Ægir - 01.04.2009, Side 34
34
N Ý S K Ö P U N Í S J Á V A R Ú T V E G I
Fulltrúar nýsköpunar-, rann-
sókna og sprotafyrirtækja í
strandríkjum Kanada voru
fjölmennir á ráðstefnu um ný-
sköpun í norrænum sjávarút-
vegi sem haldin var í Reykjavík
nú í maímánuði. Ráðstefnu-
gestir voru vel á annað hundr-
að frá tólf löndum. Í fram-
söguerindum kom fram að
óendanlega margir möguleik-
ar væru á rannsóknum og ný-
sköpun í sjávarútvegi. Eftir-
spurn eftir fiski og sjávaraf-
urðum hefði aldrei verið meiri,
en á sama tíma færi allt of
mikið af auðlindum hafsins til
spillis.
Íslendingar fara nú með
formennsku í Norrænu ráð-
herranefndinni en ráðstefnan
var haldin í samstarfi íslenska
sjávarútvegsráðuneytisins,
Norrænu ráðherranefndarinn-
ar, Norrænu nýsköpunarmið-
stöðvarinnar, Norræna Atl-
antssamstarfinu og Matís.
Meðal fyrirlesara var Thor-
vald Gran, prófessor við Há-
skólann í Björgvin, sem benti
í erindi sínu á að upplýsinga-
tæknin hefði leitt til byltingar
í rannsóknum og þekkingar-
miðlun í sjávarútvegi. Með
opnum hugbúnaði og ný-
sköpun hefðu svæðisbundin
og alþjóðleg þekkingarnet
þanist út og fjarlægðin milli
fræðaheims og atvinnulífs
orðið minni. „En við megum
ekki halda að öll nýsköpun
sé góð - hún þarf líka ákveð-
ið frelsi utan stofnanaramm-
anna. Opin nýsköpun þýðir
að miðla verður þekkingu inn
á markaðinn - og á sama hátt
verða fyrirtæki og fræðaheim-
urinn að miðla sinni þekk-
ingu. Ef of staðlaðar kröfur
eru gerðar til nýsköpunar get-
ur það hamlað framförum,“
sagði Gran. Hann benti líka á
ýmis svæði væru að verða
efnahagslegar grunneiningar í
alþjóðlegu þekkingarhagkerfi,
s.s. á sviði sjávarútvegs.
Johannes Larsen, nýsköp-
unarráðgjafi hjá Rannsóknar-
ráði Kanada, hvatti norræna
ráðstefnugesti til að nota
tækifærið og mynda tengsl
við samstarfsaðila í strandríkj-
um Kanada til að koma á
samstarfi í nýsköpun og
rekstri sprotafyrirtækja. Hann
upplýsti að 21 einkafyrirtæki
sem stuðluðu með stjórnvöld-
um að nýsköpun væru við
Atlantshafsströnd Kanada.
„Við höfum mikinn áhuga á
samstarfi við norrænar stofn-
anir og fyrirtæki um nýsköp-
un,“ sagði Larsen.
Tækifærin leynast víða
Sigríður Þormóðsdóttir sem
Frá ráðstefnunni um nýsköpun í norrænum sjávarútvegi.
Ráðstefna um nýsköpun í norrænum sjávarútvegi:
Er þess fullviss að
nýsköpnartækifæri liggja
víða í sjávarútveginum
- segir Sigríður Þormóðsdóttir hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni í Osló