Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 76

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Olíufélagið: Þjónustustöð Olíufélagsins á Ártúnshöfða er viðkomustaður marga á leið út úr bænum og í sveitasæluna. Vöruúrvalið tekur mið af þessu og á stöðinni fæst til dæmis viðlegu- búnaður, grill og grillvörur, skyndibiti, dagblöðin, landakort, úti- vistarfatnaður og allt sem þarf í nestið. Grillkjötið og kartöflurnar eru einnig við höndina og raunar allt sem hugsanlega þarf. „Ekki er óalgengt að fólk sem fær þá skyndihugdettu í upphafi helgar að skreppa út úr bænum komi við og grípi með það sem hugsanlega vantar. Fólk veit að flest sem þarf í útileguna fæst hér,“ segir Guð- rún Gísladóttir stöðvarstjóri. Allt í grillmennskuna Sú var tíðin að olíufélögin starf- ræktu stöðvar þar sem fyrst og fremst var lögð áhersla á að selja bensín, olíur og rekstrar- vörur fyrir bílinn. Þetta er vissu- lega enn til staðar, en ótal- margt fleira hefur bæst við. Á þjónustustöðvunum fást til dæmis allar helstu nauðsynjavörur sem fólk kann að vanhaga um – og það er vitaskuld frábær þjónustuna að stöðvar Olíufélagsins á Ártúns- höfða og við Lækjargötu í Hafnarfirði eru opnar allan sólarhringinn. Eins verður ný stöð í Fossvogi opin allan sólarhringinn en hún verður opnuð í sumar. Þegar sólin hækkar á lofti lifnar yfir grillmenningu þjóðarinnar. Hjá Olíufélaginu fást frábær Outback grill – sem eru eitt það besta sem býðst í dag. Þau eru af þremur gerðum, það er Omega, Trooper og Hunter EX, og þau síðast- nefndu eru með þreföldum brennara og öllum þeim þægindum sem góðir grillmeistarar vilja. Einnig fást frábær grill af gerðinni Fiesta. „Við setjum grillin saman fyrir fólk ef það óskar þess og sendum heim samdægurs – fyrir svo utan að bjóða allt sem þarf í grillmennskuna; svo sem kolin, olíuna, gas og þannig mætti áfram telja,“ segir Guðrún sem hefur verið stöðvarstjóri á Ártúnshöfða frá í janúar sl. Skyndibitar, rúnstykki og kaffi frá Kaffi tár Á Ártúnshöfðanum eru starfræktir tveir skyndibitastaðir auk Nestis; það er undir merkjum Subway og Burger King. „Fólk kann að meta að hafa tvo veitingastaði hér. Neytendur vilja hafa val og samkeppnin hefur einfaldlega styrkt hvorn staðinn um sig. Margir vilja síðan bara fá sér rúnstykki með osti. Sjálfri finnst mér líka gaman að fylgjast með þeim hefðum sem myndast hafa í kringum kaffidrykkju þjóðarinnar. Það færist stöðugt í vöxt að fólk komi hér á morgnana og kaupi sér nýmalað kaffi frá „Kaffi tári“ í pappa- máli; götumáli eins og það er kallað. Að koma hér við í morgunsárið á leið til vinnu og sér kaffi er raunar orðinn ómissandi liður í lífi margra.“ Ártúnshöfðinn í alfaraleið og alltaf opið. Grillvörur og kjöt, viðlegubúnaður og annað sem þarf í útileguna. Bensín og allt fyrir bílinn. „Fólk veit að flest sem þarf í útileguna fæst hér,“ segir Guðrún Gísladóttir, stöðvarstjóri Olíufélagsins á Ártúnshöfða. Gasgrill og götumál SU ARIÐ ER TÍ INN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.