nikótínstyrkur vökvalykjunnar er mismunandi, en yfirleitt á bilinu 6-24 mg. Rannsókn frá 2013 benti til að um helm- ingur fólks á enska málsvæðinu þekkti rafrettur, 8% hefði prófað þær og 3% væru notendur þeirra. Í Bandaríkjunum jókst hundraðshluti rafrettunotenda úr 0,6% árið 2009 í 6,7% árið 2010. Notkunin breiðist sérstaklega mikið út meðal ungmenna, en markaðssetningin er öflug og fer ekki síst um netið og félagsmiðla.1 Viðbrögð yfirvalda og ýmissa lækna- samtaka hafa einkennst af áhyggjum og óvissu. Stefnuyfirlýsing Bandarísku hjarta- læknasamtakanna leggur meðal annars til stangt aðhald við aðgengi barna og ung- linga að rafrettum, mælir með að þær verði settar undir lög um tóbak og leggur til að Matvæla- og lyfjastofnuninni, FDA, verði falið að hafa aukið eftirlit. Enn sem komið nær eftirlit stofnunarinnar með rafrettum aðeins til notkunar við reykingameðferð.2 Sameiginleg stefnuyfirlýsing alþjóða- ráðs lungnalæknafélaga gengur lengra og leggur hreinlega til rafrettubann þar til meira er vitað um heilsufarsleg áhrif, en að öðrum kosti ættu eftirlit og reglur að vera eins og með lyfjum og tóbaki.1 Yfirvöld, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, glíma við að setja rafrettum laga- ramma og má búast við meira aðhaldi og eftirliti þegar á þessu ári. Frá og með 2016 munu rafrettur til dæmis lúta sama eftirliti og lyf í Bretlandi. Á Íslandi falla efni sem innhalda nikótín undir lyfjalög frá 1994 og er innflutningur og dreifing rafretta og íhluta þeirra með nikótíni bannaður. Gagnrýnendur rafretta benda á óviss- una um áhrif þeirra, þar eð rannsóknir skorti. Framleiðslan sé mismunandi og óstöðluð. Vökvinn og eimurinn innihaldi skaðleg efni og nikótínið sjálft sé eitrað í of miklum styrk. Nikótínfíkn gæti breiðst út meðal ungmenna og aukið reykingar. Raf- rettan gæti viðhaldið reykingum og deyft áhugahvöt til reykleysis. Þeir sem hlynntastir eru rafrettunni benda á að hún sé miklu skaðminni en reykingar, hún hjálpi fólki að hætta reyk- ingum og geti í raun verið lykillinn að því að útrýma reykingum með því að verða ofaná í samkeppninni. En hvað vitum við um rafrettuna? Reykingafólk hefur tekið þeim vel og upp- lifir að þær hjálpi við að minnka reykingar eða hætta þeim. Rannsóknir styðja þetta og benda til að rafrettur megi nota til að draga úr skaðsemi nikótínneyslunnar og neyslan virðist ekki fara úr böndunum og aukast eins og óttast var. Reykingar virðast drag- ast saman þar sem rafrettur ná útbreiðslu. Engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið fram og þó rannsóknir sýni ertingu í önd- unarfærum, dregur úr öndunarfæraein- kennum reykingamanna við rafrettunotk- un vegna minni reykinga. Rafrettan virðist hins vegar ekki leysa sígarettuna af hólmi, aðeins 12-14% reykingamanna sem prófuðu hana urðu daglegir notendur.3 Útbreiðsla rafrettunnar meðal reyklausra, sérstaklega ungmenna, er áhyggjuefni og vísbendingar eru um að rafrettur gætu aukið reykingar í þeim hópi. Eimur rafrettunnar inniheldur skaðvænleg efni, en í miklu minna mæli en sígarettureykur og umhverfisáhrif raf- rettunnar felst aðeins í útöndunarlofti not- andans, ekki reyk frá bruna eins og í tilfelli sígarettunnar. Heimsstyrjöldinni er löngu lokið, en stríðið við sígaretturnar stendur enn. Raf- retturnar eru komnar fram á völlinn og hafa breytt vígstöðunni. Nýir möguleikar eru í stöðunni fyrir sjúklinga okkar, en það má hins vegar ekki missa stjórnina í þessu stríði. Mikilvægast er nú að fylgjast vel með öllum hreyfingum og vera tilbúinn til þess sem kannski er erfiðast: að skipta um skoðun. Heimildir 1. Schraufnagel DE, Blasi F, Drummond MB, Lam DCL, Latif E, Rosen MJ, et al. Electronic cigarettes. A position state- ment of the forum of international respiratory societies. Am J Respir Crit Care Med 2014; 190: 611-6. 2. Bhatnager A, Whitsel L, Ribisl KM, Bullen C, Chaloupka F, Piano MR, et al. Electronic cigarettes: a policy statement from the American Heart Association. Circulation 2014; 130: 1418-36. 3. Hajek P, Etter JF, Benowitz N, Eissenberg T, McRobbie H. Electronic cigarettes: review of use, content, safety, effects on smokers and potential for harm and benefit. Addiction 2014; 109: 1801-10. Hans Jakob Beck sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum, MPH Yfirlæknir lungnasviðs Reykjalundar hjabeck@gmail.com The war on smoking: Changing strategic position Hans Jakob Beck pulmonary physician, MPH Medical Director dep. of Pulmonary Rehabilitation Reykjalundur Rehabilitation Centre Breytt vígstaða í stríðinu við reykingar Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir (≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.