Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 54

Læknablaðið - 01.01.2015, Page 54
Sævar Guðbjörnsson útlitsteiknari Læknablaðsins hóf störf við blað- ið árið 2000. Upphaflega var hann að leysa Þröst Haraldsson blaða- mann og útlitsteiknara blaðsins af, er hann fór í ársleyfi. Sævar var enginn nýgræðingur í blaðamennsku. ,,Ég hef verið í blaða- mennsku frá árinu 1977 þegar ég byrjaði að vinna á Þjóðviljanum og hef verið að síðan þá. Ég var í Noregi á blaðamannaháskóla og síðan fjögur ár á Dagbladet. Árið 1985 kom ég heim til Íslands hóf þá starf sem blaðamaður og útlitshönnuður á Þjóðviljanum, Þjóðlífi, Vikunni og víðar. Þegar Þjóðviljinn lagði upp laupana árið 1992 fór ég að vinna sjálfstætt í lausamennsku. Síðan þá hef ég rekið mitt eigið fyrirtæki, Blaðasmiðjuna En það fyrirtæki hefur í yfir 20 ár annast útgáfu á tímaritum og fréttabréf fyrir ýmis félagasamtök og stofnanir. Frá 2007 hef ég verið í föstu hálfu starfi hjá Læknablaðinu, byrjaði reyndar sem verktaki í eitt ár og hef getað unnið við önnur verkefni samhliða því. Það hentar mér ágætlega. Læknablaðið er allt öðru vísi en önnur blöð sem ég hef unnið við. Umbrot á fræðigreinum er mun vandasamara en gengur og gerist í venjulegri blaðamennsku. Það er mikið um töflur og alls konar efni sem þarf sérstakrar meðhöndlunar við. Áður en ég fór að vinna á Læknablaðinu hafði ég ekki heyrt talað um ritrýndar greinar en ég fór fljótlega að átta mig á því hversu mikið þarf að leggja upp úr að vanda allan frágang við þær, til að mynda að ganga úr skugga um að allar heimildir séu réttar. Það er gaman að kynnast vísinda- heiminum, hvernig hann hugsar og hvernig gengið er frá efni sem þaðan kemur. Að öðru leyti er þetta auðvitað hefðbundin blaða- mennska og það ríkir sérstaklega góður vinnuandi í húsinu. Ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki og góðum vinnufélögum, bæði á Læknablaðinu og hjá Læknafélaginu, sem við erum í sambýli við. Það var auðvelt að detta inn í læknakúltúrinn en ég hætti fljótlega að lesa fræðigreinarnar því ég var alltaf kominn með alla kvillana. Maður hlífir sjálfum sér við því.“ Það er líf utan vinnu hjá Sævari eins og öðrum. Hann spilar bridge og badminton við félagana og hefur gaman af útiveru, göngum og skíðaiðkun með fjölskyldunni. Það er þó ekki aðal- áhugamálið. ,,Ég smíða mikið og helsta áhugamálið undanfarin ár hefur verið að byggja sveitasetur fyrir fjölskylduna undir Eyja- fjöllum.“ Hafa eldgos ekkert truflað hann í því? ,,Þessi tvö gos sem hafa komið þar eru bara lífsreynsla.“ Hætti að lesa greinarnar þegar hann fékk alla kvillana 54 LÆKNAblaðið 2015/101 Læknadagar eru í góðum höndum R Á Ð S T E F N U R | F U N D I R | V I Ð B U R Ð I R Skógarhlíð 12 105 Reykjavík Sími 585-4300 conferences@icelandtravel. is | conferences.is conferences.is Iceland Travel Ráðstefnur hefur haldið utan um skipulag Læknadaga til margra ára. Iceland Travel Ráðstefnur sérhæfir sig í skipulagningu, undirbúningi og utanumhaldi ráðstefna og funda. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar er hægt að nálgast í síma 585-4200 eða á heimasíðunni www.conferences.is. IS /L R/ 04 14 /0 17 9 Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna NovoNordisk. A 10 BX 07. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Heimildir 1. Pratley R, Nauck M, Bailey T, et al; for the 1860-LIRA-DPP-4 Study Group. One year of liraglutide treatment offers sustained and more glycaemic control and weight reduction compared with sitagliptin, both in combination with metformin, in patients with type 2 diabetes: a randomised, parallel-group, open-label trial. Int J Clin Pract. 2011; 65(4):397-407. 2. Flint A, Kapitza C, Zdravkovic M. The once-daily human GLP-1 analogue liraglutide decreases appetite and energy intake in patients with type 2 diabetes mellitus. Diabetes Obes Metab. In press. Version 15; 2012 3. Victoza® (liraglutid) SPC, April 2014 C T1 ATC-nr.: A10B X07 Innihaldslýsing: Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Ábendingar: Victoza er ætlað til meðferðar á fullorðnum með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri í samsettri meðferð með blóðsykurslækkandi lyfjum til inntöku og/eða grunninsúlíni þegar þau, ásamt mataræði og hreyfingu, veita ekki fullnægjandi stjórn á blóðsykri. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Til að auka þol meltingarfæra er upphafs- skammturinn 0,6 mg af liraglútíði á sólarhring. Eftir a.m.k. viku á að auka skammtinn í 1,2 mg. Búast má við því að sumir sjúklingar hafi ávinning af því að auka skammtinn úr 1,2 mg í 1,8 mg og með hliðsjón af klínískri svörun má auka skammtinn í 1,8 mg eftir a.m.k. eina viku til að bæta blóðsykurstjórnun enn frekar. Ekki er mælt með sólarhringsskömmtum sem eru stærri en 1,8 mg. Victoza má bæta við metformín meðferð sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og tíazólidíndíóni. Halda má áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og tíazólidíndíóni. Victoza má bæta við meðferð með súlfónýlúrealyfi sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni. Þegar Victoza er bætt við meðferð með súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni má íhuga að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins eða grunninsúlínsins til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun. Ekki er nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð Victoza. Við upphaf samsettrar meðferðar með Victoza og súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni gæti á hinn bóginn reynst nauðsynlegt að sjúklingur fylgdist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð súlfónýlúrealyfsins eða grunninsúlíni. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar (> 65 ára): Ekki er þörf á skammtaaðlögun vegna aldurs. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá sjúklingum sem eru ≥ 75 ára. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínút- hreinsun 60 90 ml/mín.). Mjög takmörkuð reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínút- hreinsun 30 59 ml/mín.) og engin reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með verulega skerðingu á nýnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Sem stendur er ekki hægt að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða verulega skerðingu á nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Reynsla af meðferð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, á hvaða stigi sem er, er of takmörkuð til að hægt sé að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með væga, miðlungsmikla eða verulega skerðingu á lifrarstarfsemi. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Victoza hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Ekki má gefa Victoza í bláæð eða í vöðva. Victoza á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, óháð máltíðum og það má gefa undir húð á kvið, læri eða upphandlegg. Skipta má um stungustað og tímasetningu án þess að aðlaga skammta. Hins vegar er mælt með því að gefa Victoza inndælingu á u.þ.b. sama tíma dags þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur í september 2014. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningastærð(ir): Tveir pennar í pakka. Hver penni inniheldur 3 ml lausn með 6 mg/ml. Hver penni er því 15 skammtar miðað við 1,2 mg/skammt eða 10 skammtar miðað við 1,8 mg/skammt. Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): R Verð (samþykkt hámarksverð, 1. desember 2014): 6 mg/ml, 3 ml x 2 pennar. Kr. 21.233. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: O. Merkt lyf. U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.