Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 52

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 G unnar Einarsson segist ekki hafa neinar gagngerar breytingar í huga á fyrstu dögum sínum sem bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir þó óhjá- kvæmilegt að stíllinn breytist með nýjum manni. „Núna á fyrstu dögunum finnst mér mikilvægast að kynna mér vel öll þau mál sem liggja á borði bæjarstjóra og síðan verður bara að koma í ljós með hvaða hætti ég nálgast þau. Það er náttúrlega hlutverk mitt sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að framfylgja ákveðinni stefnu sem þegar hefur verið mótuð.“ Hann segir rekstur bæjar- ins traustan þó svo að álögur á bæjarbúa séu lægri en víðast hvar annars staðar. Gunnar tók við embætti bæjarstjóra í Garðabæ af Ásdísi Höllu Bragadóttur þann 24. maí síðastliðinn, daginn fyrir fimmtugs- afmælið sitt. Hann hefur starfað hartnær hálfa ævina fyrir Garðabæ, eða frá því að hann var ráðinn æskulýðs- og íþróttafulltrúi bæjarins aðeins 26 ára að aldri. Hann segist þó með reglulegu millibili hafa fengið leyfi frá störfum til að ná sér í menntun. Gunnar er með kennarapróf í íþróttum og heilsufræði, meistarapróf í stjórnun og hefur einnig numið opinbera stjórnsýslu. Síðastliðin tíu ár hefur hann starfað sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og undanfarin þrjú ár hefur hann samhliða starfi verið í doktorsnámi við Redding University í stjórnun mennta- mála. „Ég er að skoða það með mínum leiðbeinanda úti í Bretlandi hvernig hægt er sinna bæjarstjórastarfinu án þess að þurfa að hætta í námi. Það er greinilegt að ég verð að hægja aðeins á en ég er kominn nokkuð langt með þetta og því spurning hvernig framhaldið verður.“ Í Garðabæ búa núna rúmlega 9.000 manns og fjölgar ört. „Mig minnir að árið 2012 sé gert ráð fyrir 14.000 manna samfé- lagi í bænum og miðað við áætlanir fram til ársins 2024 verða íbúar orðnir um rúm- lega 20.000,“ segir Gunnar og bætir því við að á næstu árum stefni fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu í að verða hvað mest í Garðabæ. Bærinn á enn töluvert af bygg- ingarlandi og nefnir Gunnar sem dæmi um fyrirhugaða fólksfjölgun að Garðaholtið eitt rúmi yfir 8.000 íbúa. „Hér á árum áður var það stefnan að reisa ekki fleiri en 50 íbúðir á ári, en síðustu árin hefur íbúðum fjölgað verulega. Í Sjá- landshverfinu eru til dæmis um 760 íbúðir og Akrahverfið er um 400 íbúðir þannig að uppbyggingin er mjög hröð. Það eru spenn- andi tímar fram undan, að skipuleggja þetta allt án þess að lífsgæði skerðist.“ Garðabær miðsvæðis Gert er ráð fyrir að IKEA opni verslun í Kauptúni í Urriðaholti í ágúst á næsta ári og Gunnar segir áhuga fyrirtækja á stað- setningu í Garðabæ vera að aukast í takt við þróun bæjarins. „Það eru stöðugt í gangi einhverjar hugmyndir og aðilar að þreifa fyrir sér með land og annað. Bærinn er mið- svæðis og aðgangur út á Reykjanesbrautina og þess vegna á flugvöllinn er greiður. Fyrir- tæki, sem eru til dæmis í Molduhrauni, sáu fyrir þessa þróun byggðar hér á árum áður og eru með lykilstaðsetningu núna.“ Sjálfur treystir Gunnar sér þó ekki til að spá fyrir um þróun bæjarins meira en 20 ár fram í tímann. Hann telur ólíklegt að skortur á landi eigi eftir að standa bænum fyrir þrifum því möguleikar til landkaupa geti skapast auk þess sem hægt sé að skipu- leggja ný svæði og þétta byggð ef svo ber undir. Hann leggur enn fremur áherslu á að bærinn sé langt frá því að vera í landnauð en segir sjálfsagt að skoða alla möguleika. Gunnar sér engan sérstakan ávinning í því að Garðabær sameinist Reykjavík eða öðrum sveitarfélögum eins og staðan er í dag. „Það er auðvitað erfitt að spá fyrir um landslag í þessum málum eftir 50 ár til dæmis. Það hefur stundum verið talað um Álftanesið í þessu samhengi og það var nú reyndar einhvern tíma kosið um það en við höfum ekki verið að sækja það neitt sérstak- lega. Við erum bara í góðum málum eins og við erum.“ Hann segir samstarfið við nágrannasveitar- félögin ganga með ágætum og að mikil samvinna sé á milli bæjarfélaga í skipulags- málum. Líkt og Gunnar Birgisson sér hann fyrir sér að höfuðborgarsvæðið þróist til suðurs. „ Einhver sagði nú að allar borgir þróuðust í suður. Ég sé miðju höfuðborgar- svæðisins færast nær Garðabæ. Bærinn liggur mjög miðsvæðis, auk þess að eiga mikla möguleika á stækkun. Ég sé ekkert nema bara góða þróun í þessum efnum.“ S V E I T A R S T J Ó R N A R M Á L GUNNAR EINARSSON „Einhver sagði nú að allar borgir þróuðust í suður. Ég sé miðju höfuðborgarsvæðisins færast nær Garðabæ. Bærinn liggur mjög miðsvæðis, auk þess að eiga mikla möguleika á stækkun.“ – Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.