Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 40
40 LÆKNAblaðið 2015/101 S a G a l æ k n i S f R æ ð i n n a R inganna. Forritaði ég þá innsláttarforrit í COBOL vegna skjástýr- inganna sem vantaði í PLI. Starfsstúlkur Hjartaverndar sáu um innsláttinn eftir þetta ásamt undirbúningi gagnanna. Sérstaklega vil ég nefna Helgu Helgadóttur sem vann við þetta öll þau 35 ár sem ég sá um skrána. Kransæðastífluskrá Árið 1981 hófst fjölþjóðleg rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar á tíðni kransæðasjúkdóma í 28 löndum. Ísland var eitt þátttökulandanna að frumkvæði Zbigniz Pisa og Ólafs Ólafs- sonar landlæknis og var Hjartavernd falin framkvæmd rannsókn- arinnar hér á landi. Nikulás Sigfússon yfirlæknir Hjartaverndar fól mér að hafa umsjón með tölvuskráningu kransæðastíflutilfella hjá fólki hérlendis. Öll tilfelli 25-74 ára fólks voru skráð: upplýs- ingar úr sjúkraskýrslum, dánarvottorðum og krufningaskýrslum. Einnig voru gerðar þrjár hóprannsóknir (1983, 1988, 1993), þar sem skráðir voru helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóma. Í hvert sinn var boðið 3000 manns.6 Þátttaka var 70%. Þær Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir sáu um undirbúning gagna og innslátt. Fæðingaskrá Árið 1974 fól Ólafur Ólafsson landlæknir mér að sjá um tölvu- vinnslu Fæðingaskrár. Gunnlaugur Snædal og Gunnar Biering yf- irlæknar höfðu hannað eyðublað sem grundvöll tölvuskráningar fæðinga í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Skráningin hófst árið 1972 og hafði Elías Davíðsson séð um að koma upp- lýsingunum á gataspjöld. Ný og endurbætt eyðublöð voru tekin í notkun árið 1975. Ég sá síðan um úrvinnslu skrárinnar fram til 1993. Berta Snædal annaðist undirbúning gagnanna fyrir innslátt sem tölvudeild Landspítalans annaðist. Innihald skrárinnar var, auk félagslegra upplýsinga um foreldra og heilsufar móður, upp- lýsingar um barnið sjálft, hvort sem það var lifandi eða andvana fætt, sjúkdómsgreiningar, og afdrif fyrstu vikuna. Á aðalfundi NOMESKO (Nordisk Medicinal-Statistisk Kommitté) sem haldinn var 1977 var samþykkt að stofna vinnuhóp AFÖD-II (Arbejds- gruppe for medicinsk FÖDselsregistrering) med tveimur til þrem- ur meðlimum frá hverju Norðurlandanna. Íslenska hópnum, þar sem Gunnlaugur var formaður en með honum voru Gunnar og ég, var falið að hafa forystu um söfnun gagna og útgáfu samræmdra upplýsinga úr fæðingaskrám landanna. Tvö slík rit voru gefin út.7,8 Örorkuskrá Árið 1976 fól Björn Önundarson tryggingayfirlæknir mér að tölvu- væða Örorkuskrá Tryggingastofnunar og sá ég um hana og úr- vinnslu úr henni fram yfir 1990, en þá tók SKÝRR að sér vinnslu fyrir Tryggingastofnun almennt og setti upp nýtt kerfi. Í skránni voru helstu félagslegar upplýsingar, örorkuprósentur og orsakir örorku. Ég notaði tölvu SKÝRR fyrir reglubundna uppfærslu skrárinnar og úrvinnslu. Sigurlaug Straumland sá um undirbún- ing gagna fyrir vélvinnslu. Skráning á heilsugæslustöðvum Árið 1975 fórum við Guðmundur Sigurðsson heilsugæslulæknir á Egilsstöðum á NOMESKO-fund í Finnlandi. Á leiðinni á flug- völlum og í flugvélum kynnti Guðmundur fyrir mér hugtakið POMR (Problem Oriented Medical Record) eða heilsuvandamiðuð skráning, sem er aðferð við skráningu samskipta á heilsugæslu- stöðvum og ég kynnti fyrir honum möguleika tölvu í því sam- bandi. Þegar heim var komið var nánast fullmótuð hugmyndin að véltæku skráningakerfi, sem Guðmundur fékk svo stuðning land- læknisembættisins og NOMESKO til þess að prófa.9 Keypt var lítil Wang-tölva fyrir Egilsstaði fyrir innslátt, en þar sem diskur sem var nauðsynlegur til