Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 38

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 38
38 LÆKNAblaðið 2015/101 S a G a l æ k n i S f R æ ð i n n a R Árin 1964 til 1969 vann ég á Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) og kom þá í minn hlut að halda kynningarfyrirlestra um tölvur og tölvunotkun við læknadeild Háskóla Íslands. Nemendur létu lítið sjá sig, enda sjálfsagt haft nóg um að hugsa í náminu, en nokkrir prófessorar voru ótrúlega þolgóðir við að mæta. Minnist ég sér- staklega þeirra Sigurðar Samúelssonar, Ólafs Bjarnasonar, Ás- mundar Brekkan og Tómasar Helgasonar, en fyrir þá vann ég að verkefnum seinna. Mikill skortur var á mönnum í tölvuvæðingu læknisfræðigagna og síðan í tölfræði við úrvinnslu þessara gagna fyrir greinaskrif í alþjóðleg læknisfræðitímarit, ásamt því að skrifa ritgerðir sem hluta af vinnu við að fá sérfræðiréttindi og doktors- ritgerðir, og þróunin varð sú að ég sneri mér sífellt meira að þessu og vann nálega eingöngu á þessu sviði síðustu 20 árin sem ég starfaði (1985-2007). Frá upphafi tölvuvæðingar var ljóst hvílíkt vísindalegt verð- mæti læknisfræðigagna okkar var á alþjóðamælikvarða, þar sem þau náðu í mörgum tilvikum yfir heila þjóð með tiltölulega litla flutninga fólks til og frá landinu. Ég reyndi að vekja athygli á þessu ásamt þeim fjölmörgu læknum sem var þetta fyllilega ljóst og kynna eins og ég hafði tök á, til dæmis á ráðstefnu á Long Is- land rétt utan við New York um krabbamein í afmörkuðum þýð- um (defined populations).1 Mikilvægi þessara upplýsinga eykst eftir því sem lengur er hægt að fylgjast með afdrifum einstaklinganna. Sérstaklega felast miklir möguleikar í samtengingu mismunandi skráa og má nefna sem dæmi samtengingu skoðunarskrár Hjarta- verndar og Krabbameinsskrár, en mikið er vitnað í grein2 um þetta efni. Ólafur Ólafsson land- læknir var mikill áhuga- maður um tölvuvæðingu læknisfræðigagna og barð- ist fyrir því að koma upp upplýsingasafni heilbrigð- iskerfisins (Health Data Bank) á véltæku formi, sem var sama hugmyndin og Kári Stefánsson stefndi árangurslaust að 20 árum síðar. Ólafur kynnti hug- myndina fyrir Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO) og benti á að upplagt væri að nota Ísland til tilrauna á þessu sviði vegna fámennis þjóðarinnar og góðrar skráningar upplýsinga. Þetta varð til þess að hingað komu tveir sérfræðingar á vegum WHO á árinu 1974, dr. E Heas man frá Skotlandi og prófessor P. Reichertz frá Hannover í Þýskalandi. Þeir skiluðu báðir skýrslum um dvölina hér og mæltu eindregið með hugmyndinni. Örn Ingv- arsson samstarfsmaður minn dvaldi vegna þessa í þrjá mánuði í Hannover og Stokkhólmi að kynna sér rekstur upplýsingakerfa og Guðjón Magnússon læknir frá landlæknisembættinu var í þrjá mánuði í Skotlandi. Ég fór á ráðstefnu í Toulouse í Frakklandi sem Reichertz stóð fyrir.3 Ekkert varð úr þessu vegna fjárskorts annað en það að samræmdri skráningu innlagna á spítala var komið á. Nú mun hins vegar skammt í að heildarskrá gagna heilsugæslu- stöðva verði til. Á 9. áratugnum var gríðarlega ör þróun í tölfræðiaðferðum, sem byggðist á möguleikum tölvanna og var óhugsandi án þeirra vegna mikilla útreikninga. Sérstaklega var um að ræða nýjar að- ferðir aðhvarfsgreiningar (lógistisk, Poisson og Cox). Ég fylgdist með þróuninni með því að sækja námskeið á Norðurlöndunum, Frakklandi og Belgíu og útvega mér forritakerfi sem nýttu þessar nýju aðferðir. Uppáhaldskerfið var ástralskt (SPIDA) og innihélt flest sem þurfti. Með PLI-forritunarmálið til þess að forrita með- höndlun á skránum og SPIDA til þess að nota nýjustu tækni við úrvinnslu ásamt gögnum sem ýmist náðu yfir heila þjóð eða til- viljanaúrtak af henni í PC-tölvu minni, hafði ég aðstöðu sem ég er sannfærður um að fannst ekki annars staðar, enda tóku alþjóðleg læknatímarit vel við greinum okkar og eftir 10-20 ár er stöðugt vitnað í sumar þeirra. Tölvan var að sjálfsögðu ekki nettengd til þess að persónuverndaröryggis væri gætt. Tölvuvæðing læknisfræðigagna Helgi Sigvaldason vélaverkfræðingur með doktorsgráðu í aðgerðarannsóknum og tölfræði helgisi@vortex.is Helgi á heimili sínu. Ljósmynd Þorfinnur Skúlason. Tölvusamstæða Krabbameinsskrár árið 1982.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.