Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 30

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 30
30 LÆKNAblaðið 2015/101 Ef rof verður á kransæð sem verið er að víkka, til dæmis vegna þess að stýrivír stingst út úr æðinni, getur blætt inn í gollurshúsið og hjartaþröng (percicardial tamponade) hlotist af.65,66 Áður voru þessir sjúklingar teknir beint í skurðaðgerð en slíkum aðgerðum hefur fækkað mjög. Í staðinn er rofið í kransæðinni þétt að innan- verðu með stoðneti og blóð í gollurshúsi tæmt með kera.65,66 Hjartsláttaróregla er algengur fylgikvilli kransæðavíkkunar, einkum hjá sjúklingum með brátt hjartadrep. Spasmi í kransæð sem verið er að víkka getur einnig valdið blóðþurrð og alvarlegri hjartsláttaróreglu.64 Ekki er óalgengt að sjúklingar fái brjóstverki eftir kransæðavíkkun. Orsakirnar geta verið blóðþurrð vegna segamyndunar á víkkunarstað, lokunar á hliðargrein, æðarofs, eða spasma í æðinni.65,66 Skuggaefni gefið við kransæðamyndatöku getur valdið of- næmisviðbrögðum og truflað nýrnastarfsemi. Sérstaklega þarf að gæta þess að sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi eða sykursýki sé ekki gefið of mikið skuggaefni, en tímabundin væg skerðing á nýrnastarfsemi sést þó oft.65,66 Heilaáfall getur orðið í tengslum við hjartaþræðingar þótt sjald- gæft sé. Æðakölkunarhröngl getur losnað frá ósæðarboga þegar æðaleggir fara þar um og loft eða segar í æðaleggjum geta einnig verið orsakavaldar. Sýkingar í stoðnetum eru afar sjaldgæfar.65,66 Árangur eftir kransæðavíkkun Hér á landi er dánartíðni innan 30 daga eftir kransæðavíkkun, bæði bráða- og valaðgerðir, 0,4% sem þykir mjög góður árangur.65,67 Í rúmlega 90% tilfella tekst að víkka þrengslin með belg og fóðra þau með stoðneti.47,65 Í íslenskri rannsókn reyndust sjálfstæðir for- spárþættir sjúkrahússdauða eftir kransæðavíkkun vera hár aldur, sykursýki, fyrri saga um hjartaáfall, dreifður kransæðasjúkdómur og bráð kransæðavíkkun hjá sjúklingum með kransæðastíflu.47,65,67 Endurþrengsli eru helsta vandamálið eftir kransæðavíkkun og gera oftast vart við sig innan þriggja mánaða, en stundum síðar. Líkur á endurþrengslum og endurteknu hjartadrepi eru meiri hjá sykursjúkum. Því er hjáveituaðgerð kjörmeðferð hjá sykursjúkum með útbreiddan kransæðasjúkdóm.68 Líkur á endurþrengslum 6 mánuðum eftir belgvíkkun voru lengst af um 30-50%. Með til- komu hefðbundinna stoðneta lækkaði tíðnin í 15% og með notkun lyfjahúðaðra stoðneta er hún komin undir 10%.51,69 Nýlega kom á markað ný gerð stoðneta úr lífrænum efnum sem leysast upp á nokkrum vikum en óvíst er um endingu þeirra.70 kransæðahjáveituaðgerð Fyrsta kransæðahjáveituaðgerðin var framkvæmd í Bandaríkjun- um fyrir meira en fjórum áratugum. Íslenskir sjúklingar fóru utan í hjáveituaðgerðir, aðallega til Bretlands, en fyrsta aðgerðin hér á landi var gerð á Landspítalanum í júní 1986. Síðan hafa tæplega 6000 opnar hjartaskurðaðgerðir verið framkvæmdar á Landspítala og eru kransæðahjáveituaðgerðir um tveir þriðju hlutar aðgerð- anna.63 Ábendingar og árangur Helsta ábending kransæðahjáveituaðgerðar er kransæðasjúk- dómur sem tekur til allra þriggja meginkransæða, sérstaklega ef um er að ræða vinstri höfuðstofnsþrengsli eða þrengsli ofarlega í framveggsgrein hjarta (left anterior descending, LAD). Ávinningur af skurðaðgerð í samanburði við önnur meðferðarúrræði hefur reynst mestur hjá sjúklingum með útbreiddan kransæðasjúkdóm sem jafnframt hafa sykursýki og/eða skertan vinstri slegil.71 Yfir- leitt slær kransæðahjáveituaðgerð mjög vel á einkenni og um 90% sjúklinganna verða brjóstverkjalausir. Fjöldi rannsókna, sumar allt að 30 ára gamlar, sem hafa borið saman hjáveitu og lyfjameð- ferð, hafa staðfest góðar langtímahorfur eftir aðgerð.72 Nýrri rann- sóknir hafa síðan borið saman árangur af kransæðavíkkun og hjáveituaðgerð hjá sjúklingum með útbreiddan kransæðasjúkdóm. Fimm ára lifun hefur í flestum rannsóknanna verið áþekk en þörf fyrir enduraðgerðir er hærri í víkkunarhópum, aðallega vegna endurþrengsla á víkkunarstað. Með vaxandi notkun lyfjahúðaðra stoðneta hefur dregið verulega úr endurþrengslum,73,74 enda þótt þau séu enn vandamál, sérstaklega hjá sykursýkisjúklingum.68 Í SYNTAX-rannsókninni var borinn saman árangur kransæðahjá- veitu og kransæðavíkkana með lyfjahúðuðum stoðnetum hjá sjúklingum með þriggja æða sjúkdóm, þrengsli í höfuðstofni, eða hvort tveggja.75 Notað var sérstakt stigakerfi, SYNTAX-skor, byggt á niðurstöðum kransæðamyndatöku. Því útbreiddari og flóknari kransæðasjúkómur, þeim mun hærra skor. Eftir 12 mánuði var dánartíðni svipuð í hópunum (3,5% í hjáveituhópi en 4,4% í víkk- unarhópnum) en einnig samanlögð tíðni dauðsfalla, heilablóð- falla og kransæðastíflu. Vegna endurþrengsla voru enduraðgerðir algengari í víkkunarhópnum (13,5% á móti 5,9%, p=0,001), sem einnig skýrði hærri tíðni stærri áfalla í víkkunarhópnum (17,8% á móti 12,4%, p=0,002). Mestur munur sást á afdrifum sjúklinga sem höfðu hátt SYNTAX-skor, það er flókinn kransæðasjúkdóm.75 Mynd 4. Teikning af kransæðahjáveituaðgerð. Vinstri innri brjóstholsslagæð hefur verið tengd við vinstri kransæð (LAD) og tveir bláæðagræðlingar frá ósæð við aðrar kransæðagreinar. Mynd: Hannes Sigurjónsson. Y f i R l i T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.