Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 15

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 15
LÆKNAblaðið 2015/101 15 þess. Hins vegar reyndist minni munur á fæði yngri og eldri ald- urshópa í núverandi könnun en árið 2002, meðal annars neyslu gosdrykkja og sælgætis, en einnig ávaxta og grænmetis.21 Samt sem áður borða konur á aldrinum 31-60 ára meira af grænmeti og ávöxtum en eldri konur og eins er hlutfall fitu heldur hærra hjá þeim en þeim yngri, eða 37,4E% borið saman við 36,1E%.21 Hugsan- lega má rekja ólík tengsl holdafars hjá yngri og eldri aldurshóp kvenna við mismunandi mataræði og breytileika í mataræði yngri og eldri kvenna utan og innan höfuðborgarsvæðis. Tíðni ofþyngdar og offitu fór ört vaxandi á síðari hluta 20. aldar hér á landi líkt og um heim allan, en frá árinu 2007 hefur hægst á þróuninni eða hún staðið í stað.22,23 Offita, fremur en ofþyngd, hef- ur mun frekar tengst sjúkdómsáhættu eða styttri lífslíkum borið saman við kjörþyngd.24,25 Ofþyngd hefur jafnvel verið tengd betri lífslíkum en kjörþyngd í mörgum rannsóknum.24,25 Í þessari rann- sókn var fjöldi þátttakenda ekki nægur til að hægt væri að skoða offitu sérstaklega, líkamsþyngdarstuðul ≥30 kg/m2, og því tak- markaðist rannsóknin við líkamsþyngdarstuðul ≥25. Er það helsti veikleiki rannsóknarinnar, en algengi offitu hefur aukist hlutfalls- lega meira meðal þjóðarinnar undanfarna áratugi en ofþyngd. Því er ekki hægt að staðhæfa að offita tengist ekki lengur búsetu eða menntun, jafnvel þótt ekki finnist tengsl við líkamsþyngdarstuðul ≥25. Samkvæmt landskönnun á mataræði árið 1990 flokkuðust 8% fullorðinna Íslendinga of feitir (líkamsþyngdarstuðul ≥30 kg/m2), 12% í landskönnun 2002 og 22% samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga 2012.21,23 Á sama tíma hefur hlutfall fullorð- inna yfir kjörþyngd, líkamsþyngdarstuðul ≥25 kg/m2, aukist úr 37% árið 1990 í 64% árið 2012.21,23 Ekki er ljóst hvort, og þá hvernig, breytt samsetning fæðunnar undanfarna áratugi á þátt í þessari þróun. Mataræði Íslendinga, utan sem innan höfuðborgarsvæðis, hefur breyst verulega frá árinu 1990 og hafa flestar breytingarnar þokað fæðinu nær opinberum ráðleggingum um mataræði.26 Má þar nefna aukna grænmetis- og ávaxtaneyslu, þó enn sé langt í land til að markmiðum ráðlegginga sé náð. Mikilvæg undantekn- ing um jákvæða þróun á þessu tímabili er óhófleg gosdrykkja- neysla, einkum meðal ungs fólks.26 Rannsóknir hafa öðru fremur tengt neyslu sykraðra svaladrykkja við offitu en að öðru leyti hefur samsetning fæðu lítið tengst holdafari eða líkum á ofþyngd eða offitu.27-29 Þótt fyrri rannsóknir hafi tengt fituríkt og orkuþétt fæði svipað því sem neytt var utan höfuðborgarsvæðis við auknar líkur á þyngdaraukningu er sambandið ekki skýrt, eins og fram kemur í nýlegri kerfisbundinni yfirlitsgrein.30 Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru yfir kjörþyngd vanmeta gjarnan eigin þyngd.31 Þátttakendur svöruðu sjálfir spurningum um hæð og þyngd og því má gera ráð fyrir að hlutfall fólks yfir kjörþyngd sé hærra en niðurstöður segja til um. Vanmatið hefur þó aðeins áhrif á niðurstöður um tengsl holdafars við menntun og búsetu ef fólk með ólíka menntun eða búsetu vanmetur þyngd sína mismikið. Eins geta mismunandi niðurstöður fyrir eldri og yngri konur hugsanlega átt rót sína að rekja til meira vanmats á þyngd hjá yngri konum sem eru yfir kjörþyngd en þeim eldri. Hliðstæðum aðferðum var beitt við mat á líkamsþyngd og hæð og í fyrri rannsóknum, bæði landskönnunum á mataræði og rannsókn á holdafari íslenskra kvenna. Því eru niðurstöðurnar að öllum líkindum samanburðarhæfar og til þess fallnar að meta þróun í líkamsþyngd milli tímabila. Styrkur rannsóknarinnar felst í ítarlegum gögnum um mat- aræði fólks um allt land sem tengja má við búsetu, menntun, líkamsþyngd og fleiri þætti. Rannsóknin byggir á slembiúrtaki beggja kynja og breiðs aldurshóps. Aðferðin við öflun mataræðis- gagna, tvítekin sólarhringsupprifjun, var valin sem ákjósanlegasta aðferð við landskannanir í samantekt vinnuhóps á vegum Evrópu- sambandsins.32 lokaorð Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við búsetu eru minni en í fyrri rann- sóknum. Hlutfall heildarfitu, mettaðra fitusýra og transfitusýra er lægra í fæði á höfuðborgarsvæði en utan þess, og hlutfall trefja og fjölómettaðra fitusýra er hærra. Enginn munur er á sykurneyslu eftir búsetu. Minni munur er á mataræði eftir búsetu en í fyrri rannsóknum. Menntunarstig tengist lítið sem ekkert líkum á að fólk teljist yfir kjörþyngd hér á landi. R a n n S Ó k n Heimildir 1. World Health Organization. Fact sheet:obesity and over- weight who.int/mediacentre/factsheets/fs311/en/index. html - október 2011. 