Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 16
FRÉTTIR
16 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5
Fulltrúar þeirra fyrirtækja á Norðurlöndum sem hlutu verðlaun fyrir fjárfestatengsl á hátíðinni á Nordica.
Kaupþing banki og Nýherji voru
þau íslensku fyrirtæki sem hlutu
verðlaun fyrir bestu fjárfesta-
tengslin á árlegri verðlaunahátíð
fagtímaritsins IR Magazine í
Bretlandi. Verðlaunin nefnast
„IR Nordic Awards“ og eru veitt
fyrirtækjum á Norðurlöndunum
fyrir góð fjárfestatengsl.
Afhending verðlaunanna fór fram
á Nordica hóteli. IR Magazine í
Bretlandi stóð fyrir hátíðinni að
undangenginni könnun meðal
greiningaraðila og sjóðsstjóra á
Norðurlöndunum.
Íslensk félög voru tilnefnd
til verðlauna í tveimur flokkum
að þessu sinni. Fremst í flokki
minni félaga (Best Small Cap
Icelandic Company) og fremst
í flokki meðalstórra og stórra
félaga (Best Large and Mid Cap
Icelandic Company). Þau félög
sem tilnefnd voru í flokki stórra
og meðalstórra félaga voru
Íslandsbanki, Kaupþing banki og
Össur. Auk FL Group voru Marel
og Nýherji tilnefnd í flokki minni
félaga.
Í tengslum við hátíðina hélt
Félag um fjárfestatengsl (FFT)
árlega norræna ráðstefnu um
fjárfestatengsl undir yfirskrift-
inni „The Global Village of IR“.
Ráðstefnuna sóttu hátt í 200
íslenskir og erlendir gestir sem
koma að upplýsingagjöf á verð-
bréfamarkaði. Erlendir og inn-
lendir aðilar fluttu fróðleg erindi
um ýmislegt er varðar fjárfesta-
tengsl og þótti ráðstefnan takast
mjög vel.
Kaupþing banki og Nýherji verðlaunuð
Frá verðlaunaafhendingunni. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja,
Guðný Arna Sveinsdóttir frá Kaupþingi banka, Áslaug Pálsdóttir, sem afhenti verðlaunin fyrir hönd AP almannatengsla, og
Jónas Sigurgeirsson frá Kaupþingi banka.