Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 82

Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Heimsókn í Bláa lónið – heilsulind er einstök upplifun fyrir líkama og hug. Þægileg staðsetning í aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu gerir hana að ákjósanlegum kosti fyrir þá sem vilja breyta um umhverfi og endurnýja kraftana í lóninu og náttúrulegu umhverfi þess,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins. Heilsulind in er vel þekkt víðs vegar um heiminn. Hefur meðal annars fengið verðlaun fyrir að vera besta náttúru- lega heilsulind heimsins, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum jarðarinnar og ein af 25 bestu heilsu- lind um í veröldinni. Fyrir líkama og sál Foss sem tilvalið er að bregða sér undir og upplifa kröftugt herðanudd, eimböð og sauna, er meðal þess sem býður gesta heilsulindar. Gestir nýta sér í auknum mæli spa-meðferð og nudd sem fer fram í lóninu og er frábær valmöguleiki fyrir alla þá sem vilja slaka virkilega vel á. Slökunarnudd allt frá 10 mínútum og upp í 50 mínútna heilnudd er mjög vinsælt á meðal gesta. Spa- meðferð er einnig vinsæl en hún byggir á BLUE LAGOON húðvörum sem innihalda virk efni jarðsjávarins: steinefni, kísil og þörunga. Að gera sér dagamun „Íslendingar kunna vel að meta að heim- sækja þennan skemmtilega stað sem er vissulega ein af perlum landsins. Sumarið er sá tími árs sem hvað flestir nota til að heimsækja heilsulindina, þó heimsóknir utan sumartíma færist í vöxt. En auðvitað er fátt betra en að njóta sólargeisla í hlýju lóninu á góðviðrisdegi,“ segir Magnea. Heimsókn í heilsulindina hentar, að sögn Magneu, jafnt einstaklingum sem hópum sem vilja gera sér dagamun. Oft er heilsulindin hluti af óvissuferðum vinnustaða og annarra hópa. Skemmtilegar göngu- leiðir og aðrir afþreyingarmöguleikar eru í næsta nágrenni og tilvalið að hreyfa sig aðeins og slaka síðan vel á á eftir. Gönguferð á Þorbjörn, ganga yfir brúna sem liggur á plötuskilum Evrópu og Ameríku, að sjá svarrandi brimið á Reykjanesi og komast á góða golfvelli er meðal þess sem er að finna í nágrenni heilsu- lindarinnar. „Upplagt er að njóta góðrar máltíðar á veitingastaðum eftir slökun í lóninu. Matreiðslumenn staðarins leggja áherslu á alþjóðlegan matseðil sem byggir á fersku íslensku hráefni. Einstaklega skjólsælt er á verönd veitingastaðarins og tilvalið að njóta máltíðarinnar utan- dyra þegar vel viðrar. Aukið þjónustuframboð hefur fallið í góðan jarðveg meðal gesta heilsulindar og það færist í vöxt að gestir geri sér dagamun og njóti alls þess sem heilsulindin hefur upp á að bjóða. Það má því segja að auðvelt sé að gera sér góðan dagamun,“ segir Magnea Guðmunds- dóttir. Spa meðferðir og nudd, eimböð, sauna, tígulegur foss og freistandi veit- ingar er meðal þess sem bíður gesta. „Auðvitað er fátt betra en njóta sólargeisla í hlýju lóninu á góðviðrisdegi,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins. Bláa lónið – heilsulind: Upplifun fyrir líkama og hug Dekraðu við þig og þína með heimsókn í Bláa Lónið – heilsulind þar sem spa-meðferðir, nudd, eimböð, sauna, tígulegur foss og freistandi veitingar eru meðal þess sem bíður gesta. w w w . b l u e l a g o o n . i s • 4 2 0 8 8 0 0 Endurnærandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.