Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Sífellt færist í vöxt að nýbyggingar séu klæddar að utan með áli, enda eru kostir þess í senn bæði miklir og augljósir. Að klæða veggi inn í hlýja kápu sparar kostnaðarsamt viðhald á seinni stigum, lækkar húshitunarkostnað, jafnframt því sem álklæðningar eru mjög einfaldar og þægilegar í allri uppsetningu. Litaúrval er mjög fjölbreytt sem og möguleikar á mismunandi útfærslum „Álið er líka eini málmurinn sem er umhverfisvænn og hægt að endurvinna. Það hefur orðið sprenging í þessu á síðustu misserum, álið kemur sífellt sterkar inn,“ segir Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Áltaks hf. Mest til nýframkvæmda Áltak var stofnað fyrir átta árum og hefur frá upphafi haft að markmið að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði álklæðninga hvort heldur er á þök eða veggi. Þá býður fyrirtækið einnig ýmsa fylgihluti sem þarf, svo sem þak- glugga, zinkklæðningar, kerfi undir flísar á veggi og fleira slíkt. Magnús Ólafsson hefur stýrt fyrirtækinu frá upphafi, Húsasmiðjan keypti það árið 2001 en það er þó að öllu leyti rekið sjálfstætt. „Þegar við settum fyrirtækið á laggirnar reiknuðum við að 10% af öllu efni sem við seldum færi í nýbyggingar en hitt til viðhaldsfram- kvæmda. En ætli hlutföllin í dag séu ekki alveg á hinn veginn, sem sýnir auðvitað best hvaða tröllatrú menn hafa á áli sem bygginga- efni,“ segja Magnús Ólafsson og Herjólfur Guðjónsson sölustjóri. Álið er endingargott „Álklæðningar eru líka mjög endingargóðar, geta þess vegna dugað í fimmtíu ár. Bárujárnið, sem er mjög gjarnan notað á þök, dugar aldrei svo lengi. Því er álið að koma mjög mikið þess í stað jafnframt því sem verðmunurinn er sífellt minni. Var líklega um 20%, en er minni nú. Það er líka kostur við álið að þurfi að sníða það eitthvað til lokar sárið sér fljótlega, en sé járnið skorið til fer gjarnan að ryðga út frá sárinu og það tærist upp í fyllingu tímans.“ PVDF lakkhúðin, sem Áltak býður, hefur mikla gæðayfirburði yfir aðrar lakkhúðir sem seldar eru hér á landi. PVDF lakkhúðin heldur lit og gljáa í marga áratugi og helst þannig húsið fallegt og án viðhalds í mun lengri tíma. Framleiðendur sem eru birgjar Áltaks eru í Þýskalandi þar sem rík hefð er fyrir því að nota álklæðningar sem byggingaefni. Að utan kemur efnið í heilum plötum, en hægt að fá það sniðið til hér heima í blikksmiðjum. Í flestum tilvikum eru það svo húsasmiðir sem ganga frá uppsetningu klæðninga. Fjöldamargar byggingar í Reykjavík hafa síðustu ár verið klæddar að utan með áli frá Áltaki og má þar til dæmis nefna Skeljungshúsið við Suðurlandsbraut, háhýsi Landsvirkjunar og fjölbýlishús, til dæmis við Ljósheima og í Fellahverfinu; allt byggingar sem þurftu mikið viðhald vegna steypuskemmda. Horft til gæða „Fermetraverð er sá mælikvarði sem helst hefur verið notaður á markaðnum hér á landi. Menn ættu þó engu að síður að horfa til þess hver gæði bygginganna eru – og fullyrða má að þau eru margfalt meiri en ella ef þær eru klæddar að utan með áli strax í upphafi. Ef vel er vandað til verka strax í upphafi lendir fólk í fjölbýl- ishúsum ekki í viðhaldi þar sem hver íbúðareigandi getur þurft að mæta kostnaði sem hleypur jafnvel á milljónum króna þegar verst lætur,“ segja Magnús Ólafsson og Herjólfur Guðjónsson. Ál hefur augljósa kosti. Æ vinsælla byggingaefni. Húsin klædd í hlýja kápu. Áltak Tröllatrú á álinu „Álið kemur sífellt sterkar inn,“ segja Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Áltaks, og Herjólfur Guðjónsson sölu- stjóri, til vinstri. Stórhöfða 33 • 110 Reykjavík • Sími: 577-4100 • Fax: 577-4101 GSM: 898-0860 • Netfang: a l tak@altak. is • www.altak. is Álklæðning er skynsamleg framtíðarlausn. Ekkert viðhald. Margar gerðir og litir. Álklæðningar Fegurð, mýkt, ending B A Z O O K A /2 0 0 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.