Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2009, Page 30

Ægir - 01.04.2009, Page 30
30 V I Ð T A L úr efnahagsumhverfi sjávarút- vegsins. Sumir stjórnmála- menn leyfa sér að kalla þetta hagsmunavæl kvótagreifa og háskólamenn í álitsgjafahlut- verki láta sér fátt um finnast og afgreiða mótrakalaust beint út af borðinu það sem ég hef fært fram. Ég bið ekki um annað að mér sé svarað með efnislegum röksemdum sem hrekja staðreyndir árs- reikninganna en þetta fólk talar bara áfram á ruglkennd- um nótum og viðheldur þannig umræðu sem er þoku- kennd en ætti að vera vitræn. Sömuleiðis má ætlast til þess að fjölmiðlafólk líti á hlutverk sitt sem leit að sannleikanum en ekki að fara jafnvel með hreint fleipur. Egill Helgason leyfði sér til dæmis að full- yrða að sjávarútvegurinn skuldaði 500-800 milljarða króna án þess að færa fyrir því nokkra einustu heimild, sem auðvitað er ekki hægt af því að fullyrðingin er bull! Hann sýndi því engan áhuga að leiðrétta vitleysuna og heldur ekki að fjalla um ástæður þess að Seðlabank- inn telur skuldirnar vera ná- lægt 500 milljörðum króna í árslok 2008. Seðlabankatalan er vissulega ekki heilagur sannleikur og um hana má vissulega ræða frekar. Þannig telur Deloitte skuldirnar vera um 430 milljarða en ég held að talan sé enn lægri eða um 400 milljarðar króna. Þarna skeikar sem sagt allt að hundrað milljörðum króna en slíkt er sjálfsagt talinn hreinn tittlingaskítur í öllum kjafta- vaðlinum sem einkennir Silf- urs Egils sem Ríkisútvarpið heldur úti.“ Á miðunum. Binni telur glannalega hafa verið farið með tölur um skuldastöðu sjávarútvegsins í þjóðfélagsumræðunni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.