Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5
F
aðir minn, Árni Árnason, var deildarstjóri bíladeildar SÍS
1967. Þá hafði Dunlop-umboðið farið á hausinn og föður
mínum, sem dreymdi um að fara út í sjálfstæðan rekstur,
var boðið umboðið í gegnum breska sendiráðið. Hann fékk
auk þess umboð fyrir ETHICON seymi, sér deild sem er
hluti af Johnson & Johnson, einu stærsta fyrirtæki í heiminum á heil-
brigðissviði. Í byrjun var aðaláherslan
á Dunlop sem skiptist í fjölda deilda á
iðnaðarsviði, svo sem dekk, slöngur,
gólfflísar, skódeild og íþróttadeild. Það
fór fljótlega að halla undan fæti hjá Dun-
lop og búið að brytja það „í búta“ en hjá
Austurbakka var stefnan fljótlega tekin
á heilbrigðissviðið og var fyrirtækið
leiðandi í innflutningi á einnota vörum
þegar byrjað var að flytja þær inn til
landsins,“ segir Árni Þór Árnason.
Árni Þór var nemandi við Verzlunar-
skóla Íslands þegar hann fékk áhuga á
viðskiptum. Hann vann hjá föður sínum
samhliða náminu og oft las hann skólabækurnar á biðstofum
bankastjóra „vegna þess að ég var að ná stæði fyrir pabba í röðinni“.
Þessi hlið þótti honum ekki spennandi. „Flestir forstjórar heild-
verslana í Reykjavík voru kannski að eyða tveimur morgnum í viku
að reka á eftir vörukaupavíxlum.“ Hann hóf nám í viðskiptafræði við
Háskóla Íslands eftir stúdentspróf en lauk ekki námi; hætti á fyrsta
ári þar sem hann festi kaup á skóbúð, Skóbúð Suðurvers.
„Skóbúðin var að sigla í gjaldþrot og enginn vildi kaupa hana.
Það endaði með því að við kvöldverðarborðið eitt kvöldið spurði
pabbi hvort ég væri ekki tilbúinn til að kaupa hana; ég þyrfti ekkert
að leggja út en ég þyrfti að borga skuldirnar sem væru á henni. Ég
fékk að borga þessar skuldir á þremur árum. Ég fór í febrúar á stóra
skósýningu í Bologna á Ítalíu. „Það var svo mikið af pappír á borðinu
mínu þegar ég kom til baka og ég er ennþá að vinna það upp. Ég réð
konu í búðina og fór fljótlega að vinna hjá Austurbakka. Þetta var
árið 1973 og ég hef verið hérna síðan.“
Árni Þór rak skóbúðina í fimm ár. „Það var ekki mikill gróði af
þessum rekstri en þegar ég seldi gátum við hjónin flutt úr tveggja
herbergja íbúð í Keflavík í fjögurra herbergja íbúð í Norðurbænum
í Hafnarfirði.“
Í upphafi sá Árni Þór einn um lækningadeild Austurbakka
en starfsmenn voru þá fimm. Í dag starfa um sextíu manns hjá
fyrirtækinu. Foreldrar Árna Þórs flutti til Vaccaville í Kaliforníu í
Bandaríkjunum árið 1982. Þar komst faðir hans í samband við ýmis
fyrirtæki sem Austurbakki er enn í samstarfi við. Árni Þór og mágur
hans, Valdimar Olsen, tóku við fyrirtækinu en hann hefur séð um
fjármálin.
,,Tvö faxtæki voru keypt um jólin 1983; eitt á Íslandi og eitt
í Kaliforníu. Við sendum pantanir til Bandaríkjanna á faxi en
Austurbakki var eitt af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi þar sem var
faxtæki. Þetta var algjört sparitæki og
þurfti starfsfólk leyfi til að nota það.
Áður tók um hálfan mánuð eða meira
að senda pöntun til Bandaríkjanna. Vac-
cacille varð þannig safnstöð fyrir vöru-
afgreiðslu okkar. Orðið „safnsending“
var ekki einu sinni til. Cargolux var
byrjað að fljúga frá San Francisco til
Lúxemborgar og þaðan til Keflavíkur.
Það var gerður tímamótasamingur við
þá og Flugleiðir sem fluttu vörurnar til
Íslands fyrir fimm dollara á kíló. Í dag
kostar kílóið í flugfrakt til Íslands innan
við tvo dollara.
Fyrsta árið sem pabbi og mamma bjuggu úti var veltan 100.000
dollarar en síðasta árið sem pabbi rak EASTBANK TRADING var
hún orðin milljón dollarar. Hann hætti 1991, fór á eftirlaun og flutti
til Flórída. Þar er ódýrara að búa og miklu styttra til Íslands, en þau
hafa verið dugleg að koma heim, tvisvar til þrisvar á ári. Einnig heim-
sækjum við þau miklu oftar.“
Á hlutabréfamarkaðnum
„Mynstrið sem unnið var eftir frá byrjun byggðist á því að það væri
mikið að gera allt árið. Við vorum með ákveðnar vörur sem voru
seldar á vörukaupavíxlum og þær vorum við að selja allt árið þannig
að það var ákveðin velta þar. Hjúkrunarvörurnar voru alltaf greiddar
með peningum en það gat tekið langan tíma að fá greitt fyrir þær
hjá ríkinu. Ríkið var venjulega búið með peningana í september
þannig að við þurftum að vera með einhverja jólavöru. Þetta var
viðskiptamódelið.“
Austurbakki flytur nú inn íþróttavörur - s.s. Nike-vörur - og
lækningavörur og fyrir tilviljun var farið að flytja inn vín. Við
gerðum breska sendiráðinu þann greiða að leysa út auglýsingavörur
sem áttu að fara á uppboð. Erlendi birgirinn reyndist vera William
Grants sem framleiðir samnefnt víský og Glenfiddich maltviský. Út
frá lækningavörunum þróaðist svo lyfjadeild og síðar líftæknideild.
„Á sínum tíma hættum við með iðnaðardeildina þegar við seldum
frá okkur Dunlop-vörurnar auk þess sem við vorum með vöru fyrir
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYND: GEIR ÓLAFSSON
HORFT UM ÖXL
SELDI HLUT SINN Í AUSTURBAKKA:
Árni Þór Árnason, fyrrverandi
forstjóri Austurbakka, og
meðeigandi hans, Valdimar
Olsen, hafa nú selt hlut sinn
og er 63,5% eignarhluti þeirra
kominn í eigu Atorku.
Á R N I Þ Ó R S E L D I H L U T S I N N Í A U S T U R B A K K A