Ægir - 01.09.2004, Page 32
N Ý R B Á T U R
Í lúkar er góða aðstaða fyrir
þrjá menn. Þar er ísskápur, ör-
bylgjuofn, keramikhelluborð og
sjónvarp. Í stýrishúsi eru þrír
stólar. Þar eru annars öll tæki frá
R.Sigmundssyni, en tæknimenn
frá fyrirtækinu Mareind í Grund-
arfirði settu þau í.
Tækniupplýsingar
Sem fyrr segir er Matthías SH-21
14,9 brúttótonn eða 11,8 brúttó-
rúmlestir. Báturinn ber 12 660
lítra ker. Hámarksganghraði er
30 sjómílur, en ganghraði með
allan búnað um borð er 28 sjó-
mílur. Á 1800 snúningum er
ganghraði 20 sjómílur og er þá
eyðslan ca. 3,8 lítrar á sjómílu.
Við 2000 snúninga er ganghrað-
inn 24 mílur og eyðslan ca. 3,8
lítrar á sjómílu. Við 2200 snún-
inga er ganghraðinn 26 sjómílur
og eyðslan ca. 4 lítrar á sjómílu.
Þyngd bátsins, þegar hann er með
öllum búnaði og fullum olíu-
tanki, er 14,2 tonn. Fellikjölur
bátsins, sem dregur úr reki og
gerir bátinn betri í andófi, er 40
cm djúpur og 5,5 metra langur,
fer sjálfkrafa upp þegar báturinn
fer yfir 12 mílur.
Vélin er af gerðinni Volvo D12
650 hp. Gír og gírhlutfall er ZF
325IV 2:1.
Skrúfan er 31“-27,5“. Hliðar-
skrúfan er 250m/m glussadrifi 15
hp.
Hliðarskrúfa er tengd sjálfstýr-
ingu og sér um að halda bátnum
á réttri stefnu þegar línan er
dregin. Og fellikjölurinn sér til
þess að báturinn snúist ekki und-
an vindi.
Mustad beitningarvélin er með
13.000 þúsund krókum. Um
borð eru öll fullkomnustu fiski-
leitartæki; radar, plotter og sjálf-
stýring.
Yfirbygging bátsins er ca. 800
kg og gerð með lofttæmiaðferð og
PVC kjarna. Á bátnum eru tvær
hurðir og þrjár lúgur.
Vel sáttir við útkomuna
Sigurjón Ragnarsson hjá Seiglu
segir að menn sé mjög sáttir við
bátinn, bæði framleiðendurnir og
eigendur. Nú þegar sé búið að
fara í nokkra róðra á Matthíasi og
hann komi mjög vel út. Sigurjón
segir að menn hafi sýnt þessari
tegund báta mikinn áhuga og því
býst hann fastlega við að fram-
hald verði á. „Það er alveg ljóst að
þessi aðferð við smíði báta er víð-
ast að ryðja sér mjög til rúms og
við tökum að sjálfsögðu þátt í
því,“ segir Sigurjón og vísar þar
til svokallaðrar vakúm-lofttæmi-
aðferðar. Þessi aðferð við smíðina
er mun umhverfisvænni en áður
og nú er Seigla með í smíðum 30
tonna netaveiðiskip, Happasæl
KE, og þar er þessari vakúm-að-
ferð beitt við smíðina á skrokkn-
um. „Ég hygg að þarna séum við
að þróa framtíðar fiskibát,“ segir
Sigurjón, en við það er miðað að
Happasæll verði fullbúinn innan
fárra vikna.
Matthías SH-21 frá Seiglu ehf.
Seigla ehf. hefur afhent fyrsta yfirbyggða bátinn af gerðinni Seigur 1160. Báturinn
hlaut nafnið Matthías SH-21 og er er 14,9 brúttótonn að stærð. Eigandi er Nónvarða
ehf., sem er í eigu Kristjáns Jónssonar á Hellissandi. Báturinn, sem verður gerður út frá
Rifi, er á krókaaflamarki. Hann er 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður og er fjórði
báturinn af þessari tegund sem Seigla smíðar. Matthías er búinn beitningarvél frá
Mustad, í honum er 650 hestafla Volvo-aðalvél og er mesti ganghraði 30 sjómílur á
klukkustund. Lestin tekur tólf 660 lítra fiskikör.
Matthías SH er 14,9 brúttó-
tonn að stærð. Eigandi er
Nónvarða ehf. á Hellissandi.
Sigurjón Ragnarsson: Mjög sáttir við útkomuna.
32