Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 15
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 15
FRÉTTIR
Opin kerfi eru 20 ára um þessar
mundir. Af því tilefni efndi
félagið til ráðstefnu í Öskju,
Náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands, fimmtudaginn 12. maí sl.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra ávarpaði ráðstefnu-
gesti. En við stofnun félagsins
fyrir 20 árum ávarpaði þáverandi
forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson gesti.
Fyrir 20 árum gaf Hewlett-
Packard (HP) Háskóla Íslands
öfluga tölvu í tilefni opnunar
útibús Hewlett-Packard á
Íslandi. Því þótti við hæfi að gefa
Háskólanum aðra gjöf í tilefni
afmælisins núna.
Frosti Bergsson, fjáfestir og
einn af stofnendum félagsins,
fór yfir sögu félagsins. Frá því að
vera lítið útibú Hewlett-Packard
í eitt framsæknasta fyrirtæki í
upplýsinga- og tæknigeiranum
á Íslandi, með mikla áherslu á
fjárfestingar í upplýsingatækni
jafnt á íslenskum markaði sem
erlendum.
Opin kerfi 20 ára
Gylfi Árnason,
forstjóri Opinna
kerfa Group, Frosti
Bergsson, fjár-
festir og forstjóri og
stjórnarformaður
félagsins í 19 ár, og
Agnar Már Jónsson,
forstjóri Opinna
kerfa ehf.
Frosti Bergsson, fjárfestir og einn stofnenda Opinna kerfa,
Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, Ragnar Öndunarson,
forstjóri Kreditkorta, og Bernard Meric, forstóri HP í Evrópu, Mið-
Austurlöndum og Afríku.
Afmælisráðstefna Opinna kerfa var haldin í Öskju, Náttúrufræðihúsi
Háskóla Íslands.