Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 59
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 59 þurrhreinsanir; þvottavélar og fleira. Iðnaðardeild kom aftur inn fyrir nokkrum árum og þá var áherslan lögð á bragðefni og fleira fyrir matvælaiðnaðinn. Út frá því þróaðist áhuginn á að selja skyr; við stofnuðum fyrirtæki sem heitir Agrice en það er í eigu Austur- bakka, Mjólkursamsölunnar, Flóabúsins og FCC í Skotlandi. Meiningin er að kenna og aðstoða menn við að hefja framleiðslu á íslensku skyri erlendis og að þeir borgi okkur svo þóknun. Fram- leiðsla hefst í Bretlandi á næsta ári.“ Árni Þór segir að Austurbakki hafi verið sett á hlutabréfa- markaðinn fyrst og fremst til að aðskilja fyrirtækið og „okkur sjálfa“ og á hann þar við sig sjálfan og Valdimar Olsen. „Og líka til að það yrði auðveldara fyrir okkur þegar við hættum vegna þess að aðgangur að fjármagni var ekki auðveldur til uppbyggingar þangað til fyrir svona þremur árum. Með þessu aukna fjármagni var húsið byggt sem starfsemin er í í dag, auk þess sem við stækkuðum fyrirtækið. Það var heldur ekki sjálfgefið að börnin hefðu áhuga á að taka við fyrirtækinu. Verðbréfamarkaðurinn var að byrja á þessum tíma og þetta lofaði góðu. Hins vegar varð stöðnun og Austurbakki hefur verið í langan tíma eina fyrirtækið á hlutabréfamarkaðnum sem flytur inn neytendavörur. Það hefur ekki verið gaman að vera á markaðnum. Því fylgir mikil vinna og kostnaður. Það góða við markaðinn er aftur á móti fagleg vinnubrögð í kringum bókhald og stjórnun.“ Fjölbreytt og skemmtilegt Árni Þór segir að þeir Valdimar hafi í nokkur ár reynt að kaupa deildir af Atorku sem nú hefur keypt Austurbakka. Báðir aðilar sáu hagræðingu í sameiningu fyrirtækjanna og ýmsar hugmyndir voru ræddar. Í apríl bauðst forsvarsmaður Atorku, Styrmir Þór Bragason til að kaupa þá Árna Þór og Valdimar út úr Austurbakka. Þetta tók 3 daga og voru engir bankar og lögfræðingar viðstaddir. Þeir slógu til. Aðspurður um hvað sé eftirminnilegast þegar hann líti um öxl segir Árni Þór: „Afnám bankastimplunar. Á meðan hún var við líði gat ég ekki leyst vöru út, sem ég hafði pantað frá útlöndum, fyrr en ég var búinn að fá stimpil frá Seðlabankanum og búinn að greiða vöruna. Rökin fyrir því að þetta þyrfti að vera voru þau að það var verið að passa að engir kæmu slæmu orði á Ísland með því að lenda í vanskilum erlendis. Fyrirtækið okkar óx hægt áður en þetta gerðist. Þetta pirraði okkur mikið. Þetta tryggði líka stöðu gömlu fyrirtækjanna sem höfðu pólitískan aðgang að fjármagni en kannski takmarkað hugmynda- flug. Þetta var kvóti og skömmtun í fyllstu merkingu! Þetta er búið að vera fjölbreytt og skemmtilegt starf. Í gegnum starfið er ég búinn að kynnast fólki út um allan heim og á vini mjög víða. Í síðustu viku var ég t.d. að heimsækja vínekrur í Kaliforníu hjá vínframleiðandanum Robert Mondavi í Napa-dalnum með góða gesti, en Austurbakki flytur inn vín frá honum.“ Árni Þór mun verða ráðgjafi hjá Austurbakka næsta eina og hálfa árið en hann og Valdimar eru báðir stórir hluthafar í Atorku- félaginu. „Ég fékk borgað bæði í hlutafé í Atorku og peningum – og á því hagsmuna að gæta.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.