Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 26

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 26
FORSÍÐUGREIN 26 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 „Okkur þótti vissulega vænt um þá viðurkenningu og hún hvatti okkur til frekari dáða,“ segir Ívar og bætir kíminn við: „Þessi viðurkenning hefur reyndar ekki verið veitt síðan.“ - Stefnið þið á frekari hótelumsvif? „Við höfum verið í hægri en stöðugri sókn síðustu fimm ár og við höfum vissulega áhuga á að fjölga hótelum en ekki síður að koma að rekstri annarra hótela með þjónustu- samningum, þ.e. að taka þau inn í okkar sölu- og bókunarkerfi. Það er ekki síst í Reykjavík sem við horfum til framtíðar enda ferðamannastraumurinn þar stöðugri allan ársins hring, en við erum líka með augun á landsbyggðinni,“ segir Páll Lárus. - Verða aldrei árekstrar um stefnumótunina þegar eigendurnir eru svona margir? „Það er afar sjaldan. Þetta er einstakt teymi. Við erum í þessu af lífi og sál, við erum ekki bara fjárfestar og þetta er ekki bara vinnan okkar, heldur líka áhugamál,“ segir Hlynur. Páll Sigurþór bætir við: „Það er einn af styrkleikum fyrirtækisins að vera með starfandi eigendur, þetta er fyrirtæki með sál. Hver og einn hefur ennfremur vel afmarkað verksvið innan fyrirtækisins þannig að það kemur sjaldan til árekstra.“ Um hve stór eignarhlutur hvers og eins í fyrirtækinu er vilja þeir ekki tjá sig. „Hann er mismikill. Enda komu menn á misjöfnum tíma inn í fyrirtækið og við höfum aldrei verið að flíka hlut hvers og eins,“ segir Hlynur. „Við höfum það fyrir fastan sið að hittast einu sinni í viku þar sem við förum yfir reksturinn í hverri og einni deild, hvað þar er að gerast, hvernig hefur gengið og hvað sé á döfinni. Á þessum fundum eru allar stærri ákvarðanir ræddar og teknar og það koma allir jafnt að ákvarðanatöku án tillits til eignarhluta.“ Það er vissulega margt sérstakt við samstarf fimmmenninganna. Það leynir sér ekki að þeir eru góðir vinir og félagar, það er stutt í kímnina og hláturinn. Framundan eru spennandi tímar. Norðlensku spútníkarnir í hótelgeiranum eru með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að hafa hertekið, með góðfúslegu leyfi, hótel hótelanna í sjálfri höfuðborginni. Innrásin er engin leiftursókn. Herinn virðist vel útbúinn til þess að sækja enn frekar fram. Styrkur Keahótela og annarra fyrirtækja Eignarhaldsfélagsins felst ekki síst í öflugu tölvuveri sem hýst er í fyrirtækinu sjálfu og tölvuþekkingu innan fyrirtækisins. Þú finnur það á sumrin í garðinum heima hvað það er gott að hafa trausta undirstöðu. Vínarsteinn er vinsæll hjá þeim sem vilja ná fram náttúrulegum áhrifum, t.d. í görðum og göngustígum. Fjölbreytt lögun og mynstur opnar þér endalausa möguleika. Komdu og skoðaðu úrvalið í Fornalundi og pantaðu nýja og glæsilega handbók í síma 800 5050 eða á www.bmvalla.is. Fornalundur 110 Reykjavík : 585 5050 Suðurhrauni 6 210 Garðabæ : 585 5080 V/Súluveg 600 Akureyri : 460 2200 Ægisgötu 6 730 Reyðarfirði : 477 2050 Höfðaseli 4 300 Akranes : 433 5600
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.