Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 36

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 36
36 LÆKNAblaðið 2015/101 b R É f T i l b l a ð S i n S Til ritstjóra Læknablaðsins Þau gleðilegu tíðindi hafa spurst að talsverð umræða hafi orðið á sam- félagsmiðlum um yfirlitsgrein okkar um kransæðasjúkdóm sem birtist í síðasta hefti Læknablaðsins í desember 2014. Umræðan spannst um þá staðhæfingu að kransæðasjúkdómur sé algengasta dánarorsök á Íslandi. Síðustu upplýsingar sem birst hafa um dánarorsakir á Íslandi er að finna á heimasíðu Hagstofunnar og eru frá árinu 2009. Það ár dóu alls 2002 einstaklingar. Sjúkdómar í blóðrásarkerfi orsökuðu 729 dauðs- föll. Þar af dóu 350 úr blóðþurrðarhjartasjúkdómum (kransæðasjúk- dómi) eða 17,5% allra dauðsfalla, og 159 úr heilaæðasjúkdómum. Úr öllum krabbameinum létust 562, þar af 133 úr lungnakrabbameini, 56 úr krabbameinum í eitil- eða blóðmyndandi vef, 50 úr ristilkrabbameini og 36 úr brjóstakrabbameini. Úr öndunarfærasjúkdómum létust samanlagt 175. Í grein okkar kemur fram og er áréttað í ritstjórnargrein Gunnars Sigurðssonar að aldursstöðluð dánartíðni úr kransæðasjúkdómi hafi lækkað mikið á árabilinu 1981-2006 hjá 25-74 ára. Í þeim aldurshópi er kransæðasjúkdómur orsök 15% dauðsfalla hjá körlum, en hlutfall ill- kynja æxlis í barkakýli, barka, berkju eða lunga 10%. Hjá konum 25-74 ára er hlutfall kransæðasjúkdóms 5% dánarorsaka en hlutfall illkynja æxlis í barkakýli, barka, berkju eða lunga 14%, og hlutfall illkynja æxlis í brjósti 9%. Færa má sterk rök fyrir því að þessi lækkun í aldursstaðlaðri dánar- tíðni úr kransæðasjúkdómi sé mikilvægust allra þeirra faraldsfræðilegu upplýsinga sem koma til athugunar í umfjöllun um kransæðasjúkdóm á Íslandi og er mun meiri en í flestum ef ekki öllum öðrum sjúkdómum. Hins vegar skiptir heildardánartalan í öllum aldursflokkum einnig máli og árið 2009 var hún eins og kemur fram í ofangreinum tölum greini- lega hæst af völdum kransæðasjúkdóms í samanburði við aðrar mikil- vægar dánarorsakir. Til dæmis þarf að taka öll krabbamein saman til að fá hærri tölu. Heildardánartalan undirstrikar umfang sjúkdómsins og kröfurnar sem hann gerir til heilbrigðiskerfisins. Með þökk fyrir umræðuna, Tómas Guðbjartsson, Karl Andersen, Ragnar Danielsen, Arnar Geirsson, Guðmundur Þorgeirsson Bréf til blaðsins Flutiform® - stytt samantekt á eiginleikum lyfs Heiti lyfs: Flutiform 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa. Flutiform 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa. Flutiform 250 míkrógrömm/10 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa. Ábendingar: Flutiform er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi: Hjá sjúklingum þar sem ekki hefur tekist að ná fullnægjandi stjórn á einkennum með barkstera til innöndunar og skammvirkum β2-örva til innöndunar „eftir þörfum“. Eða: Hjá sjúklingum þar sem náðst hefur fullnægjandi stjórn á einkennum með því að nota bæði barkstera og langvirkan β2 örva til innöndunar. Flutiform 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti er ætlað fyrir fullorðna og unglinga 12 ára og eldri. Flutiform 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti er ætlað fyrir fullorðna og unglinga 12 ára og eldri. Flutiform 250 míkrógrömm/10 míkrógrömm í úðaskammti er eingöngu ætlað fyrir fullorðna. Skammtastærðir: Til innöndunar. Stilla ber skammtinn í lægsta skammt sem nægir til að hafa góða stjórn á einkennum. Þegar lægsti styrkur af Flutiform gefinn tvisvar á dag er farinn að nægja til að hafa stjórn á astmanum skal endurskoða meðferðina og íhuga hvort lækka skuli skammtinn smátt og smátt yfir í innúðalyf með barkstera einum sér. Flutiform 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa – eingöngu: Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna og unglinga 12 ára og