Ægir - 01.04.2009, Side 14
14
Árið 2008 nam verðmæti út-
flutningsframleiðslu sjávaraf-
urða 181 milljarði króna og
jókst um 42,3% frá fyrra ári.
Framleiðslan mæld á föstu
verði dróst hins vegar saman
um 1,5%. Fluttar voru út sjáv-
arafurðir að verðmæti 171,3
milljarðar króna og jókst verð-
mæti þeirra milli ára um
34,3% en í magni um 12,5%.
Útflutt afurðaverðmæti allra
aflategunda nema skel- og
krabbadýra og flatfisks jókst
frá fyrra ári. Líkt og undanfar-
in ár skiluðu frystar afurðir
um helmingi útflutningsverð-
mætis. Af einstökum afurðum
vóg verðmæti blautverkaðs
saltfisks úr þorski mest, 14
milljarða króna. Af heildarút-
flutningi sjávarafurða fór 79%
til Evrópska efnahagssvæðis-
ins, 6,3% til Asíu og 5,6% til
Norður-Ameríku.
Minna flutt út af þorsk-
afurðum …
Á milli áranna 2007 og 2008
jókst útflutningur sjávarafurða
alls um rúm 77 þúsund tonn
eða 12,5%. Árið 2008 voru
flutt út 697 þúsund tonn sam-
anborið við 620 þúsund tonn
árið áður.
Tæp 252 þúsund tonn
voru flutt út af botnfiskafurð-
um, þar af námu þorskafurðir
88 þúsund tonnum en voru
árið áður 100 þúsund tonn.
Útfluttar afurðir flatfiskteg-
unda námu rúmum 18 þús-
und tonnum árið 2008 sam-
anborið við tæp 17 þúsund
tonn árið 2007. Afurðir grá-
lúðu vega þyngst í flatfisk-
afurðum og nam hlutur henn-
ar tæpum 9 þúsund tonnum
sem er um þúsund tonnum
meira en árið áður.
Hlutur uppsjávartegunda
var 47% af heildarútflutningi
sjávarafurða og nam tæpum
329 þúsund tonnum, sem er
um 16 þúsund tonna magn-
aukning frá árinu 2007. Síld-
arafurðir skipuðu stærstan
sess í útflutningi uppsjávaraf-
urða líkt og árið áður, en þær
voru um 184 þúsund tonn,
sem er rúmlega 30 þúsund
tonna aukning frá árinu áður.
Samdráttur varð í útflutningi
loðnuafurða á milli áranna
2007 og 2008.
Samtals voru flutt út 77
þúsund tonn af loðnuafurð-
um árið 2008 samanborið við
100 þúsund tonn árið áður.
Vert er að benda á að töluvert
magn af fiskmjöli er ekki teg-
undaskipt í útflutningsskýrsl-
um og flokkast því utan afla-
tegunda. Þetta mjöl er að
stærstum hluta uppsjávarfisk-
ur og var rúmlega 41 þúsund
tonn flutt út af því. Að sama
skapi ber að skoða tölur um
útflutning á mjöli einstakra
tegunda með fyrirvara þar
sem blöndun afurða á sér
stað í vinnsluferli þeirra.
Útflutningur skel- og
krabbadýra nam 20 þúsund
Ú T F L U T N I N G U R
Útflutningur sjávarafurða
nálgast 200 milljarða á ári
- sjávarafurðir innan við 40% af heildarverðmæti vöruútflutnings í fyrra