Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2009, Page 16

Ægir - 01.04.2009, Page 16
16 tonnum, sem er rúmlega 2 þúsund tonna aukning frá ár- inu 2007. Stærsti hluti þess útflutnings voru tæplega 18 þúsund tonn af rækju. … en verðmætið eykst! Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða árið 2008 nam 171,3 milljörðum króna og er það aukning um tæpa 44 millj- arða, eða um 34,3%, frá fyrra ári. Hlutdeild sjávarafurða af heildarverðmæti vöruútflutn- ings landsins fer enn minnk- andi, var 36,7% samanborið við 41,8% árið 2007. Afurðir botnfisks eru tæp 65% af verðmæti sjávarafurða eða tæpir 111 milljarðar og eykst verðmæti botnfisks um 25,6% milli ára. Hlutur þorskafurða er stærstur, en útflutningsverðmæti þeirra nam tæpum 60 milljörðum og jókst um 20,4% milli ára. Út- flutningsverðmæti ýsuafurða jókst úr tæpum 17 milljörðum 2007 í tæpa 20 milljarða árið 2008 eða um 19,9%. Mikil verðmætisaukning í síldinni Hlutur uppsjávartegunda af útflutningsverðmæti sjávaraf- urða var 17%, eða 22 milljarð- ar króna. Af einstökum teg- undum var útflutningsverð- mæti síldarafurða hæst og nam 18,8 milljörðum sem er 99% aukning frá fyrra ári. Verðmæti loðnuafurða jókst um 18,4% eða um tæpa 2 milljarða frá árinu 2007 og nam 11,7 milljörðum króna árið 2008. Útflutningsverð- mæti kolmunnaafurða var 3,4 milljarðar króna, sem er aukning frá fyrra ári um 0,6 milljarða króna. Verðmæti blandaðs fiskmjöls var 4 millj- arðar króna árið 2008. Ísaðar afurðir sækja á Af einstökum afurðaflokkum skilaði frysting um helmingi alls útflutningsverðmætis eða 84,9 milljörðum króna sem er tæplega 22 milljarða aukning frá árinu 2007. Útflutnings- verðmæti ísaðra fiskafurða hefur verið að aukast undan- farin ár og verðmæti þeirra jukust um rúma 9 milljarða, námu 24 milljörðum króna. Þetta er fjórða árið í röð sem verðmæti ísaðra afurða eru meiri en saltaðra, en verð- mæti þeirra urðu um 25 millj- arðar króna. Hlutfall ísaðra afurða af útflutningsverðmæti var um 20% en hlutur saltaðra afurða nam tæpum 15%. Út- flutningsverðmæti mjöls og lýsis námu 13% af útflutnings- verðmæti sjávarafurða og skil- uðu 22,3 milljörðum króna í útflutningstekjur en 14,6 millj- örðum árið 2007. Blautverkaður saltfiskur úr þorski skilaði mestu útflutn- ingsverðmæti, sem nam 14 milljörðum króna, þá fryst rækja sem skilaði 8,8 milljörð- um, landfryst þorskflök gáfu 7 milljarða króna og ný kæld eða ísvarin þorskflök 6,8 milljarða. Útflutningsverðmæti sjáv- arafurða umreiknað í Banda- ríkjadali var 1.950 milljónir á árinu 2007 og dróst saman um 48 milljónir eða 2,4% frá fyrra ári. Krónan veiktist á ár- inu og hækkaði meðalverð á dollara um 38% á árinu 2008 miðað við fyrra ár og í heild hækkaði meðalverð gjald- miðla um 41% á árinu. Samdráttur miðað við fast verð Útflutningsframleiðsla sjávar- afurða jókst um 42,3% frá ár- inu 2007. Sé útflutningsfram- leiðslan hins vegar metin á föstu verði ársins 2004 er um samdrátt að ræða sem nemur 1,5%. Til útflutningsfram- leiðslu sjávarafurða teljast hvorki afurðir fiskeldis né niðurlagðar sjávarafurðir. Heildarverðmæti útflutn- ingsframleiðslunnar á árinu 2008 nam 181 milljarði króna en framleiðsla ársins 2007 nam 127 milljörðum. Hlutur sjávarafurða af heildarverðmæti vöruútflutnings 1998–2008. Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 2007 og 2008. Ú T F L U T N I N G U R SH S / 1 06 24

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.