eldri: Flutiform 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa – tveir úðaskammtar tvisvar á dag yfirleitt teknir inn að morgni og að kvöldi. Auka má heildardagskammt af barkstera til innöndunar með því að gefa hærri styrk af þessu samsetta lyfi – þ.e. Flutiform 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifu – tvo úðaskammta tvisvar á dag. Eingöngu fyrir fullorðna: Hækka má heildardagskammtinn enn frekar ef áfram tekst illa að hafa stjórn á astmanum hjá viðkomandi með því að gefa hæsta styrk af þessu samsetta lyfi – Flutiform 250 míkrógrömm/10 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifu – tvo úðaskammta tvisvar á dag. Þessi hæsti styrkur er eingöngu ætlaður fullorðnum og ekki skal nota hann handa unglingum 12 ára og eldri. Börn yngri en 12 ára: Ekki er mælt með notkun Flutiform innúðalyfs, dreifu, hjá börnum yngri en 12 ára; ekki má nota Flutiform fyrir þennan unga aldurshóp. Flutiform 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa – eingöngu: Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna og unglinga 12 ára og eldri: Flutiform 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa – tveir úðaskammtar tvisvar á dag yfirleitt teknir inn að morgni og að kvöldi. Skipta má sjúklingum yfir á lægsta styrk af þessu samsetta lyfi, þ.e. Flutiform 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti, ef náðst hefur nægilega góð stjórn á astmanum. Aðlaga ætti skammt sjúklings að lægsta skammti sem viðheldur virkri stjórn á einkennum. Eingöngu fyrir fullorðna: Hækka má heildardagskammtinn enn frekar ef áfram tekst illa að hafa stjórn á astmanum með því að gefa hæsta styrk af þessu samsetta lyfi –Flutiform 250 míkrógrömm/10 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifu – tvo úðaskammta tvisvar á dag. Þessi hæsti styrkur er eingöngu ætlaður fullorðnum og ekki skal nota hann handa unglingum 12 ára og eldri. Börn yngri en 12 ára: Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan styrk af Flutiform hjá börnum. Ekki er mælt með notkun Flutiform innúðalyfs, dreifu, hjá börnum yngri en 12 ára; ekki má nota Flutiform fyrir þennan unga aldurshóp. Flutiform 250 míkrógrömm/10 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa – eingöngu: Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna: Flutiform 250 míkrógrömm /10 míkrógrömm í úðaskammti innúðalyf, dreifa – tveir úðaskammtar tvisvar á dag yfirleitt teknir inn að morgni og að kvöldi. Skipta má sjúklingum yfir á lægri styrk af þessu samsetta lyfi, þ.e. Flutiform 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti eða að lokum Flutiform 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti, ef náðst hefur nægilega góð stjórn á astmanum. Unglingar yngri en 18 ára og börn: Ekki er mælt með notkun Flutiform innúðalyfs, dreifu, hjá börnum yngri en 12 ára. Ekki skal nota Flutiform hjá svo ungum aldurshópi. Ekki skal nota Flutiform 250 míkrógrömm/10 míkrógrömm í úðaskammti handa unglingum. Hins vegar er lægri styrkur í boði, þ.e. 50 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti eða 125 míkrógrömm/5 míkrógrömm í úðaskammti, sem nota má handa unglingum. Sérstakir sjúklingahópar: Engin þörf er á að aðlaga skammtinn hjá öldruðum sjúklingum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningastærðir og hámarksverð í smásölu (1. desember 2014):50+5míkróg. 120 úðaskammtar: 7.148 kr, 125+5 míkróg 120 úðaskammtar: 9.442 kr, 250+5 míkróg. 120 úðaskammtar: 12.047 kr. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: G Heiti markaðsleyfishafa: Norpharma A/S Frydenlundsvej 30, 2950 Vedbæk Danmörk. Umboðsaðili á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Dags SmPC:27.8.2014. Ef frekari upplýsinga um lyfið er óskað má hafa samband við Icepharma hf. Reykjavík, 18. desember 2014

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.