Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lijá því komizt að beita vopninu, þá er þa'ð' gert, en þá fyrst. Eg ætla nú að halda áfram að rökstyðja þá skoðun mína, að Þorgeir í Fóstbræðra sögu beri ekki að skoða sem hugprúða hetju, heldur vanstilltan vígamann. Hið fyrsta, sem þá er fyrir hendi, er að gera sér grein fyrir, hvaða dyggðir það voru, sem menn urðu að bera í brjósti til þess að kallast hetjur. Astæða er til að ætla, að orð- ið drengskapur hafi fólgið í sér flestar þær dyggðir, sem prýtt gátu sannan heiðurs- mann: sá maður stóð öðrum mönnum þeim mun framar sem háttalag hans var meira en annarra manna í samræmi við drengskapar- hugsjón almennings. Nordal segir (ísl. menn. bls. 195): „Drengur er einarður, hræsnislaus, hreinskiptinn, heldur reglur hvers leiks, ef hann hefur gengizt undir þær.“ Og (ísl. menn. hls. 188): „En nauð- syn er að vita, að á elzta stigi er hann (drengskapurinn) aðeins virðing mannsins fyrir sjálfum sér, gæzla sóma síns.“ Um hreysti og hetjuskap kemst A. Heusler svo að orði (Germanentum, bls. 49): „— hreystin skipar öndvegi meðal hinna germönsku dyggða. Hver eru aðalsmerki hins hrausta manns? Norrænar bækur svara: ekki fyrst og fremst vöðvastyrkur og vopnfimi, heldurhin þrjú andlegu einkenni: hugrekki, viljaþrek, æðruleysi frammi fyrir dauðanum.“ Nokkru síðar talar hann um, að German- ar hafi ekki krafizt þess af hetjum sínum, að þær ynnu afrek né væru velgerðamenn, en (Germanentum, bls. 53): „allt er undir því komið, að hlutaðeigandi vinni bug á óvenju- legum aðstæðum og staðfesti með hugrekki, viljakrafti og jafnaðargeði frammi fyrir dauðanum heiður sinn sem vígamanns.“ Þeim skilyrðum, sem Heusler telur hverri hetju nauðsynlegt að uppfylla, er hvergi fullnægt í sögunni um Þorgeir og hvergi nema í frásögninni um hvannatökuna, sem vitaskuld er þjóðsaga ein og hetjusaga út í yztu æsar. Drengskapur og hetjuskapur er raunar ekki eitt og hið sama. Orð Nordals lúta einkum að drengskapnum, ummæli Heusl- ers að hreystinni. Hetja verður þó naumast nokkur kallaður nema hann eigi til að bera drengskap, drengskaparmaður þarf aftur á móti ekki endilega að vera hetja, og er það mikils vert atriði, þegar kemur að Gerplu. I Fóstbræðra sögu sjálfri (þar á ég við atburðina, sem frá greinir, ekki innantómt lof og skjall) er Þorgeir hvergi nærri vax- inn þeirri drengskaparhugsjón, sem Nordal setur fram í ísl. menningu. Er það virðing fyrir sjálfum sér, gæzla sóma síns, að læð- ast að næturþeli að Gauti Sleitusyni? Þar er ekki um hreinskiptinn mann að ræða. Fremur kemur sá verknaður heim við það, sem áður var sagt, að Þorgeir hefði verið ófyrirleitinn vígamaður. Hugprúð hetja semur ekki vopnahlé, þegar hún sér fram á liðsmun sér í óhag. Flesta, sem liann drap, hjó hann vegna smámuna einna, eins og áð- ur er að vikið, og fyrir miklu minni sakir en þær, sem þjófurinn á Reykhólum hafði til unnið og Illugi vildi drepa. Þá hleypur allt í einu friðarást í Þorgeir, og má hann ekki heyra, að þjófurinn sé tekinn af lífi, heldur bjargar honum, en afdrif hans urðu þessi, hls. 190—191: „En Vegglágr fór upp á Skotland ok varð þar um síðir hengðr fyrir þjófnað.“ Við finnum glöggt á bak við frásögnina rödd höfundarins sjálfs. Hann þreytist ekki á því að brýna óvinsældir Þorgeirs fyrir ]es- endum. Bls. 125: — „fara þeir víða um her- uð ok váru eigi vinsælir, tölðu margir þá ekki vera jafnaðarmenn.“ Bls. 126: — „ok var hann mörgum mönnum nökkurr and- varagestr, þar sem hann kom, þó at hann væri á ungum aldri.“ Bls. 133: — „ok váru miðlungi vinsælir." Bls. 134—135: „höfðu margir menn af þeim um sumarit mikil 38

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.