Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 68

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Matarmenning þjóðarinnar breytist milli árstíða og á sumrin kjósa margir að grilla úti, sem er reyndar orðinn lífsstíll býsna margra. „Á sumrin gerir fólk líka meira af því að borða brauð með grillmatnum og hægt er að gera marga góða rétti sem ég hef verið að skrifa um og sýna í sjónvarpinu undanfarin ár,“ segir Jóhannes Felixson, bakarameistarinn góðkunni. Bakarí hans og verslun er að Kleppsvegi 152. Á liðnu hausti opnaði hann aðra verslun í Smáralind sem hefur fengið frábærar viðtökur, ekki síður en verslunin inni við Sund, en með bakstri sínum og boðskap í fjölmiðlum hefur Jói Fel breytt brauðmenningu þjóðarinnar. „Góður forréttur er til dæmis þægilegur í elda- mennsku, þá er brauð sett á grill og olíu svo hellt yfir ásamt góðum ostabita. Á sumrin kemur meira inn af ítölskum brauðum með góðri fyllingu, til dæmis hvítlauks- og ólífubrauð og fleira. Þegar sumarið gengur í garð leggjum við meiri áherslu á góð mat- arbrauð sem passa vel með léttum réttum. Brucetta í mörgum útfærslum Tillaga Jóa að góðum brauðrétt á sumrin, hvort heldur er til að setja á grillið eða matbúa heima í eld- húsi, er brucetta og þær má útfæra á marga vegu, en mestu skiptir að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Í grunninn er brucetta grillað brauð, smurt með hvítlauk, smátt skornum tómat- bitum og ferskri basilicu. Ljúffengt er að setja góðan ost á brauðið og sömuleiðis þykir beikon eða ekta parmaskinka frábært álegg. „Íslendingar eru sem betur fer farnir að átta sig á hvað matarbrauð er mikilvægt í góða máltíð hvort sem það er í forrétt eða með aðalréttinum. Þá erum við aðallega að tala um gott baguette brauð eða ítölsk brauð sem henta með öllum mat eða eitt og sér með góðu áleggi,“ segir Jói Fel. Ítalskar snittur vinsælar „Ítalskar snittur eru til að mynda mjög vinsælar í dag en þær byrjaði ég með þegar við opnuðum bakaríið fyrir tæpum átta árum. Snitturnar frá Ítalíu eru allt öðruvísi en þær íslensku sem við þekkjum. Í hinar ítölsku er notað gott snittu- brauð og sett sælkeraálegg, til dæmis pesto, ostur, sólþurrkaðir tómatar og fleira slíkt. Snitturnar eru mikið notaðar sem léttur pinnamatur eða góður forréttur og er mjög einfalt að búa þær til.“ Sem áður segir opnaði Jói Fel. nýja verslun í Smáralind. „Versl- unin í Smáralindinni er að gera það gott og þar er allt upp á við eins og verslunarmiðstöðin er reyndar öll. Það tók einfaldlega sinn tíma að fólk vendist því að gera innkaupin þar, en nú er sá hjalli yfirstað- inn og ég finn að fólk er mjög ánægt með að geta fengið brauðin víðar en á Kleppsveginum.“ Brauðmenning þjóðar- innar breytist. Ítalskt tekur völdin. Jóa Fel. vel tekið í Smáralind. „Á sumrin gerir fólk meira af því að borða brauð með grillmatnum,“ segir bakara- meistarinn Jói Fel. Jói Fel: Ítölsk brauð á grillið ������������������������������������� ����������� �� ��������� ������������� �� ���� ��� ������������������������������������������ ������������������������������������������������ ������������������������� ����������������� ��������������������������������������������������������������������� Jói Fel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.