þess að halda utan um skrána og úrvinnslu hennar var býsna dýr, voru upplýsingar sendar daglega yfir síma í tölvu Krabbameinsskrárinnar, unnar þar og sendar til baka. Ekki gekk það vandræðalaust að senda á milli. Ég ætlaði, vegna kostn- aðar að losna við að nota fasttengd mótöld (modem) sem var miklu dýrara en venjulegt talsamband, að nota hljóðtengingu (acoustic coupler), en það gekk alls ekki. Að lokum fundum við skýringuna. Póstur og sími voru ennþá með koladuft í hljóðnemum heyrnar- tækja þótt úti í Evrópu væru komnir smárar í staðinn. Kerfið for- ritaði ég í BASIC, en seinna tók Jón Ingi Jósafatsson við því og forritaði það fyrir PC-tölvur. Kerfið var notað á um helmingi heilsugæslustöðva þegar mest var, en var vanþróað að því leyti að það var ekki nægilega vinnusparandi við pappírsvinnu, enda hugsað fyrst og fremst til þess að halda utan um gögnin og að vinna tölfræðilega úr þeim. Heimildir 1. Sigvaldason H, Tulinius H. Human Health Data from Iceland, Banbury Report 4: Cancer Incidence in Defined Populations, 1980. 2. Tulinius H, Sigfusson N, Sigvaldason H, Bjarnadottir G, Tryggvadottir L. Risk Factors for Malignant Diseases. A Cohort Study on a Population of 22946 Icelanders. Cancer Epidemiol Biomark Prev 1997; 6: 863-73. 3. Landlæknisembættið: Upplýsingasafn heilbrigðiskerfisins, Health Data Bank, Heilbrigðismál, Rit nr. 4 - Incidence in Defined Populations, 1976. 4. Jónasson JG, Tryggvadóttir L. Krabbamein á Íslandi, Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands 50 ára. Krabbameinsfélagið, Reykjavík 2004. 5. Olafsson O, Sigvaldason H, Sigfusson N, Björnsson O, Thorsteinsson Th. Manual for Epidemiological Study of Cardiovascular and some other Chronic Diseases in Iceland, The Icelandic Heart Association – Heart Preventive Clinic, 1969. 6. Tunstall-Pedoe H. MONICA, Monograph and Multimedia Sourcebook, World´s largest study of heart disease, risk factors and population trends 1979-2002. WHO 2003. 7. NOMESKO. Födsler i Norden, Medicinsk Födselsregistrering. 1987; 25. 8. NOMESKO. Births and Infant Mortality in the Nordic Countries. 1993; 39. 9. Sigurdsson G, Magnusson G, Sigvaldason H, Tulinius H, Einarsson I, Olafsson O. „Egilsstadir-Projectet, Problemorientad journal och individbaserat informationssystem för primärvård“. NOMESKO 1980. Fundur með úrvinnslustjórn Hjartaverndar, frá vinstri höfundur, Ottó Björnsson, Nikulás Sigfússon og Davíð Davíðsson. Mynd í eigu Hjartaverndar og er tekin í Lágmúla í kringum 1980. gegn heilablóðfalli/ segareki Forvörn gegn heilablóðfalli / segareki hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist lokusjúkdómum (NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum. Aðeins Eliquis® tengir saman þessa kosti Veldu Eliquis®, eina Xa hemilinn sem sýnt hefur verið fram á að veiti áhrifaríkari vörn gegn heilablóðfalli/segareki með marktækt minni tíðni á meiriháttar blæðingum samanborið við warfarin1. Eliquis® (apixaban), sem ætlað er til inntöku, er beinn hemill á storkuþátt Xa og hefur eftirfarandi ábendingar: • Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. • Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥II)2. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Sjá frekari upplýsingar um lyfið á www. lyfjastofnun.is Heimildir: 1. Granger CB et al. Apixaban versus warfarin in patients with atrial fibrillation.N Engl J Med 2011; 365: 981–992.2. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. Áhrifaríkari vörn PFI141001 samanborið við warfarin1samanborið við warfarin1 Minni tíðni meiriháttar blæðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.