Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Sannarlega þungar blikur þegar tekjur af miðasölu og auglýsingar eru hryggurinn í rekstri klúbbanna. Sérstaða Man U er að aðhaldssamur rekstur og skuldleysi gerir félagið að girni- legri fjárfestingu, en kannski felst mesta aðdráttaraflið í því hvað liðið er gríðarlega þekkt og hefur tök á að selja endalaust af bolum og öðru dóti um allan heim. Almennt eru fótboltafjárfestingar þó taldar áhættusamar – eða eins og einn fjár- málarýnir sagði í viðtali við Financial Times: „Þetta eru ekki fjárfestingar fyrir ekkjur og munaðarleysingja.“ Skuldsett yfirtaka En hvað ætlar Glazer sér, í nýju landi, frammi fyrir vægast sagt fjandsamlegum stuðningsmönnum? Það skelfilegasta er, finnst áhangendunum, að hann ætlar sumsé að gera félagið að einkaeign sinni – og velta um 500 milljón punda láni, sem fjármagnar kaupin, yfir á félagið. Frá því að vera skuld- laust verði það nú skuldum vafið eins og skrattinn skömmunum, en Glazer heldur því fram að skuldunum verði aðeins að hluta velt yfir á félagið. Þetta getur hann gert í dýrlegu boði bankanna sem fjármagna kaupin því þeir sjá ekkert athugavert við þessa skuldsetningu í ljósi talnanna. Á þeim forsendum er þetta allt hið besta mál – segja þeir. En afskipti bankanna eru líka orðin hluti af yfirtöku- sögunni. Bankinn sem stendur eins og klettur að baki Glazers er JP Morgan Chase, en aðrir bankar koma við sögu, þar á meðal Landsbankinn og Kaupþing eins og fram hefur komið. Glazer-fjölskyldan mun reiða fram 272 milljónir punda, þar á meðal hlut- inn sem hún á þegar. 275 milljóna punda verður aflað með skuldabréfum og fjárfest- ingarfélagið Red Football, í eigu fjölskyld- unnar, mun afla lána, einkum frá JP Morgan Chase. Meðan yfirtakan var að komast á kopp- inn og Man U-áhangendur sem reiðastir var JP Morgan Chase með fínan kvöldverð í Manchester Art Gallery þar sem nokkrir æstir stuðningsmenn mættu óboðnir til að ræða málin. Sagan segir að það hafi ekki aðeins hnútur flogið um borð heldur hafi víni verið skvett áður en lögreglan batt enda á innrásina. Það er kannski ekki viturlegt að fara á Man U-leik á næstunni í peysu merktri þeim bönkum sem fjármagna Glazer. Ráðgjafi stjórnar Man U undanfarin misseri er fjármálafyrirtækið Cazenove. Í febrúar komst á formlegt „joint venture“ samband milli Cazenove og JP Morgans. Nú er Sir Roy Gardner stjórnarformaður Man U illur út í Cazenove því það sé með öllu óverjandi að Cazenove, sem JP Morgan á helminginn í, hafi sinnt yfirtökunni fyrir hönd Man U, því stjórnin hafi verið henni mótfallin. David Mayhew, stjórnarformaður JP Morgan Cazenove, segir engan hags- munaárekstur þarna því kaup Glazers séu ekki fjandsamleg yfirtaka. Sorrí; meinti ekkert með þessu… Mayhew bendir einnig á að samband Glaz- ers og JP Morgans hafi verið komið á fyrir löngu og varði því ekki hið nýja JP Morgan Cazenove – og hnýtir því svo aftan við að hann hafi í raun aldrei óskað eftir að ráðleg- L U N D Ú N A P I S T I L L Abramóvitsj borgaði ekki „nema“ 150 milljónir punda fyrir sitt stúkusæti og liðið með, á meðan Glazer dugir ekki minna en 790 milljónir fyrir Man U-pakkann. Munurinn er hins vegar sá að Abramóvitsj borgaði með vasapeningunum sínum en Glazer þarf að taka lán. Yfirtaka Malcolms Glazers er svonefnd „skuldsett yfirtaka“, hann lætur félagið sjálft taka lán til að standa straum að kaupunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.