Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 57
ÞORGEIR HÁVARSSON uppíloft inni í rúmi heima hjá sér og telja öðrum trú um, að hann sé garpur. Líf hans er allt ein viðleitni til að raunhæfa (realí- sera) hugsjónina, hann jieytist úr einum stað í annan; á hls. 99: — „en síðan munu vér sigla vestur fyrir Rytagnúp og taka eigi land fyren norðrí Aðalvík, hef eg þaðan spurðan yfirgáng þess garps er mestur þyk- ist um Vestfjörðu, Butralda Brúsasonar. Muntt vér fara að honum og drepa hann.“ Svo er sérhyggja Þorgeirs mikil, að hann getur ekki dáð garpskap annarra manna garpskaparins vegna. Hann er ekki í rónni, fyrr en hann getur sannfært sjálfan sig um, að einhver tiltekinn garpur sé minni garpur en hann sjálfur. Sá garpskapur, sem hann dáir og keppist við að ala upp í sjálfum sér, er honum fjandsamlegur, ef hann birtist með einhverjum þeim manni, sem líklegur er til að bera sigurorð af honum. Þorgeir fer utan fegins hugar. Loks gafst nú rækilegt tækifæri til að sýna af sér dáð- ríki, þegar komið var í þann hluta heims, þar sem ekki gekk á öðru en drengilegum orustum, að sögn móður hans og föður. Sigl- ingin gekk ekki sem ákjósanlegast, strand- aði skip þeirra við Irland. Sjö menn héldu lífi af allri áhöfninni, skolaði þeim upp á eyðisker um nóttina „væstum og neisum“ (bls. 171—172). Skipbrotsmenn taka nú að veifa klæði í átt til lands. Þegar Þorgeir er beðinn að „halda uppi neyðarveifunni" segir hann, bls. 172—173: „Seint mun þau tíðendi að spyrja af Þorgeiri Hávarssyni að eg blaðra klútum fyrir mönnum, að biðjast hjálpar. Þyki mér betra að gerast skernár manna en þurfalingur. Var mér því aldregi spáð að eg mynda í þá ógæfu hrata að þiggja grið að mönnum. Mun eg því hér deya í skerinu heldren þola minkun.“ Svipað er ástatt fyrir Þorgeiri, þegar hann hangir í hvönninni norður á Hornströndum, í þverhníptu bjarginu. Sýnir hann þar sama vægðarleysið gagnvart sjálfum sér. A þeim stöðum í Gerplu, þar sem Þorgeir er algjör þolandi, rís persónan hæst. Þar reynir mest á hann, hversu óbifanleg er trú- festi hans gagnvart hugsjóninni, eið sínum. Ovíða kemur það skýrar fram en þar sem hann stendur mitt á meðal víkinga, vonsvik- inn og undrandi á framferði þeirra, hryggur yfir því, hve aBt reynist vera öðruvísi í út- landinu en honum hafði verið kennt. En hann er samt ekki af baki dottinn, og aldrei trúir hann öðru en hann fái sannfært ver- öldina um yfirburði sína í drengilegum bar- daga. Svo trúr er hann hugsjón sinni, að hann neitar að framast á sama hátt og vík- ingar, með rupli og bardögum við vesælt fólk. Þegar Ólafur digri spyr hann, hvers vegna hann sé ekki betur búinn en raun ber vitni, hvers vegna hann hafi ekki fengið sér betri klæði í Kantaraborg, svarar Þorgeir, bls. 198—199: „Af þeim sökum, mælti ólpu- maður, að þar var við þá eina menn að eiga er næstir gánga konum um varnarleysi og vér köllum papa; vóru þar og margar konur og flestar kviðugar; en karlar vígir vóru að atvinnum sínum eða í hernaði. Þykjumst eg lítt af því sæmdur að fletta klæðum múka og nunnur ellegar óléttar konur og smjúga í föt þeirra. Vil eg heldur bera stakk minn, þann er eg tók af Gils bónda Mássyni þá er eg vo hann á Hom- ströndum; og bargst eg í þessum á íriandi.“ Þetta er í fyrsta skipti, sem Þorgeir af- neitar boðorðum móður sinnar, en eitt þeirra hljóðar svo, bls. 26: — •— „að góður víkingur þyrmdi aldregi konu né barni í hemaði". Seinna í sögunni, þegar víkingar skora á hann að kasta barni á loft af spjótsoddi sín- um, afneitar hann þessu sama boðorði, bls. 239: „Eg mun og eigi vopnum leggja ómálga börn né þá menn aðra er til skortir 47

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.