Ægir - 01.04.2009, Page 50
50
K Y N N I N G
Háskólinn á Hólum hefur
kennt fiskeldi í meira en ald-
arfjórðung og er eini skólinn á
landinu sem sinnir kennslu í
greininni. Námsleiðin er
blanda af námskeiðum um
tæknilegar og fræðilegar hlið-
ar fiskeldis. Jafnframt er leit-
ast við að treysta grunnþekk-
ingu nemenda m.a. með nám-
skeiðum um fiskalíffræði og
rekstur fiskeldisstöðva. Námið
er einkum ætlað stjórnendum
fiskeldisstöðva og starfsmönn-
um sem sinna sérhæfðum og
vandasamari hlutum eldisins.
Að námi loknu útskrifast nem-
endur sem fiskeldisfræðingar.
Góðar atvinnuhorfur
Atvinnuhorfur útskrifaðra
fiskeldisfræðinga hafa verið
góðar og framtíðarhorfur í
fiskeldi eru sömuleiðis góðar.
Bleikjueldi hefur gengið vel
og vænta má vaxtar í grein-
inni. Unnið er að tilraunum
hér á landi með eldi á lúðu
og sandhverfu. Vöxtur þorsk-
eldis hefur tafist m.a. vegna
skorts á seiðum til eldisins.
Það stendur þó til bóta. Segja
má að eldi á þorski sé á þró-
unarskeiði, en búist er við því
að þorskeldi geti orðið öflug
atvinnugrein hér á landi á
komandi árum.
Stað- og fjarnám
Helsti munurinn á fjarnámi og
staðnámi í fiskeldi felst í því
að í staðnámi fá nemendur
mun meiri verklega kennslu
en hægt er að koma við í fjar-
námi. Nemendur einbeita sér
að náminu og jafnframt
myndast samfélag nemenda á
staðnum sem veitir mikilvæg-
an stuðning.
Gert er ráð fyrir því að
þeir nemendur sem velja fjar-
nám geti stundað námið sam-
hliða vinnu, en þá er mælt
með því að þeir gefi sér tvö
ár til þess að ljúka náminu.
Fjarnemar geta stundað nám-
ið hvar sem þeir geta verið í
netsambandi. Þeir fá aðgang
að vefsvæði skólans og sækja
þangað fyrirlestra og önnur
námsgögn. Á vefsvæðinu geta
nemendur einnig haft sam-
skipti við aðra nemendur og
kennara. Lögð eru fyrir verk-
efni sem nemendur leysa
heima hjá sér.
Nemendur koma einnig að
Hólum að jafnaði þrisvar á
önn í staðbundnar þriggja til
fimm daga lotur þar sem
kenndar eru verklegar hliðar
fiskeldis og einnig er farið í
vettvangsferðir. Þannig heim-
sækja nemendur flestar ís-
lenskar fiskeldisstöðvar og
stofnanir sem tengjast fiskeldi
á meðan á náminu stendur.
Lokaáfangi kennslunnar er 12
vikna verknám í viðurkenndri
fiskeldisstöð.
Frábær aðstaða
Aðstaða Háskólans á Hólum
til rannsókna á fiskeldi og líf-
ríki sjávar og ferskvatns er
frábær. Aðalstarfstöð deildar-
innar er í Verinu á Sauðár-
króki og þar eru rannsóknar-
stofur og fiskeldisstöð. Á Hól-
um er eldisstöð þar sem er
bleikjukynbótastöð og einnig
fyrirtækið Hólalax. Nálægð
við vötn, ár og sjó skiptir máli
í starfi deildarinnar. Fjölbreytt-
ar gerðir vatna eru á svæðinu
og eru flest þeirra ósnortin.
Helgi Thorarensen
deildarstjóri
Fiskeldi - spriklandi atvinnugrein
- nám boðið bæði í staðnámi og fjarnámi við Háskólann á Hólum
Atvinnuhorfur útskrif-
aðra fiskeldisfræðinga
hafa verið góðar og
framtíðarhorfur í fiskeldi
eru sömuleiðis góðar.
Skólinn býr við góða aðstöðu til fiskeldiskennslunnar. Aðalstarfstöð
deildarinnar er í Verinu á Sauðárkróki og þar eru rannsóknarstofur og
fiskeldisstöð. Á Hólum er eldisstöð þar sem er bleikjukynbótastöð og
einnig fyrirtækið Hólalax.