Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2015/101 49 U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R sjúklingum koma saman við rúm hvers sjúklings á hverjum morgni og þar fer fram samtal þeirra með þátttöku sjúklings- ins og ástvina hans ef þeir kjósa svo. Þegar þessum fundi er lokið vita allir hvað mun gerast til næsta morguns, og allir hafa sömu upplýsingarnar. Til að fyrirbyggja misskilning er þetta gerólíkt hinum hefð- bundna stofugangi sem stundum minnir á skrúðgöngu með eintali þess hæstsetta. Hér erum við að tala um teymi starfs- manna þar sem allir hafa rétt til að leggja til málanna en um leið er mikilvægt að umræðan sé skipuleg svo aðalatriðin séu skýr og tíminn vel nýttur.“ Stein segir gesti þeirra deilda sem tekið hafa upp þetta nýja skipulag hafa orð á því að þar sé andrúmsloftið rólegra og mun minni hávaði. „Við höfðum ekki áttað okkur á þessu sjálf en þetta er rétt. Það má líkja þessu við að erill og hávaði sem áður líktist brautarstöð er nú eins og á venjulegu heimili. En dagskipulagið er þannig að um hádegi hafa allir sjúklingar fengið skýrt yfirlit um hvað muni fara fram þann daginn, frá lækninum í návist hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðis- starfsmanna. Það sem eftir lifir dags eru allir samtaka um að fylgja eftir þessum leiðbeiningum. Allir vita hvað til stendur. Þetta er lykillinn að þessari nýju nálgun.” Hægjum skipulega á okkur Stein segir fyrstu viðbrögð allra starfs- manna við þessari nýju nálgun vera hina sömu. „Þau segja að við hljótum að vera að grínast. Það sé enginn tími til að standa í svona umræðum við rúm sjúklingsins, það sé svo mikið að gera og tíminn svo naumur að þetta sé ekki hægt. Það er misskilningur. Þetta er ekki hugsað sem viðbót við það verklag sem fyrir er heldur algjörlega breytt verklag. Það kemur í ljós að með því að leggja tíma í þetta að morgni dags sparast meiri tími þegar líður á daginn. Það sem þetta snýst fyrst og fremst um er að morgunfundurinn við rúm sjúklingsins sé skipulagður og án allra málalenginga. Við köllum þetta SIBR (Structured Interdisciplinary Bedside Round). Sjúkrahús sem vinnustaðir hafa í rauninni aldrei verið skipulögð á þann hátt að henti sjúklingum og starfsmönnum. Sjúkrahús hafa þróast sem staðir þar sem veikt fólk er lagt í rúm til meðferðar og starfsmenn með ýmsa kunnáttu gera skyldu sína samkvæmt þjálfun og kunnáttu sinni. Í samanburði við aðrar starfsgreinar hefur starfsemi sjúkrahúsa ekki verið hönnuð og skipulögð á sama hátt. Að þessu leyti eru sjúkrahús eftirbátar annarra starfsgreina í nútímasamfélagi. Spyrja má hvers vegna við erum að velta þessu fyrir okkur núna. Svarið felst að nokkru leyti í því að starf- semi sjúkrahúsa hefur aukist, sjúklingum fjölgar og meðferð þeirra oft mjög flókin. Við þessar aðstæður reynist vinnuaðferðin bæði tímafrek og óskilvirk. Allir eru að reyna bjarga sér og við þær aðstæður dregur úr samskiptum og persónulegri meðferð sjúklings. Með því að hægja á okkur skipulega og meðvitað, aukum við afköstin og líðan bæði starfsfólks og sjúklinga batnar verulega.” allir græða á þessu Tölfræðin styður þetta að sögn Stein en dánartíðni sjúklinga hefur lækkað um allt að 20-50% á deildum sem tekið hafa upp þetta umönnunarmódel. „Það eru stærstu fréttirnar. Kostnaður hefur lækkað og legutími sjúklinga styst. Það er í rauninni ekkert neikvætt við þetta nema afstaða starfsmanna þegar þetta er kynnt fyrir þeim í byrjun. Flestir segja þetta einfald- lega of erfitt, og það er rétt, það er erfitt að breyta starfsháttum, upplýsingaflæði og samskiptum á milli fólks. En þegar þessi þröskuldur er yfirstiginn vill enginn snúa til baka í gamla farið. Breytinguna þarf að skipuleggja og undirbúa vandlega og við höfum nýtt okkur nýjustu aðferðir stjórnunarfræðanna um breytingastjórnun með mjög góðum árangri. Samtímis þarf að innleiða breytta verkefnastjórnun og þetta tvennt skilar ótvíræðum árangri. Það er ekki hægt að ætlast til þess að læknar og hjúkrunarfólk bæti slíku á sig heldur þurfa að koma til utanaðkomandi verk- efnastjórnendur sem leiða breytinguna og fylgja henni eftir.“ Tólf fylki Bandaríkjanna hafa tekið þetta upp á yfir 50 sjúkrahúsum og einnig hafa þrjú fylki Ástralíu tekið kerfið upp. Árangurinn er mjög góður að sögn Stein og boðskapurinn er að breiðast út. „Það eru fjögur ár síðan við hófum þetta starf svo segja má að undirtektir hafi verið mjög góðar. Sífellt fleiri sjúkrahús bætast í hóp- inn og það er einfaldlega allra hagur, bæði sjúklinga og starfsfólks. Að ekki sé minnst á þá sem halda utan um peningana. Þeir sjá hag í þessu líka. Það skiptir máli því svona breytingar er ekki hægt að fram- kvæma án stuðnings stjórnar sjúkrahús- anna,” segir Jason Stein að lokum. „Með því að hægja á okkur skipulega og meðvitað aukum við afköstin og líðan starfsfólks og sjúklinga batnar verulega,” segir Jason Stein yfirlæknir á Emory-háskóla- sjúkrahúsinu í Atlanta í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.