Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rauðum vasaklút. Síðan ók afi minn á stað með aflann í hjólbörum og seldi hann niðrí bæ gegn borgun útí hönd, á götunni eða við dyr manna. A vetrarvertíð og eins að áliðnu sumri veiddi hann aðallega þorsk og ýsu, en stundum kola eða jafnvel smáflyðru; annar fiskur var ekki sýndur. Það sem ekki seldist um leið verkaði afi heima og heingdi uppá rár útí hjalli og herti í skreið. Þegar kom frammá útmánuði hætti hann að róa til fiskjar sem kall- að var, og fór að stunda hrokkelsi. Þau sótti hann útí þarann, ýmist í Skerjafirði eða útvið Granda. Eg veit ekki hvort menn vita alment að hrokk- elsi skiftast í tvo flokka, grásleppu og rauðmaga. Rauðmaginn er einn lit- fegurstur fiskur sem sögur fara af og að því skapi bragðgóður, en gráslepp- an þykir lakari og er venjulega sett í salt. Þeir sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagakallar, en altaf grásleppukallar, og slíkur kall var afi minn. Þá er talið vor á Suður- nesjum þegar rauðmagi fer að glæð- ast og skín á barklituð segl frans- manna útá Flóa. Altaf á mornana úr því komið var undir góulok var afi minn kominn oní bæ með hjólbörur sínar um fótaferðartímá að selja nýan rauðmaga. Menn sem róa svona skamt út eru vanalega ekki kallaðir sjómenn á íslandi, — ég efast um að afi minn hafi nokkurntíma séð rúmsævi alla ævi. Og það var ekki heldur hægt að kalla hann útvegsbónda þó hann væri að damla með liðléttíngi uppí þaran- um, eða legði net einsog dorgarskot frá landi. í öðrurn löndum mundi sá maður heita fiskimaður eða fiskari, sem rær út á skektu í hýtið á mornana og er kominn með fiskinn að dyrum manna um fótaferð. Sjálfur var afi minn líka dálítið einsog fiskarar á út- lendum málverkum, nema hvað hann var aldrei í stígvélum og þaðanafsíður á klossum, heldur altaf í þessum þjóð- legu mokkasínum sem eru kallaðir ís- lenskir skór eða þynkuskór og gerðir heima úr álúnuðu skinni; og þegar hann var á sjó í rigníngu eða ágjöf, þá fór hann í leistabrækur og stakk, hvorttveggja úr skinni sem var borið í Iýsi. En þegar hann var á stjái í bæn- um, þá var hann í þessum grænu ís- lensku þynkuskóm, og bláum ullar- sokkum með hvítri rönd ofantil sem hún amma mín vann; og ef blautt var um, þá bretti hann buxurnar oní sokk- ana; og það var aldrei sú for á götun- um að sæi örðu á skónum eða sokkun- um hans afa míns; og hann var með skeggkraga kríngum hökuna einsog hollenskir eða danskir fiskarar á myndurn, og sítt hár í hvítum lokkum, þverskorið að neðan; og þegar hann var ekki með suðvestið sitt þá var hann með barðastóran svartan hatt af því tagi sem kallaðir eru guðfræðínga- hattar á Þýskalandi en listamanna- hattar í Danmörku, með lágum hrotn- um kolli og rauðu silkifóðri innaní; og þessi hattur var aldrei nýr það ég 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.