Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2004, Page 23

Ægir - 01.09.2004, Page 23
23 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð bergs var færður yfir á Svan gegn því að skipið landaði honum og uppsjávarfiski úr eigin aflaheim- ildum til vinnslu hjá Tanga. „Það blasir því við verkefnaleysi fyrir Sunnuberg og við höfum m.a. verið að horfa til þess að selja skipið. Það er hins vegar engin niðurstaða komin í það mál,“ seg- ir Vilhjálmur. Í áhöfnum skipa Tanga eru fyrst og fremst Vopnfirðingar. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki sett skilyrði um að áhafnirnar hafi lögheimili sitt skráð á Vopnafirði. „Áhöfnin á Brettingi er nær eingöngu heima- menn, en á Sunnuberginu eru skipstjórnarmenn úr Reykjavík,“ segir Vilhjálmur. Fyrsta ferskfisklínan Loðnubræðsla Tanga hf. er að sögn Vilhjálms í ágætu standi, tækjabúnaður hennar hefur reglu- lega verið endurnýjaður og leitast við að hún fylgi ströngustu kröf- um á hverjum tíma. „Loðnuverk- smiðjan stendur fyllilega fyrir sínu,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverð frysting er á loðnu fyrir Rússland og einnig hefur fyrirtækið lagt áherslu á hrogna- frystingu og segir Vilhjálmur stefnuna að auka hana enn frekar. Tangi hf. var lengi í vinnslu á svokölluðum rússafiski, en af- koman af þeirri vinnslu var orðin óviðunandi. Og þegar við bættist að afkoma af frystingu Brettings á grálúðu og karfa fór versnandi fóru stjórnendur Tanga að end- urmeta stöðuna og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á vinnslu á ferskum bolfiski, svokölluðum flugfiski. Samið var við Skagann hf. um smíði á sér- stakri ferskfiskvinnslulínu og var hún tekin í notkun fyrir um ári síðan, sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. „Það var ljóst að besta framlegð og afkoma af veiðum Brettings var í þorski og okkur var það líka ljóst að við næðum upp afkomu í landvinnslunni með því að vinna eigið hráefni. Við tókum um það ákvörðun að vinna fisk í flug, sem hefur verið vaxandi spurn eftir. Forsenda fyrir þessari vinnslu eru batnandi vegasamgöngur, raunar er eftir að byggja upp veginn hingað niður í byggðarlagið, en að öðru leyti hefur orðið bylting í vegasam- göngum sem er forsenda fyrir daglegum flutningum á afurðum Flökin fara inn í sérstakan kæli áður en leið þeirra liggur í gegnum roðflettivélina. Vilhjálmur Vilhjálmsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. „Ég var ráðinn skrifstofustjóri Tanga hf. fyrir fjórum árum, en við hjónin höfðum oft rætt það í gegnum tíðina að það gæti verið gaman að breyta til og flytja út á land. Þegar þetta starf bauðst hjá Tanga fannst okkur kjörið að nýta tækifærið og við sjáum ekki eftir því. Ég hafði reyndar kynnst rekstri Tanga eilítið, bæði þegar ég starfaði hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna um sjö ára skeið og einnig í þau fjögur ár sem ég vann hjá Fiskafurðum við kaup og sölu á fiski af Rússum. Meðal annars kom ég að sölu á síld og loðnu héðan frá Vopnafirði til Rússlands. Ég hafði því nokkrum sinn- um komið hingað og þekkti til staðarins.“ Vilhjálmur segir að vissulega sé stór munur á Vopnafirði og Reykjavík. „Þegar ég fluttist hingað austur fannst mér stærsti munurinn felast í því að losna við umferðarljósin,“ segir hann og brosir, en lítið fer fyrir umferðarljósum á Vopnafirði. „Einnig tók ég fljótt eftir því að tíminn nýttist miklu betur hér. Þetta sýndi sig best í því að eftir vinnu klukkan fimm hafði ég tíma til þess að skjótast í búðina, skipta um föt, vitja um silunganetin og vera engu að síður kominn heim fyrir klukkan sex!“ Fyrir tveimur árum var Vilhjálmur ráð- innn framkvæmdastjóri Tanga hf. Hann segist vera heimakær og neitar því að starfið krefjist þess að hann sé löngum stundum í höfuðborginni. Segja megi að hann þurfi starfsins vegna ekki að sækja til Reykjavíkur nema að jafnaði einu sinni í mánuði. Enda kannski eins gott, því vissulega er um langan veg að fara til Reykjavíkur, höfuðborgin er jú einfaldlega hinum megin á landinu. „Ég kann ákaflega vel við þetta starf, þetta er mjög skemmtilegt en jafnframt krefjandi,“ segir Vilhjálmur, sem er stýri- maður og útgerðartæknir að mennt auk Verslunarskólaprófs. „Ég hef lengi verið tengdur sjávarútveginum á einn eða annan hátt. Mín fyrsta launaða vinna var í skreið hjá Venusi í Hafnarfirði þegar ég var ellefu ára og launin voru ellefu aurar á tímann. Fimmtán ára gamall fór ég fyrst á togara. Ég þekki því vel til sjómennskunnar og það nýtist mér vel í þessu starfi.“ Áhugavert og krefjandi starf Vilhjálmur Vilhjálmsson: Ég kann ákaflega vel við þetta starf, þetta er mjög skemmtilegt en jafn- framt krefjandi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.