Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2009, Page 56

Ægir - 01.04.2009, Page 56
56 N Ý T T F I S K I S K I P Óskum útgerð og áhöfn Skinneyjar SF 20 til hamingju með glæsilegt skip Skinney SF 20 Vagnhöfða 12 – 110 Reykjavík - Sími 567 2800 - mdvelar@mdvelar.is - www.mdvelar.is máli að hafa yfir að ráða skip- um sem geti stundað neta- og snurvoðarveiðar sem útheimti minni olíunotkun en botn- vörpuveiðarnar. „Ef olíuverðið rýkur á nýjan leik upp þá er ég ekki í vafa um að útgerðir eiga eftir að beina kastljósinu enn frekar að netaveiðunum og þeim útgerðarháttum sem kalla á minni olíunotkun. Systurbátarnir á Hornafirði eru því mjög spennandi bátar fyrir útgerðirnar. Mér heyrist líka allir vera sammála um að smíðin sé vönduð og hand- bragðið allt mjög gott. Þannig að þetta verkefni virðist hafa tekist vel,“ segir Sævar og bætir við að rafmagnsspilbún- aðurinn marki skipunum tveimur algjöra sérstöðu. „Skipin eru smíðuð fyrir út- gerð með blandaðar aflaheim- ildir og á margan hátt eru þau því útfærð út frá þörfum út- gerðarinnar. En fyrst og fremst eru þetta bátar sem hafa þann möguleika að fara á þann veiðiskap sem er hagkvæm- astur hvað varðar olíueyðslu,“ segir Sævar. Rafmagnsvindurnar marka sérstöðu Naust Marine í Hafnarfirði hafði milligöngu um smíði skipsins í Taiwan og hafði með allan rafknúna spilabún- aðinn að gera. Sjálf spilin eru framleidd hjá Ibercisa í Vigo á Spáni en Naust Marine sá um stjórnbúnaðinn og Auto Trawl kerfið. Helgi Kristjáns- son, sölumaður hjá Naust Marine, er ánægður með út- komuna. „Jú, mér heyrist allir vera sammála um að vel hafi tekist til og að smíðin sé góð. Stóra málið í þessum skipum á Hornafirði eru rafmagnsvind- urnar sem eru nýjung í skip- um af þessari stærð, auk þess sem við vitum ekki til þess að snurvoðarbátur hafi áður ver- ið búinn rafmagnsvindum. Hér á árum áður komu að vísu togarar hingað til lands frá Frakklandi búnir raf- mangsspilum en núna eru þetta alsjálvirk spil og talsvert frábrugðin tæki því sem þá var,” segir Helgi. Hann segir engan vafa leika á að útgerðir hafi auk- Í fiskimóttökunnni. Ljósmynd: Sverrir Aðalsteinsson Í káetunni. Ljósmynd: Skipasýn Lj ós m yn d: S ve rr ir A ða ls te in ss on

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.