Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 21

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 21 eru í þróun í 40-50 löndum og um 150 milljónum evra (um 140 milljörðum króna), um tíu prósent veltunnar, varið til vöruþróunar. Til að ná þessum fjármunum til baka, auk þess að fjárfesta í verk- smiðjum, uppbyggingu þeirra og gæðamálum, þarf öflugt alþjóðlegt sölunet. Strax frá upphafi var stefnt að því að vaxa með innri vexti með æ breiðara vöruúrvali og bættri dreifingu og svo með ytri vexti með kaupum á fyrirtækjum. Yfirtökurnar eru orðnar 25, við erum með ellefu þúsund starfsmenn í 32 löndum. Þarna erum við ekki aðeins að takast á við mismunandi menningarbakgrunn í einstökum löndum heldur líka mismunandi fyrirtækjakúltúr. Bakgrunnur fyrirtækj- anna, sem við höfum keypt, er svo ólíkur, sum fyrirtækjanna voru í eigu ríkisins, önnur í eigu hjálparstofnana, Alpharma var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og mörg fyrirtækjanna höfðu verið lengi í eigu sömu einstaklinga sem tóku allar ákvarðanir upp á eigin spýtur.“ - Og áskorun er að takast á við þessa þætti með fyrirtækjakaupum? „Já. Þetta var auðvelt fyrst, öll starfsemin á Íslandi, bara hundrað starfsmenn og þeir skildu auðveldlega hvað við vildum. Þegar fyrir- tæki stækkar síðan í ólíkar áttir skiptir máli að hafa augun stöðugt á hagræðingu og samstilla hugarfarið. Við tóku upp nafnið Actavis 2004 því það var þörf fyrir eitt tákn sem allir starfsmenn gætu fylkt sér bak við. Auk þess höfum við alltaf eytt miklum tíma í að skilgreina lykilgildi og lykilmarkmið – þeirri vinnu lýkur reyndar aldrei! Í mörgum alþjóðafyrirtækjum er það svo að þegar maður fer á ólíka staði þá eru fyrirtækin ólík, markmiðin ekki skilgreind, lykil- gildin bæði óskýr og mismunandi eftir stöðum. Hjá okkur er þessu öfugt farið. Í framkvæmd snýst þessi vinna meðal annars um að halda reglulega fundi með lykilstarfsmönnum við starfsmótun og áætl- anagerð. Við höfum mjög sterka skoðun á því hvernig stjórnendur og stjórnunarstíl við viljum hafa. Við þjálfum stjórnendur okkar innan- húss og hefur tekist að mynda stjórnendahóp með sama skilning og skilgreindar væntingar. TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON „OKKUR LIGGUR Á“ Stiklað á stóru í sögu Actavis síðan 1999 1999: Pharmaco kaupir Balkanpharma, stærsta lyfjafyrirtæki Búlgaríu. 2001: Delta kaupir verksmiðju á Möltu. 2002: Delta kaupir Omega Pharma, Íslandi. Samruni Pharmaco (nú Actavis) og Delta. Kaup á Zdravlje í Serbíu. 2004: Kaup á pólska lyfjafyrirtækinu Biovena. Sölu- og markaðsskrifstofur í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi keyptar af PLIVA. Kaup á einu stærsta lyfjafyrirtæki í Tyrklandi, Fako. 2005: Kaup á Alpharma Human Generics. Kaup á Keri Pharma í Ungverjalandi. Kaup á Higia, stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu. Kaup á Amide Pharmaceuticals í Bandaríkjunum. Kaup á Pharma Avalanche í Tékklandi og Slóvakíu. Kaup á rannsóknarfyrirtækinu Lotus á Indlandi. 2006: Actavis kaupir rúmenska fyrirtækið Sindan, framleiðir krabbameinslyf. Actavis kaupir 51% hlut í rússneska lyfjafyrir- tækinu ZiO Zdorovje. Kaup á Abrika Pharmaceuticals í Bandaríkjunum. Actavis býður 175 milljarða króna í Pliva, en kaupin takast ekki. Actavis sýnir áhuga á að kaupa 53% hlut rúmenska ríkisins í Antibiotice lasi í Rúmeníu. Actavis kaupir verksmiðju indverska lyfjafyrir- tækisins Grandix Pharmaceuticals.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.