Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 16

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 16
FRÉTTIR 16 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Fulltrúar þeirra fyrirtækja á Norðurlöndum sem hlutu verðlaun fyrir fjárfestatengsl á hátíðinni á Nordica. Kaupþing banki og Nýherji voru þau íslensku fyrirtæki sem hlutu verðlaun fyrir bestu fjárfesta- tengslin á árlegri verðlaunahátíð fagtímaritsins IR Magazine í Bretlandi. Verðlaunin nefnast „IR Nordic Awards“ og eru veitt fyrirtækjum á Norðurlöndunum fyrir góð fjárfestatengsl. Afhending verðlaunanna fór fram á Nordica hóteli. IR Magazine í Bretlandi stóð fyrir hátíðinni að undangenginni könnun meðal greiningaraðila og sjóðsstjóra á Norðurlöndunum. Íslensk félög voru tilnefnd til verðlauna í tveimur flokkum að þessu sinni. Fremst í flokki minni félaga (Best Small Cap Icelandic Company) og fremst í flokki meðalstórra og stórra félaga (Best Large and Mid Cap Icelandic Company). Þau félög sem tilnefnd voru í flokki stórra og meðalstórra félaga voru Íslandsbanki, Kaupþing banki og Össur. Auk FL Group voru Marel og Nýherji tilnefnd í flokki minni félaga. Í tengslum við hátíðina hélt Félag um fjárfestatengsl (FFT) árlega norræna ráðstefnu um fjárfestatengsl undir yfirskrift- inni „The Global Village of IR“. Ráðstefnuna sóttu hátt í 200 íslenskir og erlendir gestir sem koma að upplýsingagjöf á verð- bréfamarkaði. Erlendir og inn- lendir aðilar fluttu fróðleg erindi um ýmislegt er varðar fjárfesta- tengsl og þótti ráðstefnan takast mjög vel. Kaupþing banki og Nýherji verðlaunuð Frá verðlaunaafhendingunni. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, Guðný Arna Sveinsdóttir frá Kaupþingi banka, Áslaug Pálsdóttir, sem afhenti verðlaunin fyrir hönd AP almannatengsla, og Jónas Sigurgeirsson frá Kaupþingi banka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.