Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
máli, hvort við værum gift eða ekki
gift. Gifting er skrípaleikur.“
Andsvar hennar var rólegt og hnit-
miðað:
„Ef ég á að taka þetta sem bónorð,
svara ég því, að eins og ég hef nú
þegar sagt þér, þá er ég trúlofuð og
ætla að ganga í hjónaband með Ar-
sæli Grímssyni innan fárra daga. Eg
hef enga löngun til að breyta þeirri
ákvörðun.“
Hann var staðinn upp af bekknum
og fór skyndilega að blæja.
„Ég verð að viðurkenna, að með
hliðsjón af borgaralegu siðferði er
óviðeigandi að leggja hjúskapartil-
boð fyrir konu, sem er trúlofuð öðr-
um manni. Auk þess tók ég víst ekki
með í reikninginn, að samkvæmt
borgaralegum skilningi er ég alls ekki
þess umkominn að sjá fyrir konu
eins og sagt er. Af því leiðir, að ég
hef farið með marklaust hjal. En
væntanlegur bóndi þinn selur blóm.
Það er göfug atvinna að selja blóm.“
Hún svaraði þessu engu. En hann
sagði:
„Jæja. Nú ætla ég að labba, var
eiginlega á hraðferð í bæinn. Vertu
blessuð. Ég vona þú haldir áfram að
yrkja.“
„Blessaður.“
Hún sat eftir og reykti.
Á leiðinni í bæinn veitti hann því
athygli, að sólinn undir öðrum skón-
um hans var að losna. Og þó var ekki
lengra síðan en í fyrradag, að hann
hafði tyllt honum upp í blindsólann
með átta smánöglum og meira að
segja bnykkt þá.
Ársæll Grímsson, búlduleitur, vin-
gjarnlegur náungi á þrítugsaldri, var
einn í blómabúðinni sinni.
„Komdu sæll, Ársæll,“ sagði skáld-
ið.
„Nei, sæll og blessaður, frændi.
Hvað er að frétta?“
„Það helzt, að þú ætlir að lara að
gifta þig,“ svaraði skáldið.
„Já, þú hefur frétt það,“ sagði
blómakaupmaðurinn eitt sólskins-
bros. „Hver sagði þér?“
„Ég mætti konuefninu þínu á leið-
inni í bæinn. Ég óska þér til ham-
ingju.“
„Þakka þér fyrir. Já, þið þekkizt
eitthvað?“
„Við þekkjumst öll þetta unga fólk,
sem fæst við að yrkj a.“
Andlit kaupmannsins Ijómaði
áfram af brosi.
„Já, karl minn, það gengur svona,“
sagði hann. Það kemur að því, að
mann langar til að stofna heimili —
og maður kynnist gáfaðri og góðri
stúlku, sem þykir vænt um mann
og-.“
„Það var og,“ greip skáldið fram í
fyrir honum.
Blómasalinn hætti að brosa.
„Kiljan,“ sagði hann, „þið eruð
alltaf vitnandi í Kiljan.“
„Ekki segi ég það nú. En mér finnst
þetta tilsvar „það var og“ ágætt og
62