Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5
SUMARIÐ ER TÍMINN
Öryggismiðstöð Íslands býður viðskiptavinum sínum fjöl-þættar lausnir og má einu
gilda á hvaða sviði það er. Síðustu ár
hefur verið lögð áhersla á að bjóða
lausnir fyrir sumarhúsaeigendur, en
nú er einmitt runninn upp sá tími að
fólk sæki þangað til að eiga góða daga
í sveitasælunni. Þeir geta þó snúist
upp í algjöra andhverfu sína hafi fólk
ekki varann á.
„Fyrir lítinn pening er hægt að
setja upp einfalt kerfi sem lætur strax vita ef eitthvað kemur fyrir
bústaðinn,� segir Ómar Örn Jónsson, sviðsstjóri sölusviðs Öryg-
gismiðstöðvar Íslands. Hann leggur áherslu á, hvað öryggi í sumar-
húsum áhærir, að hætturnar felist í mörgu fleiru en bara innbrotum.
Tjón vegna vatns, kulda og elds geti einnig haft í för með sér veru-
legar skemmdir.
Myndavélakerfin algengari Þeim stóra hópi sumarhúsaeigenda, sem
leitar til Öryggismiðstöðvar Íslands, bjóðast
lausnir í kerfi sem byggir á þráðlausum
einingum og er keyrt á GSM-boðskiptum.
Þessar lausnir eru sveigjanlegar, einfaldar í
uppsetningu og geta sinnt margþættu hlut-
verki. Hægt er að fá hreyfi- og reyk skynjara,
gas-, hita- og vatnsnema og loftrakaskynjara
svo eitthvað sé nefnt. Þá má með GSM setja
ofna af stað, án þess að fara á staðinn.
„Núna eru væntanlegar á markað myndavélar sem tengjast
við þráðlausa kerfið þannig að skoða má myndir úr bústaðnum á
Netinu eða í gegnum GSM-síma,“ segir Ómar Örn. „Myndavélakerfi
í sumarhúsabyggðum verða æ algengari, einfaldari og ódýrari og
einstaklingar sem hafa fjárfest duglega í sumarhúsum vilja verja það
með myndavélum.“
Hvernig ganga eigi frá sumarhúsi svo að hætta á innbrotum sé í
lágmarki segir Ómar byggjast á einföldum reglum sem allir ættu að
hafa skrifaðar upp á vegg við útihurð. Grunnatriði sé að hyggja vel að
vatni, rafmagni og tækjum. Vatnstjón geti verið mjög alvarleg - sem
og tjón vegna frosts ef rafmagnshitun bilar eða rafmagn slær út.
Heldur hættu í lágmarki „Þá er lykilatriði að loka vel öllum
gluggum, draga gardínur fyrir og ganga þannig frá húsinu
að það verði ekki girnilegt fyrir innbrotsþjófa. Það er
ríkt í okkur Íslendingum að treysta náunganum og halda
að innbrot geti ekki hent okkur. Þetta er reginskyssa.
Reynslan sýnir að innbrotsþjófar velja síður
sumarhús með öflugum öryggiskerfum.
Þá er mikilvægt að hafa í huga að bregðast
þarf fljótt við til að hindra frekara tjón,
t.d. af völdum vatnsleka, bruna og svo
framvegis. Þessari hættu halda öryggiskerfi
í lágmarki, rétt eins og val þúsunda heimila og sumarhúsaeigenda
sýnir best. Því ættu allir sem vilja hugleiða þessi mál frekar að hafa
samband við ráðgjafa okkar hjá Öryggismiðstöð Íslands,“ segir
Ómar Örn Jónsson.
Innbrot, eldur, leki
og kuldi geta valdið
tjóni í sumarhúsinu.
Öryggismiðstöð
Íslands býður marg-
þættar lausnir, sem
verða æ ódýrari og
einfaldari.
„Hægt að setja upp einfalt kerfi sem lætur strax vita ef eitthvað
kemur fyrir bústaðinn,� segir Ómar Örn Jónsson, sviðsstjóri sölu-
sviðs Öryggismiðstöðvar Íslands.
Öryggismiðstöð Íslands:
Tryggir öryggi
í sumarhúsum