Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2009, Qupperneq 50

Ægir - 01.04.2009, Qupperneq 50
50 K Y N N I N G Háskólinn á Hólum hefur kennt fiskeldi í meira en ald- arfjórðung og er eini skólinn á landinu sem sinnir kennslu í greininni. Námsleiðin er blanda af námskeiðum um tæknilegar og fræðilegar hlið- ar fiskeldis. Jafnframt er leit- ast við að treysta grunnþekk- ingu nemenda m.a. með nám- skeiðum um fiskalíffræði og rekstur fiskeldisstöðva. Námið er einkum ætlað stjórnendum fiskeldisstöðva og starfsmönn- um sem sinna sérhæfðum og vandasamari hlutum eldisins. Að námi loknu útskrifast nem- endur sem fiskeldisfræðingar. Góðar atvinnuhorfur Atvinnuhorfur útskrifaðra fiskeldisfræðinga hafa verið góðar og framtíðarhorfur í fiskeldi eru sömuleiðis góðar. Bleikjueldi hefur gengið vel og vænta má vaxtar í grein- inni. Unnið er að tilraunum hér á landi með eldi á lúðu og sandhverfu. Vöxtur þorsk- eldis hefur tafist m.a. vegna skorts á seiðum til eldisins. Það stendur þó til bóta. Segja má að eldi á þorski sé á þró- unarskeiði, en búist er við því að þorskeldi geti orðið öflug atvinnugrein hér á landi á komandi árum. Stað- og fjarnám Helsti munurinn á fjarnámi og staðnámi í fiskeldi felst í því að í staðnámi fá nemendur mun meiri verklega kennslu en hægt er að koma við í fjar- námi. Nemendur einbeita sér að náminu og jafnframt myndast samfélag nemenda á staðnum sem veitir mikilvæg- an stuðning. Gert er ráð fyrir því að þeir nemendur sem velja fjar- nám geti stundað námið sam- hliða vinnu, en þá er mælt með því að þeir gefi sér tvö ár til þess að ljúka náminu. Fjarnemar geta stundað nám- ið hvar sem þeir geta verið í netsambandi. Þeir fá aðgang að vefsvæði skólans og sækja þangað fyrirlestra og önnur námsgögn. Á vefsvæðinu geta nemendur einnig haft sam- skipti við aðra nemendur og kennara. Lögð eru fyrir verk- efni sem nemendur leysa heima hjá sér. Nemendur koma einnig að Hólum að jafnaði þrisvar á önn í staðbundnar þriggja til fimm daga lotur þar sem kenndar eru verklegar hliðar fiskeldis og einnig er farið í vettvangsferðir. Þannig heim- sækja nemendur flestar ís- lenskar fiskeldisstöðvar og stofnanir sem tengjast fiskeldi á meðan á náminu stendur. Lokaáfangi kennslunnar er 12 vikna verknám í viðurkenndri fiskeldisstöð. Frábær aðstaða Aðstaða Háskólans á Hólum til rannsókna á fiskeldi og líf- ríki sjávar og ferskvatns er frábær. Aðalstarfstöð deildar- innar er í Verinu á Sauðár- króki og þar eru rannsóknar- stofur og fiskeldisstöð. Á Hól- um er eldisstöð þar sem er bleikjukynbótastöð og einnig fyrirtækið Hólalax. Nálægð við vötn, ár og sjó skiptir máli í starfi deildarinnar. Fjölbreytt- ar gerðir vatna eru á svæðinu og eru flest þeirra ósnortin. Helgi Thorarensen deildarstjóri Fiskeldi - spriklandi atvinnugrein - nám boðið bæði í staðnámi og fjarnámi við Háskólann á Hólum Atvinnuhorfur útskrif- aðra fiskeldisfræðinga hafa verið góðar og framtíðarhorfur í fiskeldi eru sömuleiðis góðar. Skólinn býr við góða aðstöðu til fiskeldiskennslunnar. Aðalstarfstöð deildarinnar er í Verinu á Sauðárkróki og þar eru rannsóknarstofur og fiskeldisstöð. Á Hólum er eldisstöð þar sem er bleikjukynbótastöð og einnig fyrirtækið Hólalax.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.