Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 61
ÞORGEIR HÁVARSSON þolgæði. Ádeilan byrjar þar, sem þessuhi kostum hefur verið safnað saman og beint í ranga átt, f jandsamlega manninum og lífinu á jörðinni. Gegn þessari neikvæðu lífsstefnu er teflt annarri, sem fram kemur í vísu Hávamála: Ifaltur ríður hrossi,“t>. s. frv., þ. e.: allt er betra en vera dauður. Ég leyfi mér að halda, að hér sé um að ræða hið sama og Schweit- zer á við með orðunum: Lotning fyrir líf- inu. LOKAORÐ Ég hef heyrt marga halda því fram, að Gerplu-Þorgeir sé afskræmi hinnar fomís- lenzku hetju, hrein firra; með persónunni sé skáldið að níða niður manngildishug- sjón Islendinga. Þetta finnst mér fjarri sanni. I mínum augum er það engin tilviljun, að Laxness valdi Þorgeir til að flytja boðskap sinn. Hann gat aldrei gripið einhverstaðar niður í raðir fornmanna, látið hvern sem er leika þetta hlutverk. Islendingar dá Egil Skallagrímsson, en að dómi Þorgeirs í Gerplu er hann ekki hetja, því hann var vel kvæntur og átti fagrar dætur. Við sjáum því, að um dálítið óvenjulega hetju er að ræða, þar sem er Þorgeir Hávarsson í Gerplu. Þykist ég hafa gert grein fyrir því hér að framan. Ilann er persónugervingur, þar sem hin afdráttarlausa orðstírs-dýrkun kristall- ast, og alls ekkert annað. Hann hefur visst markmið fyrir augum, að verða frægur af því að vega menn, og hann vinnur sleitu- laust að því að ná settu marki. Saga Þor- geirs í Fóstbræðra sögu er myndasyrpa, ekki verður greint neitt sérstakt markmið í at- hæfi persónunnar, ekki er lagður neinn sið- ferðilegur boðskapur í hana. Þó skáldið skopist í Gerplu að frægðar- löngun Þorgeirs, verður ekki sagt, að hann haldi fram fánýti þeirrar löngunar að afla sér orðstírs; hún er oftast jákvætt afl, sem livetur og örvar menn til framtaks. En skáld- ið dæmir hana, eins og áður er sagt, vegna þess, að hún er lífsfjandsamlegt sjálfsdekur eins og hún birtist hjá Þorgeiri. En skáldið er bjartsýnt, þessvegna lætur það persónuna tortímast, eins og það vonar, að sá andi í samtíð okkar, sem Þorgeir er fulltrúi fyrir, muni híða lægra hlut. Skáldið notar Þorgeir Fóstbræðra sögu, vegna þess, að hann liggur sérstaklega vel við höggi, ekki til að túlka söguöldina, held- ur samtíð okkar. Menn eins og Þorgeir voru lítils ráðandi á söguöld, að mínum dómi, en hafa aftur á móti nýlega steypt mannkyninu út í hörmulega styrjöld. Þorgeir í Fóst- bræðra sögu er ófyrirleitinn ribbaldi og miklu skuggalegri en Gerplu-Þorgeir, sem er notalega einfaldur og fremur sín spell- virki í góðri trú, fylgjandi sinni hugsjón, þeirri einu réttu í hans augum. Hann er miklu hreinni og beinni en nafni hans, sam- kvæmari sjálfum sér, hugnæmari. I mínum augum er Þorgeir í Fóstbræðra sögu varhugaverðari, voveiflegri. Þegar hann heggur er meira að gert, það er eitt- hvað af dangli í vopnaburði Gerplu-Þor- geirs, þó hann sé stórvirkur. Og ekki get ég að því gert, að mér finnst stundum dálítið vænt um liann, vegna umkomuleysisins, sem leynist oft og tíðum á bak við allan ofstop- ann. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.