Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 30

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N Nokkuð hefur borið á því að fólk sé óhresst með dreifinguna. Íslandspóstur annast dreifing- una og flestir sjá því blaðið ekki fyrr en heima hjá sér síðdegis. Útgefandi er fjölmiðlafyrirtækið Ár og dagur ehf. 9. maí Félag Björgólfs í Póllandi Stjórnvöld í Póllandi hafa veitt félaginu Netia Mobile fjórða fjarskipta- leyfið, sem veitt er í land- inu fyrir UMTS eða svonefnda þriðju kynslóð farsíma. Netia Mobile er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar í gegnum félag í hans eigu, Novator One L.P., og pólska símafyrirtækisins Netia SA, sem er stærsta fast- línusímafyrirtæki í Póllandi. Fram kemur í tilkynningu að áform Netia Mobile um uppbyggingu fjarskiptakerfa og þjónustu verði kynnt síðar. 11. maí Heimilin með 60 milljarða í yfirdráttarlán Útlán innlánsstofnanna til heim- ila námu alls um 369 milljörðum í lok marsmánaðar. Fram kom í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings banka, að heimilin séu með um 255 millj- arða í verðtryggðum skuldum, 60 milljarða í yfirdráttarlánum og 22 milljarða í gengisbundnum lánum. 11. maí Kristján með skóflu fyrir norðan Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýrri verslun Byko á Akureyri. Verslunin á að verða tilbúin næsta vor. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, og Ásdís Halla Bragadóttir, þá verðandi forstjóri Byko, voru viðstödd athöfnina. Verslunin verður alls 5.500 fermetrar að stærð og mun rísa á lóð Byko í Krossaneshaga, sem er nýtt byggingasvæði nyrst í Glerárhverfi. 12. maí Eru bankarnir með prentvél? Bankarnir hagnast sem aldrei fyrr. Hagnaður bankanna fjög- urra, sem skráðir eru í Kauphöll Íslands, nam nærri 25 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar má nefna, að á síðasta ári var samanlagður hagnaður bankanna 46,3 millj- arðar króna. Hagnaður Kaupþings banka á fyrsta ársfjórðungi nam 11,1 milljarði króna. Hagnaður Landsbankans nam 6,0 millj- örðum, hagnaður Straums fjárfest- ingarbanka nam 4,6 milljörðum króna og hagnaður Íslandsbanka nam 3,1 milljarði króna. 12. maí Stórtækur fyrir norðan Gunnlaugur Karl Hreinsson, fram- kvæmdastjóri GPG saltfiskverk- unar á Húsavík, hefur eignast fyrirtækið að fullu eftir að hann keypti 50% eignarhlut Brims hf. í því. Gunnlaugur keypti einnig Jökul hf. á Raufarhöfn af Brimi en Jökull var alfarið í eigu Brims. GPG hefur hins vegar rekið vinnslu Jökuls sl. tvö ár. Að sögn Gunnlaugs Karls verður reksturinn á Raufarhöfn áfram í sérfélagi og fyrirtækið mun áfram heita Jökull þó það sé núna í eigu GPG. 13. maí Bakkavör tekur við Geest Eftir kaupin á Geest er Bakkavör Group nú stærsta matvæla- fyrirtæki á Bretlandi á sviði tilbúinnar kældrar matvöru og hefur leiðandi stöðu á alþjóða- markaði. Félagið rekur yfir 40 verksmiðjur í fimm löndum með um 13 þúsund starfsmenn og framleiðir um 4500 vörur í yfir 16 vöruflokkum undir merkjum stórmarkaða. Samanlögð velta Bakkavör Group og Geest árið 2004 var 115 milljarðar króna og er talið að hún verði 121 millj- arður á þessu ári. Samanlagður hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað var 12 milljarðar króna. Bakkavör-Geest verður stærsta viðskiptasamsteypa á Íslandi. 14. maí Meiður verður Exista Þennan dag var tilkynnt að stjórn Meiðs ehf., sem er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra holding, Kaupþings banka og nokkurra sparisjóða, Björgólfur Thor Björgólfsson. 5. maí Benedikt eignast meirihluta í Bílanausti Það hefur fremur lítið farið fyrir Benedikt Sveinssyni, fyrrum stjórnarformanni Eimskipafélagsins og Sjóvár- Almennra. Þennan dag var hins vegar greint frá því að eignar- haldsfélag hans hefði eignast rúman helming hlutafjár í Bílanausti en hann átti fyrir hlut í félaginu. Benedikt sagði í viðtölum að Bílanaust væri afar traust og gott fyrirtæki með gott starfsfólk og ekki væri fyrirhugað að gera breyt- ingar á rekstri þess. Bílanaust var stofnað árið 1962 og rekur nú fjórar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og fimm á landsbyggðinni. Einnig rekur Bílanaust umfangsmikla heild- sölu. Fyrirtækið hefur keypt húsnæði Hampiðjunnar að Bíldshöfða 9 og stefnir að flutningi þangað. Bankarnir græddu „aðeins“ 25 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Benedikt Sveinsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.