2. OECD. Health at a Glance: Europe 2010, OECD Publishing. dx.doi.org/10.1787/health_glance-2010-en - október 2011. 3. Thorlacius S, Stefánsson S.B, Steingrímsdóttir L. Algengi offitugreiningar hjá öryrkjum á Íslandi 1992-2004. Læknablaðið 2006; 92: 525-9. 4. Sassi F. Obesity and the Economics of Prevention. Fit not fat. OECD 2010. oecd.org/health/fitnotfat 5. Jokela M, Kivimäki M, Elovainio M, Viikari J, Raitakari OT, Keltikangas-Järvinen L. Urban/rural differences in body weight: evidence for social selection and causation hypotheses in Finland. Soc Sci Med 2009; 68: 867-75. 6. Ard JD, Fitzpatrick S, Desmond RA, Sutton BS, Pisu M, Allison DB, et al.The Impact of Cost on the Availability of Fruits and Vegetables in the Homes of Schoolchildren in Brimingham, Alabama. Am J Public Health 2007; 97: 367- 72. 7. Lawrence FD, Andresen MA, Schmid TL. Obesity rela- tionships with community design, physical activity, and time spent in cars. Am J Prev Med 2004; 27: 87-96. 8. Drewnowski A, Specter SE. Poverty and obesity: the role of energy density and energy costs. Am J Clin Nutr 2004; 79: 6-16. 9. Grossschadl F, Stronegger WJ. Long-term trends in obesity among Austrian adults and its relation with the social gradient: 1973-2007. Eur J Public Health 2012; 23: 306-12. doi: 10.1093/eurpub/cks033. 10. Sassi F, Devaux M, Church J, Cecchini M, Borgonovi F. Education and Obesity in Four European Countries. OECD Health Working Papers 2009; 46 OECD publishing. doi: 10.1787/223688303816. 11. Steingrímsdóttir L, Ólafsdóttir EJ, Jónsdóttir LS, Sigurðsson R, Tryggvadóttir L. Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ. Læknablaðið 2010; 96: 259- 64. 12. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Mataræði og mannlíf. Niðurstöður könnunar á mataræði Íslendinga 1990. Rannsóknir Manneldisráðs Íslands IV, Reykjavík 1991. 13. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ólafsdóttir AS. Hvað borða Íslandingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2002. Helstu niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs Íslands V. Lýðheilsustöð, Reykjavík 2003. landlaeknir.is/servlet/file/ store93/item11603/skyrsla.pdf. 14. World Health Organization, Global database on body mass index. who.int/bmi/index.jsp?introPage=intro_3. html - október 2011 15. Sigurðsson EL, Pálsdóttir K, Sigurðsson B, Jónsdóttir S, Guðnason V. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma meðal fimmtugra á Akureyri og í Hafnafirði. Staða og áhrif einfaldrar íhlutunar. Læknablaðið 2003; 89: 859-64. 16. Svensson E, Reas DL, Sandager I, Nygard JF. Urban-rural differences in BMI, overweight and obesity in Norway (1990 and 2001). Scand J Public Health 2007; 35: 555-8. 17. Seidell JC, Flegal KM. Assessing obesity: classification and epidemiology. B Med Bull 1997; 53: 238-52. 18. Rasmussen LB, Andersen LF, Borodulin K, Enghardt Barbieri H, Fagt S, Matthiessen J, et al. Nordic monitoring of diet, physical activity and overweight. First collection of data in all Nordic Countries 2011. TemaNord 2012:552. Norræna ráðherranefndin 2012. dx.doi.org/10.6027/ TN2012-552. dx.doi.org/10.6027/TN2012-552. 19. Warburton DE, Nicol CW. Health benefits of physical activity: the evidence. CMAJ 2006; 174: 801-9. 20. Embætti landlæknis. Ráðleggingar um mataræði og nær- ingarefni. landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11479/ mataraedi-lowres.pdf 21. Þorgeirsdóttir H, Valgeirsdóttir H, Gunnarsdóttir I, Gísladóttir E, Gunnarsdóttir BE, Þórsdóttir I, et al. Hvað borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011, helstu niðurstöður. Útg. Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Rannsóknastofa í næringarfræði, Reykjavík 2011.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.