Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2004, Qupperneq 14

Ægir - 01.09.2004, Qupperneq 14
14 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð Eftir að bolfiskvinnslan á Rauf- arhöfn var lögð af var mikil um- ræða um þörf á björgunaraðgerð- um frá hinu opinbera og stofnað var til nefndar sem átti að taka á vandanum. Talað um hrun at- vinnulífsins á Raufarhöfn og þar með byggðarlagsins. Ekkert hefur heyrst frá þessari björgunarnefnd, enda er það svo að litlu færri hafa atvinnu við þá vinnslu sem GPG er með núna á Raufarhöfn en voru undir það síðasta í bolfiskvinnslu Brims. Öflugir í saltfiski GPG er með gríðarlega öfluga saltfiskvinnslu á Húsavík, þar sem áherslan er á þurrsaltaðan fisk fyrir Portúgal og Spán. Einnig hefur GPG haslað sér völl í saltfiskvinnslu í Norður-Noregi. Sú vinnsluaðferð sem er beitt á Raufarhöfn er þekkt hér á landi, en engu að síður eru ekki mörg fyrirtæki sem hafa svo umfangs- mikla vinnslu á þessu sviði. Það sem vekur óneitanlega töluverða athygli þegar inn í vinnslusali GPG á Raufarhöfn er komið er hversu vel tækjum búin þessi vinnsla er. Aukin afköst Magnús Einarsson, verkstjóri hjá GPG á Raufarhöfn, segir að vissulega hafi það verið töluvert stórt stökk að fara úr hefðbund- inni bolfiskfrystingu yfir í létt- Léttsaltað á Raufarhöfn Þann 1. október 2003 hóf saltfiskverkunar- og fiskþurrkunarfyrirtækið GPG á Húsavík vinnslu á léttsöltuum þorsflökum á Raufarhöfn. Vinnsl- an er í húsnæði þar sem áður var bolfiskvinnsla á vegum Jökuls hf. og síðar ÚA og Brims. Þeirri vinnslu, sem byggði fyrst og fremst á rússa- fiski, var hætt síðsumars 2003, enda var afkoma af henni sögð óviðun- andi. Léttsöltuðu flökin eru í kerunum í saltpækli í tvo sólarhringa.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.