Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 47
ÞOKGEIR HÁVARSSON Njálssynir Höskuld. Þau víg eru allt annars eðlis, þau eru mannleg. Þar sýna höfundar persónurnar flæktar í örlagavef, sem þær fá ekki umflúið. Þannig er því ekki háttað um Þorgeir. Hann er eins gersamlega einn og stakur sem verða má. Þó ekki sé nema lítil- lega færður til maður á skákborði Njálu- höfundar, þá breytist öll afstaðan innbyrð- is milli þeirra, sem stóðu kyrrir. Þorgeirr er einn: Þetta dugir ekki, það er kominn tími til að drepa mann, — býr undir öllum hans vígum. 5 Eg hef hér á undan haldið því fram, að „klausurnar" séu seinni tíma viðbætur. Vera má, að svo sé ekki. Nordal kveðst hafa skrifað bók, sem enn er ekki komin út, um Fóstbræðra sögu. Verða ef til vill færð þar óyggjandi rök fyrir því, að textinn í M og H sé styttur og „klausurnar" eftirstöðvarn- ar. Að mínum dómi breytti það þó engu því, sem hér hefur verið sagt. Eins og ég gat um strax í byrjun, er ritgerð þessari ætlað að gera grein fyrir sögu Þorgeirs, eins og hún er nú sem listaverk, sýna fram á, að klausurnar koma meginefni hennar á ringulreið, hvort sem þær eru í rauninni eft- irstöðvar eða innskot. Hitt var ekki megin- viðfangsefni mitt að sanna að þœr vœru við- bœtur og leita þar með að frumgerð sögunn- ar. En eins og að framan greinir, þykir mér allt geta bent til þess, að hér sé um verk 13. aldar manna eða manns að ræða. Ég mun því halda áfram að tala um klausuhöfund sem eins konar endursemjanda, enda þótt einhvern tíma yrði sannað, að hann væri frumhöfundur, og ég leyfi mér þetta vegna þess, að hann gerir jafn mikinn usla í sög- unni, eins og hún nú er, hvort svo sem væri. Reyndist hann frumhöfundur sögunnar, þá hefur hún verið tekin svo rækilega til bænar eftir hans dag, að ekki stendur eftir af verki hans nema „klausur“ þessar einar. Höfund sögunnar má því telja þann, sem verk þetta vinnur, en hinn orðinn jafn-hvimleitt að- skotadýr og skrásetjari sá á 13. öld, sem ég í ritgerð þessari nefni klausuhöfund. Er þá allt komið í sama stað niður, sem máli skiptir. -III Þó aldrei verði unnt að vita, hversu raun- sannir sögualdarmenn það eru, sem lesa má um í Íslendingasögum, þá er eitt víst, að okkur er gjarnt að skoða hinar raunsæjustu og hlutlausustu lýsingar á þeim þar sem nokkurn veginn allglögga mynd af hinum heiðnu og hálf-kristnuðu Norðurgermönum. Ef við berum nú Þorgeir í Fóstbræðra sögu saman við venjulega sögualdarmenn í fombókmenntunum, hlýtur okkur að verða ljóst, að hann stingur talsvert í stúf við aðra. Það sem einkum skilur á milli er þetta: Honum er vopnið takmark í sjálju sér. Það er engu líkara en vopnið sé honum eins konar líffæri, sem ekki verði án lifað, beint skilyrði fyrir sjálfstæðri tilvist, með vopnið í hendi sér verður hann fyrst að sjálfum sér. Oðrum er vopnið ekki nema tœki. Nefni ég enn Gísla Súrsson sem and- stæðu Þorgeirs. Hann vegur mann aðeins einu sinni, eftir að hann keinur til íslands, ef frá eru taldir þeir, sem hann vó í sjálfs- vörn sinni. Fyrir þetta eina víg, hefndina, situr hann í útlegð næst lengst af öllum ís- lenzkum mönnum. Hann vegur Þorgrím ekki vegna duttlunga sinna eða hégómagirndar, ekki til að sýna kraft sinn, hvað þá vopns- ins vegna: til að sjá hann deyja, eins og lilutverk Þorgeirs verður í sögunni um smalamanninn, heldur vegur hann Þorgrím vegna skyldnnnar við sjáifan sig, vegna „gæzlu sóma síns“. Gísli er því gott dæmi liinnar sönnu hetju. Ekkert er gert til að bera hreystina út á torgin, en ef ekki verður 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.