Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 64

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 gja Man U en bara gert það af því Sir Roy hafi beðið sig um það fyrir tveimur árum. – Þessar röksemdir Mayhews hljóma kannski ögn eins og karlmaður sem fer í rúmið með konu, barnar hana og segir svo á eftir: úps, sorrí – meinti ekkert með þessu... enda er Sir Roy öskureiður. Spurning hvort úr þessu verða málaferli en hér er enn eitt dæmið um þegar bankar lenda beggja vegna borðsins í gegnum ráðgjafafyrirtæki sín. En hvað segja þessar kollsteypur allar saman um ástandið í fótboltaheiminum? Í grein eftir áðurnefndan Tom Bower í dag- blaðinu Guardian er fyrirsögnin: „Glazer mun tapa þegar græðgin eyðileggur leikinn okkar.“ Bower setur kaupin í samhengi við ástandið í breska fótboltaheiminum almennt og sparar ekki stóryrðin. „Þrátt fyrir sinn slímuga, heimskulega og eigin- gjarna orðstír laðar enski boltinn enn að sér hégómlega stórlaxa sem sækjast eftir frama og frægð. Ófyrirleitni bandaríski bisnessmaðurinn Malcolm Glazer er bara nýjasta dæmið. Eftir önugan en ábatasa- man viðskiptaferil er hann haldinn losta- fullri löngun í ódauðleika með því að fjár- festa í íþrótt sem færir honum heimsfrægð og gælir við egóið hans.“ Aðalbófarnir eru breska knattspyrnusambandið Að mati Bowers eru aðalbófarnir í fót- boltaheiminum stjórn breska knattspyrnu- sambandsins, FA, sem þekkja megi af „blazerunum“ og dálæti þeirra á öllu sem þeim hlotnast ókeypis. Þeim hafi mistekist að fá heimsmeistarakeppnina hingað á næsta ári, dembt sér út í alltof dýrar fram- kvæmdir á Wembley, látið „Premiership“ dafna á kostnað „FA Cup“, látið Sky sjón- varpsstöðina ná undirtökunum og toppað allt með því að bjóða landsliðsþjálfaranum Sven Göran 4 milljónir punda í árslaun. Að mati Bowers hefur FA líka algjörlega leitt hjá sér að kanna bakgrunn manna eins og Glazers og forsendur þeirra til að leiða félögin, sem ásamt óviturlegri áherslu á útlenda leikmenn á kostnað þess að ala upp enskt ungviði sé að drepa fótboltann sem enska íþrótt. Með markaðsvæðingu félag- anna hafi gráðugir stjórnendur náð undir- tökunum og áhangendur misst áhrifin and- stætt því sem gerist til dæmis á Spáni þar sem félögin séu rekin sem samvinnufélög, ekki í ágóðaskyni, undir ástúðlegri stjórn áhangenda og yfirvalda á hverjum stað. Eins og fleiri í undanfarinni umræðu bendir Bower einmitt á hvernig ensku félögin slitna æ meir úr tengslum við bæjarfélögin sem þau eru sprottin úr. Glazer þarf að tækla Rio Ferdinand Einn verðmætasti leikmaður Man U er Rio Ferdinand. Hann stendur í launaþrefi við liðið, er núna með 70 þúsund pund á viku (sem eru ÁRSlaun yfirmanna hjá hinu opin- bera), vill 120, en Ferguson ku hafa boðið honum 100. Það kemur í hlut Glazers að taka á þessu máli. Í átökunum um Man U hafa áhang- endur látið rækilega í sér heyra í gegnum Shareholders United, samtökin þeirra. Þeir reyndu árangurslaust að bjóða í hluti á móti Glazer og vona að með hlut sínum í félaginu muni þeir geta hindrað Glazer í að taka félagið af markaði og skuldsetja félagið. Þeir hrintu ásókn sjálfs Rupert Murdochs fjölmiðlakóngs 1999 en þá kom and-hringa- myndunarlöggjöf þeim til hjálpar. Þeir hafa líka hugleitt að stofna annað lið, en hvort það gengur eftir er annað mál. Þeir hafa líka hótað að segja upp árskortunum sínum en það verður tæplega erfitt að selja þau. Þó andstæðingarnir hæði Glazer fyrir vanþekkingu á enskum aðstæðum gæti það verið óskhyggja eins og blaðamaður Guardian bendir á: „Glazer ber það með sér að hann skilur togstreitu milli ójafnra afla og er vanur að vinna á þeim grundvelli að völd og peningar muni alltaf sigra réttláta reiði. Og hann er líka alls óhræddur við óvinsældir.“ Eitt af því sem kom mér mest á óvart þegar ég flutti til London fyrir fimm árum er hve hér ríkir mikil og almenn andúð á Amríkönum. Þetta er miklu eldra fyrir- bæri en Bush og Írak og á sér sögulegar skýringar. Bandaríkin skutu sér undan Bretum endur fyrir löngu, urðu með tíma- num voldugasta þjóð heims meðan veldi Breta skrapp saman. Bandaríkin kipptu Evrópu í liðinn í seinna stríði (þó hér velti menn því enn fyrir sér hvort svo hafi í raun verið), kaffærðu England í amrísku tyggjói, Hollívúddglamúr og „sápum“ – og yfir öllu þessu tauta innfæddir hér þó þeir taki vel á móti Bandaríkjamönnum. Því læðist óneitanlega að mér sá grunur að veigamikil ástæða andúðarinnar á Glazer sé ekki aðeins peningahyggja hans og umrætt áhugaleysi á „the beautiful game“ – heldur einnig að hann er, „Ó, almáttugur, Ameríkani!“ L U N D Ú N A P I S T I L L Íslenskir bankar tengdust kaupum Glazers á Manchester United Landsbankinn og Kaupþing banki tengdust miklum kaupum bandaríska au›jöfursins Malcolm Glazers á hluta- bréfum í Manchester United. Yfirtaka hans á félaginu sn‡st um a› ná yfir 75% í félaginu og afskrá þa›. Landsbankinn tengdist kaupunum í gegnum breska ver›bréfafyrirtæki› Teather & Greenwood, sem er í eigu bankans. Fyrirtæki› keypti stóran hlut fyrir hönd Glazers. Þá anna›ist Kaupþing í Lúxemborg sölu á stórum hluta í félaginu fyrir hönd seljenda til Glazers. Þa› var eins og ma›urinn sag›i; þa› fór þá aldrei svo a› Íslendingar kæmu ekki a› þessu me› einhverjum hætti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.