Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 23

Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 23
Hafnarstræti 83-85, með öllu tilheyrandi. En fyrir lá að fasteigna- félagið Stoðir vildi kaupa þær. Þar var um að ræða stærstu fjár- festingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi í langan tíma eða um 500 milljónir króna. Nafni félagsins, sem átti fasteignirnar, var í kjölfarið breytt í Fasteignafélag Greifans ehf. og ráðist var í miklar endur- bætur á húsnæði hótelanna. „Jú, þetta var stór ákvörðun,“ segir Páll Lárus en neitar því að erfitt hafi verið að fá fjárfesta inn í þennan geira. „Það hefði senni- lega enginn hlustað á okkur á fyrsta ári því hér hafði verið taprekstur áratugum saman. En við vorum búnir að sanna okkur, skapa okkur nafn og trúðverðugleika í bankakerfinu. Það stóð því ekki á fjármögnun og það frá fleiri en einum banka.“ Hótelrekstur frekar en veitingar Auk ofangreindra fasteigna á Eignarhaldsfélagið Greifinn fasteignina að Glerárgötu 20 þar sem veitingastaðurinn er til húsa, ásamt skrifstofum og Endurhæfingarstöðinni, sjúkra- þjálfun, sem einnig er eigu félagsins. Hlynur segir að aðalkosturinn við að eiga húsnæði í hótelrekstri sé fyrst og fremst sá að hafa húsbóndavaldið gagnvart viðhaldi og rekstri. „Þá er bara við sjálfan þig að semja og maður þarf hvorki að eyða tíma né fyrirhöfn í ræða það við fjárfesta,“ segir hann og Páll Lárus kinkar kolli og bætir við: „Já, eða eltast við misviljuga leigusala. Við höfum haft það á stefnuskránni að skoða kaup á fast- eignum sem við höfum haft á leigu í nokkurn tíma ef rekstur er að bera sig í viðkomandi húseign og leigja þá sjálfum okkur, því það er á margan hátt auðveldara. Geti fyrirtækið sýnt fram á traustan rekstur þá stendur ekki á fjármagni til slíkra kaupa.“ Vöxtur Eignarhaldsfélagsins hefur nánast verið bein lína upp sé horft til veltutalna frá stofnun þess. „Árið 1998 velti Veitingahúsið Greifinn um 130 milljónum. Þegar við tókum yfir veitingarekstur Hótels KEA nánast tvöfaldaðist veltan,“ segir Hlynur. „Þegar Eignarhaldsfélagið Greifinn hf. tók við hótel- rekstrinum árið 2000 var velta félagsins nálægt 400 milljónum. Á yfirstandandi ári gerum við ráð fyrir að veltan verði nálægt 800 milljónum og á því næsta um 900 milljónir. Hjá okkur starfa um 150-160 manns í um 100 stöðugildum.“ Aukinn áhugi á hótelrekstri Á hótelunum sex eru samtals 275 gistiherbergi ásamt veitinga- og ráðstefnusölum fyrir allt að 300 manns. Greifarnir segja sóknarfærin liggja víða en þeir hafi fyrst og fremst áhuga á hótelrekstri jafnvel þótt vel hafi gengið í veitingarekstri og það eru ástæður fyrir því. „Veitingarekstur krefst að mörgu leyti meiri vinnu, viðveru og yfirlegu en hótelrekstur. Þar eru kröfur er varða vöru og þjónustu að mörgu leyti bæði fleiri og viðkvæmari og þættir eins og nýting á hráefni skipta miklu máli. Það þarf mjög að beygja sig eftir krón- unum í veitingarekstri án þess að ég sé að gera lítið úr annars konar rekstri,“ segir Páll Sigurþór Jónsson, yfirmaður veitingasviðs Keahótel ehf. „Við rekum veitingastaðina á Hótel Kea og Hótel Gíg. Á öðrum hótelum Keahótela eru það sjálfstæðir rekstraraðilar sem sjá um „Á meðan enginn okkar býr eða vill búa í Reykjavík þá verður enginn veitingastaður undir merkjum Greifans opnaður í höfuðborginni. Það er ekki hægt að fjarstýra veitingastað.“ F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 23 PÁLL SIGURÞÓR JÓNSSON 39 ára. Yfirmaður veitingasviðs Keahótela ehf. Stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og matreiðslumeistari. Páll Sigurþór kom inn í Veitingahúsið Greifann árið 1992. Hann er fæddur á Akureyri, en uppalinn á Dalvík. SIGURBJÖRN SVEINSSON 35 ára. Framkvæmdastjóri Veitingahússins Greifans hf. Hann er framleiðslumeistari að mennt. Sigurbjörn gekk inn í Veitingahúsið Greifann árið 1996. Hann er fæddur og upp- alinn í Grýtubakkahreppi, við Grenivík. ÍVAR SIGMUNDSSON 63 ára. Yfirmaður fasteigna- og áhaldasviðs. Hann er rafvirki að mennt og kom til liðs við Veitingahúsið Greifann hf. árið 1996. Hann er borinn og barn- fæddur Akureyringur og var lengi framkvæmdastjóri Skíðastaða í Hlíðarfjalli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.