Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 43
(teriflúnómíð) EIN TAFLA, EINU SINNI Á SÓLARHRING1 ÁHRIFARÍK MEÐFERÐ VIÐ KASTAFORMI MS SJÚKDÓMSINS 1. Aubagio SPC 20.10.2014 2. O’Connor P, Wolinsky J, Confavreux C et al. Randomized Trial of Oral Teriflunomide for Relapsing Multiple Sclerosis. N Engl J Med 2011;14:365:1293–303. 3. Confavreux C, O`Connor P, Comi G et al. Oral teriflunomide for patients with relapsing multiple sclerosis (TOWER): a randomized double-blind, placebo-controlled, phase 3 trial. Lancet Neurol 2014; 13: 247-56 Marktæk áhrif á árlega tíðni kasta, viðvarandi aukningu fötlunar og MRI mælikvarða2,3 Þolist vel og öryggi lyfsins er vel þekkt2,3 14 mg tafla LÆKNAblaðið 2015/101 43 ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í Hvernig deyja læknar? Þorbjörn jónsson, formaður orri Þór ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Arna Guðmundsdóttir Björn Gunnarsson Guðrún jóhanna Georgsdóttir Hildur Svavarsdóttir Þórarinn Ingólfsson Fulltrúi FAL er Tinna Harper Arnardóttir Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Bandaríski heimilislæknirinn Ken Murray skrifaði afar athyglisverða grein með þessum titli: „How doctors die“ , sem birtist árið 2013.1 Allir vita að læknar eru dauðlegir eins og annað fólk. Tilfellið er þó að þeir deyja ekki á sama hátt og aðrir að því er virðist. Þessar upplýsingar eru þekktar að einhverju leyti í Bandaríkjun- um en mér er ókunnugt um nokkur gögn um þetta hérlendis. En skyldi vera ástæða til að velta þessu fyrir sér? Læknar vinna við að fresta ótímabær- um dauðsföllum annarra en þegar röðin kemur að þeim sjálfum virðast bandarískir kollegar velja oftar að hafna meðferð eða beita annarri röksemdafærslu fyrir sig sjálfa en þeir gera fyrir aðra. Þeir þekkja sjúkdómshorfurnar, þeir þekkja meðferð- armöguleikana sem eru í boði og þeir hafa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. Hvers vegna nálgast þeir þá verkefnið á annan hátt? Þeir þekkja þau takmörk sem nútímalæknisfræði býr við. Og að sögn Murreys þekkja þeir einnig betur en aðrir hvað það er sem hræðir deyjandi einstak- linga mest: að vera verkjaður og að deyja einn. Þeir hafa jafnvel rætt þessi mál við sína nánustu til að ganga úr skugga um að þegar röðin kemur að þeim verði ekki gengið fram af „hetjuskap“, jafnvel með endurlífgunartilraunum sem geta leitt til þess að viðkomandi lifir einhverja daga í viðbót með brotin rif eða heilaskaða og ófær um að njóta þess viðbótartíma sem keyptur er dýru verði. Enn þann dag í dag kemur fyrir að maður situr fjölskyldufund þar sem þessi umræða reynist vera Íslendingum fram- andi. Náinn ættingi er jafnvel orðinn mjög veikur, annaðhvort af líkamlegum sjúk- dómi eða andlegum, svo sem ellihrörnun af einhverjum toga. Ættingjum er gert ljóst að nútímatæki og tól geti andað fyrir viðkomandi, til dæmis með öndunarvél á gjörgæslu og næringu má gefa með slöng- um og vélum í langan tíma án þess að út úr því komi nokkur lífsgæði. Slík meðferð er að sjálfsögðu gríðarlega dýr í krónum talið en burtséð frá samfélagslegum kostn- aði þarf fyrst og síðast að huga að því hvað er verið að kaupa fyrir peningana. Ef til vill er aðeins verið að fjárfesta í miklum þjáningum. Þjáningum hins veika og þjáningum hans nánustu. Lengja sjúk- dómsferli sem aðeins getur endað á einn veg. Ferli sem læknirinn sjálfur myndi aldrei velja sér eða óska sínum nánustu. Hvað í ósköpunum erum við þá að gera? Læknar eru þjálfaðir til að lina þjáningar, ekki framlengja þær. Vandinn liggur að hluta til í framförum læknisfræðinnar og að hluta í mannlega þættinum. Ímyndum okkur aldraðan einstakling sem komið er með meðvitundarlausan á bráðamóttöku og örvæntingarfull fjöl- skyldan er spurð: „á að endurlífga föður þinn ef hann deyr?“, „á hann að fara á öndunarvél á gjörgæslunni ef hann hættir að anda?“ Auðvitað verður svarið já, gerið allt sem þið getið til að bjarga honum. En kannski er í raun átt við „gerið allt sem er raunhæft”. Hver á þá að ákveða hvað er raunhæft? Hvað hefði hann sjálfur viljað? Engin leið er að vita það nema hafa rætt málin áður eða það sem er enn betra, hafa rætt þetta og skrifað niður vilja sinn. Mér verður oft hugsað til þýsku ferða- konunnar sem hneig niður skyndilega á ferðalagi sínu um landið. Hún var flutt meðvitundarlaus í sjúkrabíl á Land- spítala þar sem öll hennar líffæri biluðu af völdum blóðsýkingar. Hún komst ekki til meðvitundar á ný. Þegar farið var að grennslast fyrir um ættingja kom í ljós að hún átti engan að. Enga ættingja. Í ljós kom að sú þýska hafði gert svokallaða „Li- ving will“ (lífsviljaskrá), það er nákvæma skrá um vilja sinn ef til slíks kæmi. Þar hafði hún farið í gegnum hvert einasta til- vik, svo sem ef hún fengi heilablóðfall, ef hún gæti ekki nærst sjálf, ekki tjáð sig eða borið sig um, þá vildi hún ekki fá næringu um æð eða með sondu, hún vildi ekki vera á öndunarvél né heldur láta endurlífga sig. Farið var að öllum hennar óskum og hún lést fáeinum dögum síðar. Hluti vandans eru óraunhæfar vænt- ingar almennings um hversu miklu verður áorkað þegar horfur eru takmarkaðar. Þá getur líka verið auðvelt að misskilja ásetning læknisins og túlka uppástungur hans um meðferðartakmarkanir sem leið til að minnka vinnuálagið, spara tíma eða fjármuni. Læknar eru misgóðir í samskiptum og þessa hæfileika þarf að kenna og þjálfa. Þessi mál þarf að ræða af mikilli hrein- skilni og gera öllum ljóst að ekki verði komist lengra. Læknar ofmeðhöndla ekki sjálfa sig, til þess þekkja þeir afleiðingarn- ar of vel. Þeir velja fremur að deyja með reisn. Opnum þessa umræðu og munum að stundum er betra að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang. 1. Murray K. How doctors die. J Miss State Med Assoc 2013; 54; 67-9. Stjórn lÍ 2014 arna Guðmundsdóttir Innkirtlalæknir arnagu@landspitali.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.