Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2004, Page 35

Ægir - 01.09.2004, Page 35
35 R A N N S Ó K N I R hana og að hún endist nægilega lengi í sjónum. Tilraunir hafa verið gerðar með alls konar grisjuefni sem umbúðir fyrir beituhráefni og eins hafa verið notuð ýmis bindiefni til að beitan haldist saman án umbúða. Þessar tilraunir gengu illa framan af, yf- irleitt vildi beitan leysast of fljótt upp. Þegar bindiefni hafa verið notuð hefur útstreymið oft verið of lítið, því að bindiefni geta hindrað útstreymið og gefið auk þess frá sér fráhrindandi efni. Með tilkomu nýju pokabeitunnar sem þróuð var í verkefninu er þetta vandamál leyst. Notuð eru trefja- efni sem hafa ákveðið gegndræpi utan um beituna og tryggir þetta útstreymi beituhráefnisins í nægilegu magni í æskilegan tíma. Val á hráefni Þorskur er ránfiskur sem veiðir sér til matar þannig að hann lifir á mjög ferskri fæðu. Reynslan sýnir að ekki þýðir að bjóða þorskinum upp á annað en mjög ferska beitu. Ýsan er aftur á móti hráæta og laðast að beitu þó hún sé ekki alveg fersk. Með vali á beituhráefni er því hugsanlega hægt að stýra að einhverju leyti hvaða tegund er veidd hverju sinni. Einnig er talið að stærð beitu geti að miklu leyti stjórnað stærð fiska á línunni. Beitan þarf að innihalda þau grunnefni sem laða fiskinn að. Fyrri rannsóknir hafa aðallega skoðað áhrif amínósýra í út- streyminu til að laða fisk að beit- unni. Í „beitu“-verkefninu sem ESB styrkir er aðallega lagt út frá því að skoða samsetningu á fríum amínósýrum í beituhráefni eins og gert hefur verið í fyrri rann- sóknum ásamt því að skoða heild- arefnasamsetningu og fríar fitu- sýrur. Gerðar hafa verið ítarlegar efna- greiningar á þeirri beitu, sem mest er notuð hér við land, svo sem smokkfiski, sandsíli og mak- ríl. Eins hafa nákvæmar mælingar farið fram á ýmsu hráefni sem getur nýst í beitu eitt og sér eða í blöndu, svo sem loðna, kolmunni, bolfiskafskurður, kúffiskhrat, úr- gangur eftir síldarflökun o.fl. Frekari rannsókna er þörf á virkni annarra niðurbrotsefna í beitu. Ýmsar vísbendingar í verk- efninu sýndu að ferskleiki beit- unnar skiptir miklu máli til að laða fiskinn að beitunni. Rann- sóknir á ferskleikalykt í fiski hafa sýnt að það er fyrst og fremst nið- urbrot á fjölómettuðum fitusýr- um vegna lipoxygenasa virkni, sem gefur ferska fiskilykt. Tilgát- an í Rannís-verkefninu er sú að hægt sé að auka virkni samsettrar beitu með því að nota hráefni sem inniheldur lipoxygenasa virkni, þannig að hún framleiði niður- brotsefni sem gefa ferska fiski- lykt. Jafnframt er tilgátan sú að hægt sé að að auka virkni beit- unnar með því að nýta proteasa- virkni til að auka útstreymi amínósýra. Ekki hefur verið rann- sakað áður hlutverk niðurbrots- efna frá fjölómettuðum fitusýrum (lipoxygenasa virkni) í því að laða fiskinn að agninu, né heldur er vitað til þess að proteasa virkni hafi verið sérstaklega skoðuð í beitu. Í verkefninu var sérstaklega rannsökuð samsetning lyktarefna sem mynduð eru úr fjölómettuð- um fitusýrum og gefa ferska fiski- lykt frá beitu. Jafnframt var skoð- uð almenn proteasavirkni í beitu- hráefninu. Eins og búast mátti við var mikil virkni í innyflum vegna meltingarensíma, en lítil í virkni í vöðva. Ætlunin er að nota niðurstöður efnagreininga frá hefðbundinni beitu sem líkan fyrir samsetningu á tilbúnu beitunni. Í hefðbund- inni beitu og mögulegu beituhrá- efni hefur verið mælt hlutfall hinna ýmsu næringarefna, svo sem fitu, próteins, vatns, salts og ösku. Auk þess hafa verið gerðar mælingar á fríum amínósýrum, fitusýrum og greining og mæling á rokgjörnum niðurbrotsefnum. Nýju pokabeitunni beitt fyrir tilraunaveiðar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.