Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 44

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 mikill styrkur fyrir hana í starfinu. Það má því segja að hún hafi verið heppin að koma inn í stöðugt og þróað umhverfi þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri- hluta frá upphafi. Meirihlutinn er blanda af gömlu, reyndu fólki í bæjarstjórn og nýju, fersku fólki, en í sameiningu hefur hann siglt fram hjá öllum meiriháttar uppákomum. Þeir eldri veita ráð um hvað skal varast en hún kemur með ferskleikann og hefur hæfileikana og klókindin til að laða fram það besta frá öllum. „Það skal samt enginn halda að hún sé skaplaus enda er hún mjög föst fyrir ef henni þykir þess þurfa,“ segir einn samstarfsmanna Ásdísar Höllu. Úti í náttúrunni Í frítíma sínum hefur Ásdís Halla unun af að ganga á fjöll og að vera úti í náttúrunni eða ferðast með fjölskyldunni. Einn vina hennar segir hana einmitt mjög duglega við að búa sér til tíma til að vera með fjölskyldunni þrátt fyrir miklar annir. Hún fylgist einnig vel með stjórnmálum, jafnt hér heima og á hinum Norðurlönd- unum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá les hún mjög mikið, einkum fræðirit og þá helst það sem snertir stjórnun og stjórnun- arfræði, en minna af skáldsögum. Ásdís á góðan og sterkan vinkvennahóp sem samanstendur af nokkrum konum í Sjálfstæðisflokknum. Þær kenna sig jafnan við veitingastaðinn La Primavera, en þar hittast þær reglulega, borða saman og ræða málin. Mest samskipti hefur hún við borgar- fulltrúann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, en af öðrum konum í þessum hópi má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, Grétu Ingþórsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmann fjármálaráðherra, og fleiri. Traustur vinur Ásdís Halla er að sögn vina ofsalega trygglynd og traustur vinur vina sinna. Hún á ekki stóran vinahóp, en fjölda kunn- ingja. „Það er ekki til betri manneskja til að leita til, ef maður vill hreinskilnislegt mat á einhverju. Það er helst að hún sé of hreinskilin því hún segir manni nákvæmlega hvað henni finnst,“ segir ein vinkvenna hennar. „Aftur á móti er hún alltaf glöð og skemmtileg og lítur aldrei á verkefni sem vandamál, heldur viðfangsefni sem þarf að leysa, sem er mikill kostur. Meira að segja þegar ég sagði henni að ég vorkenndi henni að þurfa að fara að pakka niður á skrifstofunni sinni, því það hlyti að vera heilmikið mál eftir fimm ára starf, þá svaraði hún því til að henni þætti það bara mjög skemmtilegt. Það væru svo margar góðar og skemmtilegar minn- ingar sem rifjuðust upp í leiðinni.“ Ein af vinkonum Ásdísar segir hana vera dálítið hvat- vísa og hrif- næma. Hvað það varðar geti hún verið mjög tilfinningarík. Til dæmis fór hún eitt sinn sem oftar í kirkju. Þar hafði hún setið og hlustað andaktug á prestinn og boðskap hans. Þegar heim kom hringdi hún upprifin í vinkonu sína og sagðist vera búin að finna út hvað hún ætlaði að gera í lífinu, en það væri að vera prestur. Sterk fjölskylda Ásdís Halla hefur mjög sérkennilegan bakgrunn þar sem hún hefur flutt oft á milli staða og landa, en hefur þar af leiðandi ótrúlega aðlögunarhæfni og er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Þá er hún óhrædd við að endurnýja sjálfa sig, fer yfir skoðanir sínar og veltir upp nýjum flötum á þeim. Þá hefur þessi bakgrunnur gert það að verkum að hún á auðvelt með að setja sig í spor annarra, skilja aðstæður þeirra og sýna umburðarlyndi. Ásdís er vel gift og ánægð í sínu nánasta umhverfi. Hún kynntist eiginmanni sínum í Háskólanum og að sögn vinkonu hennar var hún strax viss um að hann yrði maðurinn sinn, enda eigi þau mjög vel saman. Fjöl- skyldan og vinirnir eiga sinn ákveðna sess í hennar lífi og væri hún líklega ekki það sem hún er í dag ef ekki hefði verið fyrir góða fjölskyldu. Foreldrar hennar hafa veitt henni mikið svigrúm í gegnum tíðina, en mikill samgangur er á milli þeirra. Það er hins vegar misskilningur að Ásdís sé búin að skipuleggja allt sitt líf, segir sjálf- stæðiskona: „Ég hef verið spurð að því hvort Byko sé einhver liður í einhverju stærra ferli hjá Ásdísi, en það er ekki svo. Hún lítur ekki á það sem útgönguleið úr stjórnmálum og inn í atvinnulífið eða eitthvað slíkt. Hún hefur aldrei litið svo á að hún hafi byrjað í stjórnmálum. Hún veltir því heldur ekki fyrir sér hvort þetta sé skref upp á við, niður á við eða til hliðar. Þetta er einfaldlega nýtt viðfangsefni.“ N Æ R M Y N D - Á S D Í S H A L L A B R A G A D Ó T T I R Nafn: Ásdís Halla Bragadóttir. Aldur: 36 ára. Fædd 6. júlí 1968. Maki: Aðalsteinn E. Jónasson hrl. Fjölskylda: Þau eiga tvö börn; Jónas 15 ára og Braga 6 ára. Nám: Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráða í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla árið 2000. Starf: Forstjóri Byko frá 27. maí eftir að hafa verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2000. Ásdís Halla er ein af þeim manneskjum sem þurfa stöðugt viðnám. „Ef það fer að róast í kringum hana þá fer hún að leita að nýjum, ögrandi verkefnum.“ Áræðni, þekking og samstillt átak eigenda og stjórnenda hefur gert Exista ehf. að öflugu fjár- festingarfélagi sem stefnir á aukin umsvif. Félagið leggur megináherslu á að vera kjölfestufjárfestir innan valinna atvinnugreina. Með það í huga skoðum við fjárfestingarkosti jafnt hér á landi sem erlendis. Ef kosturinn er álitlegur, þá erum við til. w w w . e x i s t a . i s Við erum til Exista ehf. Tjarnargata 35 101 Reykjavík Sími 550 8600 Fax 550 8699
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.